ESB-þjóðir háðar innfluttum fiski frá 3. júlí 2011 samkvæmt nýrri skýrslu
Í nýrri skýrslu á vegum OCEAN2012 segir að frá og með sunnudeginum 3. júlí verði íbúar innan ESB að neyta fisks sem veiddur er utan lögsögu ESB. Er þetta sex dögum fyrr en á árinu 2010. Skýrslan, Fish Dependence: The Increasing Reliance of the EU on Fish From Elsewhere, kemur nú út í annað sinn og...
Össur við Euronews: Íslendingar þurfa enga sérlausn í sjávarútvegsmálum gagnvart ESB
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki þurfa neina sérlausn í sjávarútvegsmálum gagnvart ESB, þeir þurfi aðeins að tryggja að reglan um hlutfallslegan stöðugleika í fiskveiðum gildi gagnvart þeim.Með orðum sínum við fréttasjónvarpsstöðina Euronews 27. júní lætur utanríkisráðher...
Guardian: allt á öðrum endanum hjá frönskum sósíalistum
Brezka blaðið Guardian, segir að allt sé á öðrum endanum innan franska Sósíalistaflokksins vegna hugsanlegrar endurkomu Strauss-Khan í frönsk stjórnmál. Francois Hollande, sem nú er talinn hafa mesta möguleika á útnefningu flokksins segist ekki sjá nein vandkvæði á því að framlengja framboðsfrest fram í ágúst en aðrir forystumenn hafa sagt að engin ástæða væri til þess.
Moskvubanka bjargað með 14 milljörðum dollara
Rússneska ríkið hefur bjargað fimmta stærsta banka Rússlands, Moskvubanka, frá falli með 14 milljarða dollara framlagi. Fyrrum aðalforstjóri bankans hefur flúið land og handtökuskipun gefin út á hendur honum.
Grikkland: enn ekki samkomulag um nýjan björgunarpakka
Fjármálaráðherrar evrulandanna, samþykktu í gærkvöldi, laugardagskvöldi, að greiða enn einn hluta björgunarlánsins til Grikklands, sem samþykkt var fyrir ári. Þar með er greiðslugeta gríska ríkisins í þessum mánuði tryggð. Hins vegar hafa leiðtogar ESB, að sögn Financial Times, ekki náð samkomulagi um nýjan björgunarpakka til Grikklands, sem á að nema um 120 milljörðum evra.
Erfið atvinnuleit fyrrverandi þingmanna framundan
Skoðanakannanir Capacent-Gallup staðfesta nú mánuð eftir mánuð, að stór hópur þingmanna Samfylkingar og Vinstri grænna eiga ekki afturkvæmt á þing að loknum næstu kosningum. Þeir munu kunna þeirri tilhugsun illa. Hið sama á við um þá hópa „sérfræðinga“ og „ráðgjafa“, sem hafa setzt að jötu stjórnarflokkana og líkar það ekki að verða hraktir þaðan á brott.