Föstudagurinn 5. mars 2021

Miðvikudagurinn 6. júlí 2011

«
5. júlí

6. júlí 2011
»
7. júlí
Fréttir

Þýsku blöðin: hægri lýðskrumarar fagna sigri verði Danir ekki stöðvaðir

Þýsku blöðin leggja hinn 6. júlí þannig út af aukinni tollgæslu við landamæri Danmerkur og Þýskalands sem hófst þriðjudaginn 5. júlí að hægri lýðskrumarar séu að styrkjast hvarvetna í Evrópu og þar sem hin sameiginlega mynt eigi einnig undir högg að sækja geti ESB ekki heimilað Dönum að vega að ...

Hart sótt að matsfyrirtækjunum - Schäuble vill „brjóta þau á bak aftur“

Wolfgang Schäuble, fjármála­ráðherra Þýskalands, sagði miðvikudaginn 6. júlí að hann vildi „brjóta á bak aftur“ vald matsfyrirtækjanna og „takmarka“ áhrif þeirra eftir umdeildar niðurstöður þeirra vegna skuldavandans á evru-svæðinu. „Við verðum að brjóta fákeppnisvald matsfyrirtækjanna á bak aftur,“...

Stefán Már: Sérstaklega erfitt að fá undanþágu í ESB vegna landbúnaðar og sjávar­útvegs

Stefán Már Stefánsson prófessor sem hefur sérhæft sig í Evrópu­rétti segir í nýju riti um landbúnaðarlöggjöfina og ESB að „alveg sérstaklega“ erfitt sé að semja um undanþágur við ESB á sviði landbúnaðar og sjávar­útvegs þar sem sambandið hafi mótað sameiginlega evrópska stefnu sem hafi náð „sérstakle...

Fyrrum for­stjóri MI6: Bretar eiga að auka njósnastarfsemi á evru­svæðinu

Sir Richard Dearlove, sem var for­stjóri MI6, einnar helztu njósna­stofnunar Bretlands fram til ársins 2004 segir að Bretar verði að beita njósnum gagnvart evru­svæðinu til þess að tryggja fjárhagslega hagsmuni sína. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag.

Bretland: Kröfur um afsagnir og opinbera rannsókn vegna símahlerana NoW

Hlerunarmál News of the World í London er að vinda upp á sig.

Mótmælaakstur leigubíl­stjóra í Aþenu

Grískir leigubíl­stjórar efndu til mótmælaaksturs að samgöngu­ráðuneyti Grikklands í morgun til þess að mótmæla því að leigubílaakstur verði opnaður fyrir aukinni samkeppni. Netútgáfa gríska dagblaðsins Kathimerini, segir að leigubíl­stjórar víðs vegar að taki þátt í aðgerðunum, sem hafi valdið umferðaröngþveiti á því svæði, sem bílarnir fara um.

Írar vilja endursemja við ESB/AGS

Írar munu leita eftir því að endursemja um björgunaraðstoð ESB/AGS við Írland. Þetta kom fram í ræðu, sem Michael Noonan, fjármála­ráðherra Íra, flutti í írska þinginu í gær. Ráðherrann kvaðst sannfærður um að samkomulag um slíkt mundi nást. Svo lengi, sem Írar stæðu við markmiðin í ríkisfjármálum ætti að vera hægt að semja um að ein aðgerð komi í stað annarrar til að ná því marki.

Leiðarar

Þjóðin á kröfu á upplýsingu og umræðum

Mats­fyrirtækin taka ekki mikið mark á Evrópu­sambandinu, Alþjóða gjaldeyris­sjóðnum og Seðlabanka Evrópu, þegar þessir þrír aðilar leggja saman! Um miðjan maímánuð gengu þessir aðilar frá björgunaraðstoð við Portúgal. Nú tæpum tveimur mánuðum seinna lýsir Moody´s yfir því að þær aðgerðir skipti engu máli með því að lækka lánshæfismat á Portúgal nánast niður í rusl­flokk.

Í pottinum

Ragnar Arnalds: VG veitir Össuri „svigrúm og skjól“

Ragnar Arnalds, fyrrum formaður Alþýðubandalagsins, og flokksmaður í Vinstri hreyfingunni –grænt framboð, gagnrýnir flokk sinn fyrir að veita Össuri Skarphéðinssyni skjól í ESB-málum í grein á Vinstrivaktinni.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS