Dómsmálaráðherra Noregs: Ódæðismaðurinn er norskur
Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, sagði á blaðamannafundi að kvöldi föstudags 22. júlí að maðurinn sem réðst á norsk ungmenni í Útey væri norskur. „Til þessa hefur okkur verið sagt að sjö hafi látið lífið í Ósló og um tíu séu illa særðir. Margt ungt fólk hefur týnt lífi í Útey,“ sagði dóm...
Foringi af íslenskum ættum hugsanlega næsti lögreglustjóri í London
Sir Hugh Orde, formaður félags lögreglustjóra í Bretlandi, segir að það sé áfall fyrir virðingu lögreglunnar að blaðamenn News of the World hafi greitt rannsóknarlögreglumönnum fyrir að láta sér upplýsingar í té. Hann sagði að af eigin reynslu teldi hann spillingu ekki vandamál meðal lögreglumanna.
Hryðjuverkasamtök segjast standa að baki árásum í Ósló og Útey - tugir manna liggja í valnum
Mikil sprenging varð við stjórnarráðsbyggingar og aðsetur dagblaðsins VG í Ósló síðdegis föstudaginn 22. júlí. Að minnsta kosti sjö manns týndu lífi. Þá er talið að fjórir ef ekki um 30 manns hafi fallið í skotárás á unga jafnaðarmenn í Útey, skammt frá Ósló. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noreg...
Árni Þór telur að alþingi hafi samþykkt að óbreytt tollvernd sé ekki samningsmarkmið gagnvart ESB
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar alþingis, telur að alþingi hafi verið ljóst við afgreiðslu þingsályktunar um ESB-aðildarumsóknina „að áframhaldandi óbreytt tollvernd yrði ekki eitt af samningsmarkmiðum Íslands í landbúnaðarmálum en á móti yrði tryggður skýr stuðningur við mjólkurf...
Fitch: Greiðslufall hjá Grikklandi
Matsfyrirtækið Fitch lýsti þeirri skoðun í morgun skv. fréttum Financial Times að um greiðslufall verði að ræða hjá Grikklandi vegna björgunaraðgerða II, þar sem eigendur skuldabréfa taki á sig hluta kostnaðarins. Fitch kveðst munu flokka Grikkland í samræmi við þetta verði af fyrirhuguðum aðgerðum.
Sarkozy boðar nýja efnahagsstjórn á evru-svæðinu með samþykki Merkel
Frakkar og Þjóðverjar munu á næstu vikum þrýsta á um nýja stjórn efnahagsmála á evru-svæðinu sagði Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, fimmtudaginn 21. júlí eftir fund leiðtoga evru-landanna um skuldavanda Grikkja og evrunnar. Frakklandsforseti sagði að hann og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ...
Obama þarf að sannfæra eigin flokksmenn
Obama, Bandaríkjaforseti, boðaði leiðtoga demókrata til fundar í Hvíta húsinu i gærkvöldi til þess að ræða við þá stöðuna í viðræðum við repúblikana um skuldaþak Bandaríkjanna. Ástæðan er sú að sögn New York Times í morgun, að nú sé vandi forsetans sá að sannfæra eigin flokksmenn um að þeir eigi að fallast á það samkomulag, sem hægt sé að ná við repúblikana.
Þýsku blöðin með ólík viðhorf til niðurstöðu evru-leiðtogafundarins
Eftir leiðtogafund evru-ríkjanna í Brussel fimmtudaginn 21. júlí þar sem samkomulag náðist um leið til að aðstoða Grikki í skuldvanda þeirra og til að bjarga evrunni eru skoðanir þýskra blaða skiptar um ágæti niðurstöðu leiðtoganna og hlut Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Frankfurter Rundschau, ...
Viljum við láta Berlín og París stjórna okkur?
Fjármálamarkaðir brugðust í morgun jákvætt við niðurstöðum leiðtogafundar evruríkjanna í Brussel. Hlutabréf hækkuðu í verði og evra hækkaði gagnvart dollar en hins vegar á eftir að koma í ljós hver niðurstaða matsfyrirtækjanna verður. Miðað við fréttir dagblaða beggja vegna Atlantshafs í morgun er ekki ólíklegt að matsfyrirtækin meti það svo að um greiðslufall að hluta verði að ræða hjá Grikkjum.
Nú segist Steingrímur J. verða að hækka skatta vegna kjarasamninganna!
Hvers konar rugludallar stjórna Íslandi?! Nú lýsir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra því yfir í hádegisfréttum RÚV, að hann þurfi að hækka skatta til þess að standa undir kostnaði ríkisins við nýgerða kjarasamninga. Hvers vegna var það ekki sagt áður en skrifað var undir? Niðurstaða kjar...
Hefur stjórnarandstaðan skoðun á sumrin?
Sumartíminn getur verið stjórnmálamönnum erfiður. Þótt fólk verði stundum þreytt á þvi að hlusta á þá alla daga er eftir því tekið, þegar þeir hverfa af sjónarsviðinu. Það er pólitiskt séð ekki heilsusamlegt fyrir þá að hverfa of lengi og hverfa alveg! Hvar ætli Jóhanna Sigurðardóttir sé? Hún er horfin!