Laugardagurinn 28. maí 2022

Þriðjudagurinn 12. júlí 2011

«
11. júlí

12. júlí 2011
»
13. júlí
Fréttir

Moody's fellir Írland í rusl­flokk

Mats­fyrirtækið Moody‘s lækkaði þriðjudaginn 12. júlí lánshæfismat á Írlandi og fellt það í rusl­flokk. Moody‘s segir ákvörðun sína byggjast á „vaxandi líkum“ á að Írar þurfi á nýju neyðarláni að halda áður en þeir geti að nýju fjármagnað sig á almennum markaði. Núverandi stuðnings­áætlun ESB og Alþj...

Eva Joly vann prófkjör græningja - forsetaframbjóðandi í Frakklandi

Eva Joly (f 1943) vann prófkjör hjá græningjum í Frakklandi og verður forsetaframbjóðandi þeirra í kosningunum 2012. Nicolas Hulot, keppninautur hennar í annarri umferð pófkjörsins, viðurkenndi ósigur sinn þriðjudaginn 12. júlí. Þar sem enginn frambjóðenda í prófkjörinu fékk meira en 50% atkvæða ...

Gífurleg reiði í Bretlandi vegna hakkaðra upplýsinga um veikindi og lát fyrsta barns Brown-hjónanna

Fjölmiðla­hneykslið í Bretlandi verður stöðugt skuggalegra. New York Times og Daily Telegrap segja, að símar háttsettra lög­reglumanna Scotland Yard, sem voru að rannsaka hlerunarmálin hafi líka verið hleraðir. Þingmenn hafa krafizt afsagnar þess lög­reglumanns, sem tóku ákvörðun um það 2009 að halda ekki áfram frekari rannsókn málsins en hann hefur beðizt afsökunar á þeirri ákvörðun.

Auðvelt að nálgast heróín og kókaín í Danmörku

Könnun, sem gerð hefur verið á vegum framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins sýnir að auðveldast er fyrir ungt fólk að nálgast heróín og kókaín í Danmörku, á Spáni og á Ítalíu, að sögn euobserver, en kannabísefni eru aðgengilegust í Tékklandi. Írland, Portúgal og Bretland voru ofarlega á blaði.

Papandreou: Kerfisvandi evrunnar-ekki bara heimatilbúinn vandi Grikkja

Vandamál Ítala hafa orðið til þess að styðja þann málflutning Papandreous, forsætis­ráðherra Grikklands, að vandi Grikkja sé ekki eingöngu heimatilbúinn heldur að hluta til brotalöm í sjálfu evrukerfinu. Þetta kemur fram á gríska vefmiðlinum ekathimerini í dag, sem segir þessa framvindu mála styrkja stöðu forsætis­ráðherrans.

Áframhaldandi fall hluta­bréfa í Evrópu í morgun

Hluta­bréf héldu áfram að falla í verði í Evrópu og víðar í morgun í kjölfar vaxandi óróa á fjármálamörkuðum vegna Ítalíu.

Leiðarar

Markmiðslaus Jóhanna ræðir samningsmarkmið við Merkel

Jóhanna Sigurðar­dóttir hitti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, á fundi í Berlín 11. júlí. Eitt helsta markmið Jóhönnu var að kynna Merkel samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðunum við ESB ef marka má fréttir RÚV um fundinn. Að sjálfsögðu er ekkert athugavert við að forsætis­ráðherra Íslands kynni...

Í pottinum

Hvað um baneitrað bandalag Samfylkingar og „rammpólitískra viðskiptablokka“?

David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, viðurkenndi á blaðamannafundi fyrir nokkrum dögum vegna fjölmiðla­hneykslisins í Bretlandi, að „við vorum allir í þessu“, eins og forsætis­ráðherrann komst að orði og vísaði þá til náinna samskipta leiðtoga bæði Íhalds­flokksins og Verkamanna­flokksins við Rupert Murdoch.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS