Mánudagurinn 18. janúar 2021

Föstudagurinn 24. júní 2011

«
23. júní

24. júní 2011
»
25. júní
Fréttir

ESB-leiðtogaráðið samþykkir aðild Króatíu

ESB-aðild Króatíu samþykkt af leiðtogaráðinuLeiðtogaráð ESB samþykkti föstudaginn 24. júní að ljúka aðildarviðræðum við Króatíu. Samþykkt var að Króatar yrðu að sæta miklu eftirliti af hálfu ESB frá því að aðildin er samþykkt og þar til hún kemur til framkvæmda í júlí 2013. José Manuel Barroso, for...

Draghi stjórnar Seðlabanka Evrópu - Frakkar fá mann í banka­stjórnina

Mario Draghi frá Ítalíu var skipaður seðlabanka­stjóri Evrópu föstudaginn 24. júní eftir að Frökkum tókst að halda sæti í stjórn bankans. Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði að Draghi tæki við banka­stjórastöðunni af Frakkanum Jean-Claude Trichet 1. nóvember og yrði átta ár í embættinu...

Van Rompuy skorar sjálfsmark á leiðtogafundi með glæsibæklingi

Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, er sagður hafa skorað sjálfsmark á fundi ráðsins með því að leggja fyrir leiðtogana teikningar af dýrum, nýjum höfuðstöðvum ráðsins á röngum tíma segir á vefsíðunni EUobserver.

Leiðtogaráð ESB: Schengen-reglum verði breytt til aukins eftirlits

Leiðtogaráð ESB mótaði föstudaginn 24. júní stefnu sem veitir einstökum ríkjum meira svigrúm en áður til að taka upp tímabundið eftirlit á landamærum sínum innan Schengen-svæðisins. Fyrir fundi leiðtoganna lágu tillögur sem fram hafa komið vegna aukins straums flóttamanna frá N-Afríku til Evrópu ve...

Stækkunarskrifstofa ESB setur fram aðlögunarkröfu á fundi með fulltrúa bænda

Evrópu­sambandið gerir skýra kröfu um að Ísland sýni fram á getu sína til að innleiða CAP, landbúnaðar­stefnu ESB, áður en lokið er viðræðum um aðild að ESB. Þetta kemur fram á vefsíðunni bbl.is, það er síðu Bændablaðsins, þegar sagt er frá fundi sem Dušan Chrenek og Maarten Van Driel frá framkvæmdast...

Verður meira af olíubirgðum sett á markað?

Miðlarar á olíumörkuðum reita hár sitt vegna þeirrar ákvörðunar Vesturlandaþjóða að setja 60 milljónir tonna af olíubirgðum þeirra út á markaðinn, sem leiddi til verulegrar lækkunar á olíuverði í gær. Wall Street Journal segir augljóst að efnahagspólitískar ástæður liggi að baki.

Kenny ræddi vaxta­lækkun við Sarkozy

Enda Kenny, forsætis­ráðherra Írlands átti í gærkvöldi samtal við Sarkozy, Frakklandsforseta um andstöðu Frakka við lækkun vaxta á björgunarláni Írlands. Samkomulag náðist ekki en talsmaður írska forsætis­ráðherrans sagði að þeir hefðu orðið sammála um að ræða málið áfram.

Bretar taka ekki þátt í nýjum björgunaraðgerðum

David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands, hafði sitt fram á fundi leiðtoga ESB í gærkvöldi. Í kvöldverði með Angelu Merkel var fallizt á það sjónarmið brezka forsætis­ráðherrans, að Bretar þyrftu ekki að taka þátt í nýjum björgunaraðgerðum fyrir Grikkland.

Venizelos fer í taugarnar á öðrum fjármála­ráðherrum ESB

Evangelos Venizelos, hinn nýi fjármála­ráðherra Grikklands, fór í taugarnar á kollegum sínum á fundi fjármála­ráðherra ESB í Lúxemborg hinn 19. júní sl. að sögn euobserver, þegar hann reyndi að teygja og toga þau samningsdrög, sem fyrir lágu um aðhaldsaðgerðir Grikkja. Vefmiðillinn segir, að Papan...

Leiðarar

Þjóðverjar hvattir til að horfa í spegil

Þjóðverjar stjórna ferðinni í Evrópu. Þeir hafa gert það í allmörg ár. Þeir eru mesta efnahagsveldið þar og raunar eitt af fremstu efnahagsveldum heims. Þýzkir kjósendur eru ósáttir við það fé, sem streymir til Grikkja úr þeirra vösum og afstaða þýzku ríkis­stjórnar­innar fer mjög eftir því hvernig vindar almenningsálitsins blása í Þýzkalandi.

Í pottinum

Stefna hins nýja vinstris

Er þetta vinstri stjórn, sem situr á Íslandi? Hún einkavæddi tvo banka af þremur nokkrum mánuðum eftir hrun gömlu bankanna og lagði með þeim mikla fjármuni úr vösum almennings, þar sem lítið fé var fyrir. Er það vinstri stefna? Hún gekk erinda gamalla erlendra nýlenduvelda til þess að reyna að binda íslenzku þjóðina í skuldafjötra fram eftir þessari öld. Er það vinstri stefna?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS