Danska þingið samþykkir tolleftirlit við landamæri - mótmæli frá Brussel
Danska þingið samþykkti föstudaginn 1. júlí að hefja takmarkað landamæraeftirlit með því að fjölga tollvörðum frá og með þriðjudeginum 5. júlí. Embættismenn í Berlín og Brussel telja að aðgerðir Dana kunni að brjóta gegn Schengen-samkomulaginu um frjálsa för í Evrópu án vegabréfs. Í danska þinginu ...
Europol: hryðjuverkaógn steðjar að Evrópu - hætta á tölvuárásum
Hryðjuverkahópar ógna enn Evrópu og eru nú teknir til við að nýta sér netið til meiriháttar árása þar, sagði Rob Wainwright forstöðumaður Europol, Evrópulögreglunnar, föstudaginn 1. júlí þegar hann opnaði nýjar höfuðstöðvar Europol í Haag. Þótt ekki hefði komið til hryðjuverkaárása í Evrópu síðan rá...
NYT: Málið gegn Strauss Kahn „við það að brotna saman“
The New York Times (NYT) segir frá því 1. júlí að mál saksóknara í New York gegn Dominique Strauss Kahn (DSK), fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé „on the verge of collapse“, við það að brotna saman, þar sem rannsakendur þess hafi fyllst miklum efasemdum trúverðugleika hótelþernunar s...
Ítalska ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögur um niðurskurð og aðhald, sem nema 47 milljörðum evra og eiga að tryggja hallalaus fjárlög frá og með árinu 2014. Markmiðið er m.a. að koma í veg fyrir að evrukrísan nái til Ítalíu. Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu segir að með þeim aðgerðum hafi Ít...
Fer Papandreou fram hjá þinginu til þjóðarinnar?
Brezka vikuritið Economist segir að Grikkir skiptist í tvær fylkingar um framtíðina. Önnur vilji takast á við verkefnin, hin sakni hinna gömlu góðu daga. Grískur félagsfræðingur segir í viðtali við blaðið að tveir stærstu flokkarnir í Grikklandi séu hagsmunagæzlutæki, sem útdeili bitlingum og hlunnindum í þeim mæli að jafnvel önnur lýðræðisríki við Miðjarðarhaf standi á öndinni.
Snýr Strauss-Khan aftur í frönsk stjórnmál?
Fréttir frá New York í morgun benda til þess að Dominique Strauss-Khan, kunni að snúa til baka til Frakklands og hefja þátttöku í stjórnmálum á ný, annað hvort sem forsetaframbjóðandi eða ráðherra í hugsanlegri ríkisstjórn sósísalista eftir næstu forsetakosningar, eftir að efasemdir hafa vaknað um sannleiksgildi ásakana þernunnar, sem sakað hann um nauðgun á hótelherbergi.
Umhugsunarefni fyrir Samfylkinguna og Össur
Afstaða íslenzku þjóðarinnar til aðildarumsóknarinnar að Evrópusambandinu er alltaf að verða skýrari.