Þriðjudagurinn 2. mars 2021

Miðvikudagurinn 20. júlí 2011

«
19. júlí

20. júlí 2011
»
21. júlí
Fréttir

Athugasemd frá formanni utanríkis­mála­nefndar alþingis vegna óska um nefndarfund

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkis­mála­nefndar alþingis, hefur 20. júlí sent Evrópu­vaktinni eftirfarandi athugasemd: „Ég vil að gefnu tilefni taka fram, þar sem www.evropuvaktin.is hefur verið að fjalla um ég hafi í engu svarað ítrekuðum beiðnum um fund í utanríkis­mála­nefnd, að ég hafði en...

Ákærur á hendur Strauss-Kahn vegna hömlulausrar kvensemi valda frönskum sósíalistum vanda

Francois Hollande, fyrrverandi leiðtogi franskra sósíalista sem sækist nú eftir að verða forsetaframbjóðandi þeirra, hefur verið yfirheyrður af frönsku lög­reglunni sem rannsakar ásakanir um tilraun til nauðgunar af hálfu Dominque Strauss-Kahn, fyrrverandi for­stjóra Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins.

NYT: Evru-leiðtogar verða að taka erfiðar ákvarðanir til að bjarga evrunni

Miðvikudaginn 20. júlí birtist leiðari í The New York Times um vanda evrunnar og leiðtogafund evru-ríkjanna 17 í Brussel fimmtudaginn 21. júlí. Blaðið telur að nú sé að duga eða drepast fyrir leiðtogana annars fari allt á hinn versta veg. Hér fer leiðarinn í heild: Tími til að bjarga Grikkland...

Sarkozy til Berlínar - vill sætta Merkel og evrópska seðlabankann

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, fer til Berlínar miðvikudaginn 20. júlí til að ræða við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um afstöðu þeirra á fundi leiðtoga evru-ríkjanna í Brussel fimmtudaginn 21. júlí. Í Le Monde segir að fundurinn í Berlín hafi verið ákveðinn með skömmum fyrirvara eftir s...

Irish Times: Hlerunarmálið veldur Cameron erfiðleikum

Búast má við hörðum umræðum í brezka þinginu um hlerunarmálið í dag, þegar David Cameron, forsætis­ráðherra, svarar fyrirspurnum þingmanna um málið og tengsl hans við einstaka háttsetta starfsmenn Murdoch-blaðanna í Lundúnum. Cameron stytti ferð sína um Afríku vegna málsins. Irish Times segir ólíklegt að Cameron falli vegna málsins.

Francoise Hollande sakaður um yfirhilmingu vegna Strauss-Khan 2003

Francoise Hollande, sem nú hefur mest fylgi þeirra, sem sækjast eftir útnefningu Sósíalista­flokksins í Frakklandi vegna forsetakosninga þar á næsta ári stendur frammi fyrir ásökunum um yfirhilmingu vegna Dominique Strauss-Khan. Fram hefur komið að frönsk blaðakona, Tristane Banon hafi kært Strauss-Khan fyrir kynferðislegt ofbeldi.

Evans-Pritchard: Tími evruríkjanna er að renna út

Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptarit­stjóri Daily Telegraph segir í blaðinu sínu í dag, að Þjóðverjar einir geti bjargað evrunni. Tíminn sé runninn út. Það verði að gerast á leiðtogafundi evruríkjanna á morgun, fimmtudag. Merkel liggi undir þrýstingi úr mörgum áttum.

Merkel reynir að draga úr væntingum fyrir leiðtogafundinn á morgun

Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, lagði áherzlu á það á blaðamannafundi í Hanover í gær, að ekki mætti binda of miklar vonir við lausn fjármálakrísunnar í Grikklandi á fundi leiðtoga evruríkja, sem haldinn verður á morgun, fimmtudag. Umræður í Evrópu hafa snúizt á þann veg, að annað hvort finnist lausn þar eða allt fari á verri veg.

Leiðarar

Samfylkingin vill svona ástand við strendur Íslands en vill VG það?

Ragnar Arnalds, fyrrverandi formaður, þingmaður og ráðherra Alþýðubandalagsins, dregur fram athyglisverðar staðreyndir um áhrif sjávar­útvegs­stefnu Evrópu­sambandsins á fiskveiðar Íra í grein i Morgunblaðinu i dag.

Í pottinum

„Markaðspaníkkin“ , dauði evrunnar og tilvistarkreppa ESB

Fyrir skömmu sat Sigríður Ingibjörg Inga­dóttir, þingmaður Samfylkingar í útvarpi og útskýrði fyrir hlustendum hvað væri að gerast á evru­svæðinu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS