Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Laugardagurinn 9. júlí 2011

«
8. júlí

9. júlí 2011
»
10. júlí
Fréttir

Pólverjar í vandræðum með ESB-hernaðarsamvinnu vegna Líbíu

Pólverjar boðuðu áður en þeir tóku að sér forsæti í ráðherraráði ESB 1. júlí að þeir myndu einbeita sér að því að efla varnar­samstarf ESB-ríkjanna 27 þá sex mánuði sem þeir eru í forsæti innan sambandsins. Þetta stefnumál nýtur lítils stuðnings meðal annarra aðildarþjóða ESB og miðað við forsögu u...

Ný ríkisaðstoð við banka í ESB-ríkjum í undirbúningi

Ný ríkisaðstoð við banka í ESB-ríkjum er í undirbúningi að sögn Daily Telegraph og Reuters-fréttastofunnar.

Símainnbrotin: Eyðilögðu starfsmenn Murdochs tölvupósta?

Stjórnendur News Corporation, sem gefur út síðasta tölublaðið af sunnudagsblaðinu News of the World nú um helgina, sem á sér 168 ára sögu, liggja nú undir grun um að hafa eyðilagt mikið magn af tölvupóstum, sem taldi eru hafa þýðingu bæði fyrir rannsókn lög­reglu vegna innbrota starfsmanna blaðsins í síma fólks og eins fyrir einstaklinga, sem standa í málaferlum við fyrirtækið af sömu ástæðum.

Grikkir í herferð gegn skattsvikurum

Gríska ríkis­stjórnin er að hefja mikla herferð á hendur skattsvikurum og mun m.a. notast við „verktaka“ úr einkageiranum í því sambandi og er þá átt við lög­fræðinga, endurskoðendur og eftirlitsmenn. Nú er talið að um 900 þúsund Grikkir skuldi um 41 milljarð evra í ógreiddum sköttum. Af þessari u...

Kínverjar: Grundvallar­vandi Grikkja óleystur

Kínverski sendiherrann hjá Evrópu­sambandinu, Song Zhe, sagði í gær, að grundvallar­vandi Grikkja hefði ekki verið leystur, þótt þeir hefðu fengið 12 milljarða evra frá ESB/AGS. Hann benti á að endur­skipulagning skulda eða greiðslufall Grikklands væri enn til umræðu og augljóslega hefði endurskipula...

Leiðarar

Úthýsum teknókratískum ESB-aðildaraðferðum ríkis­stjórnar­innar

Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur lýst aðdraganda að stofnun Evrópu­sambandsins í greinum í Morgunblaðinu undanfarið. Tómas Ingi beinir athygli sinni sérstaklega að sambandi og samskiptum Þjóðverja og Frakka sem eru burðarásar ESB-samstarfsins. Greinar Tómasar Inga eru tímabærar vegna ESB-aðildarumsóknar Íslendinga.

Í pottinum

Stigið á ESB-líkþorn Steingríms J. - Björn Valur pirrast

Björn Valur Gíslason, þingmaður vinstri-grænna, er hneykslunargjarn og pirraður.

Af hverju fælast eftirlits­stofnanir fjölmiðla?

Samleppnis­stofnun hefur að venju lítinn áhuga á því að skoða samþjöppun á fjölmiðla­markaði. Í Morgunblaðinu í dag birtist svohljóðandi frétt: “Eignar­hald 365 miðla ehf. á þriðjungshlut í Birtíngi, stærsta tímaritaútgefanda á Íslandi hefur ekki verið til skoðunar hjá Samkeppnis­eftirlitinu að sögn Páls Gunnars Pálssonar, for­stjóra þess. 365 miðlar ehf.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS