„Einmana úlfar“ á borð við Breivik valda öryggisyfirvöldum miklum vanda
Sérfræðingar ESB í öryggismálum segja að reynslan af sprengjutilræðinu og blóðbaðinu í Noregi sýni að nauðsynlegt sé að herða eftirlit með „einmana úlfum“ og öllum öfgamönnum.
Ríkisstjórn Kýpurs segir af sér - líkur á beiðni um neyðarlán frá ESB
Demetris Christofias,forseti á Kýpur, fór þess á leit við alla ríkisstjórn landsins að hún segði af sér svo skipa mætti nýja í hennar stað. Stefanos Stefaneou, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði að ellefu ráðherrar hefðu lagt inn lausnarbeiðni en mundu sitja áfram þar til ný stjórn veði mynduð á næstu dögum.
Eftirlaunamenn til hjálpar Grikkjum, segir orkumálastjóri ESB
Eftirlaunamenn með gagnlega reynslu og þekkingu frá öðrum löndum ættu að fara til Grikklands til að ýta undir efnahag Grikkja segir Günther Öttinger, orkumálastjóri ESB, í viðtali við Hamburger Abendblatt fimmtudaginn 28. júlí. „Ég get … ímyndað mér að senda ætti fyrrverandi kennarar frá starfsmenn...
Neitar að hafa kært DSK fyrir nauðgun til að hafa af honum fé
Nafissatou Diallo hótelþernan sem sakar Dominique Strauss-Kahn (DSK) um að hafa reynt að nauðga sér í Sofitel-hótelinu á Manhattan 14. maí segist ekki hafa kært DSK í hagnaðarskyni. Diallo og Kenneth Tompson, lögfræðingur hennar, hittu saksóknara í New York miðvikudaginn 28. júlí. Á fundi Diallo og...
Europol telur áfram mestu hættuna frá herskáum íslamistum
Europol, evrópska lögreglan, heldur fast við þá skoðun sína, jafnvel eftir árásina 22. júlí í Ósló og Úteyju, að mun meiri hætta stafi frá herskáum íslamistum í Evrópu en öfgamönnum til hægri. Þetta kemur fram í danska blaðinu Politiken fimmtudaginn 28. júlí. „Margir spyrja hvort of mikilli athygl...
Credit Suisse segir upp 2000 manns
Credit Suisse, annar stærsti banki Sviss, hefur tilkynnt að bankinn muni segja upp um 2000 starfsmönnum vegna minnkandi hagnaðar af starfseminni.
Fjárfestar leita í gull og svissneska franka
Alþjóðlegir fjárfestar leita nú að nýjum leiðum til að ávaxta fé sitt, þegar þeir standa andspænis þeim möguleika að Bandaríkin lendi i greiðslufalli. New York Times segir að eitthvað hafi verið um að þeir peningar leiti í hlutabréf, sumir safni lausafé, en aðrir kaupi gull eða svissneska franka. Af þeim sökum hefur gengi svissneska frankans hækkað verulega að undanförnu.
Wall Street segir að seðlabankamenn vilji ekki ræða viðbrögð við greiðslufalli Bandaríkjanna
Wall Street (þ.e. bankar og fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum) kvartar undan því að fá ekki áheyrn hjá Seðlabanka Bandaríkjanna (Federal Reserve Bank) um viðbrögð við hugsanlegu greiðslufalli bandaríska ríkisins, náist ekki samkomulag um skuldaþakið fyrir 2. ágúst n.k. Financial Times segir í dag að...
Boris Johnson berst fyrir skattalækkunum í Bretlandi
Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna (þar fara fram borgarstjórnarkosningar á næsta ári) vekur nú athygli í Bretlandi fyrir baráttu fyrir því að skattar á fyrirtæki verði lækkaðir og að efsta þrep tekjuskatts, sem er um 50% verði lækkað.
Damanaki vill ekki minnka líkur á bænaskrá frá Íslendingum
Íslenskir sjómenn og fiskvinnslufólk stunda nú veiðar og vinnslu á makríl af miklu kappi enda er þetta sá árstími sem fiskurinn gengur á Íslandsmið.
Aðdáendaklúbbur Steingríms J. í Washington
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á sér aðdáanda. Sá er afar hrifinn af stjórn Steingríms J. á fjármálum íslenzka ríkisins og segir að þau séu í algeru samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar (og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins). Þetta kemur fram á mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins í morgun. Þ...
Kunnum við betur að reka banka en Svisslendingar?!
Í morgun er frá því sagt í alþjóðlegum fjölmiðlum, að annar stærsti banki Sviss, Credit Suisse, ætli að segja upp 2000 manns vegna minnkandi hagnaðar. Áður hefur komið fram, að annar svissneskur banki, UBS, ætli að skera niður kostnað sem nemur tveimur milljörðum evra af sömu ástæðum. Undanfarna daga hafa komið fréttir frá öðrum löndum um að bankar fækki fólki vegna minnkandi hagnaðar og umsvifa.