Miðvikudagurinn 3. mars 2021

Laugardagurinn 2. júlí 2011

«
1. júlí

2. júlí 2011
»
3. júlí
Fréttir

Evru-ríkin samþykkja loka­greiðslu neyðarláns frá 2010 til Grikkja

Fjármála­ráðherrar evru-ríkjanna samþykktu laugardaginn 2. júlí síðustu greiðslu neyðarlánsins frá 2010 til Grikkja. Þeir munu láta grískum stjórnvöldum í té 12 milljarða evra á næstu tveimur vikum til að gera Grikkjum kleift að standa við skuldbindingar sínar og komast þannig hjá greiðsluþroti. Fyr...

Forsætis­ráðherra Póllands: ESB er stórkostlegt-bezti staður á jörðu

Donald Tusk, forsætis­ráðherra Póllands, gagnrýndi leiðtoga annarra Evrópu­ríkja harkalega í gær, þegar Pólverjar tóku við forystu ráðherraráðs ESB til næstu sex mánaða, og kvað þá þykjast vera talsmenn Evrópu en í raun ýttu þeir undir evruefasemdir í pólitísku eiginhagsmunaskyni og notuðu hræðslu við innflytjendur til að takmarka ferðafrelsi innan Evrópu.

Símafundur evru­ráðherra um greiðslur til Grikkja í dag

Gríska dagblaðið Kathimerini, segir á netútgáfu sinni ekathimerini.com, að í dag verði haldinn síma- og myndfundur fjármála­ráðherrar 17 evruríkja og þar verði væntanlega ákveðið að greiða Grikkjum nú þegar ákveðinn hluta af björgunarlánum þeim, sem Grikkjum var lofað samþykkti gríska þingið aðha...

Framlengja sósíalistar framboðsfrest vegna Strauss-Khan?

Vaxandi umræður eru nú í Frakklandi um að Dominique Strauss-Khan, kunni að snúa aftur sem forsetaframbjóðandi, fari svo að ákærur um nauðgun verði felldar niður á hendur honum í Bandaríkjunum. Financial Times, segir að skoðanakönnun, sem gerð hafi verið bendi til sterks stuðnings við framboð hans.

Obama í vanda hætti Geithner

Í Bandaríkjunum eru nú miklar vangaveltur um hvort Timothy Geithner, fjármála­ráðherra láti af embætti eftir að deilan milli Hvíta Hússins og þingsins um hækkun skuldaþaks hefur verið leyst. Reuters-fréttastofan segir að Geithner vilji hætta, fjölskylda hans flytji til baka til New York eftir nokkra mánuði og hann vilji gjarnan losna úr mjög annasömu starfi.

Leiðarar

Danir takamarka innflutning á glæpastarfsemi - sæta ónotum frá Brussel

Næstu daga fjölga Danir tollvörðum um 50 til að fylgjast með umferð um landamæri sín gagnvart Þjóðverjum annars vegar og Svíum hins vegar.

Í pottinum

Forsætis­ráðherra Kína vill koma í heimsókn - en Jóhanna er upptekin!

Hvað ætli valdi vandræðagangi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætis­ráðherra, vegna fyrirhugaðrar heimsóknar forsætis­ráðherra Kína, Wen Jiabao, til Íslands? Frá raunum Jóhönnu í þessu sambandi er sagt í Morgunblaðinu í dag. Kína er fjölmennasta ríki heims. Það er orðið annað mesta efnahagsveldi heims og spádómar um að það nái Bandaríkjunum í fyrirsjáanlegri framtíð og skáki þeim.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS