Lars von Trier særir Danska þjóðarflokkinn vegna Breiviks og morða hans
Søren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, er reiður vegna þess að Lars von Trier kvikmyndaleikstjóri lýsir tengslum milli voðaverka Anders Behring Breiviks í Noregi og viðhorfa Danska þjóðarflokksins til fólks. „Það er bölvað að segja þetta. Breivik sjálfur segir að hann [von Trier sé einn af þeim kvikmyndaleikstjórum sem hann dáir mest.
Daily Telegraph: Tími lágra flugfargjalda er liðinn
Tími lágra fargjalda í flugi er liðinn segir í grein í Daily Telegraph í dag og er vitnað til forstjóra félags, sem myndað var um sameiningu British Airways og Iberia flugfélaganna. Rökin fyrir þessari staðhæfingu eru þessi: Grundvallarbreyting hefur orðið á eldsneytisverði til frambúðar og verður að reikna með að það verði um 120 dollarar. Spotmarkaðsverð er nú 117 dollarar.
Hægir á bandarísku efnahagslífi
Nýjar hagtölur í Bandaríkjunum sýna að það hægir á efnahagslífinu. Það er fyrst og fremst hækkun á eldisneytisverði, sem veldur svo og litlar launahækkanir, sem valda því að neytendur halda að sér höndum. Einnig kemur minnkandi eyðsla opinberra aðila við sögu. Miðað við annan ársfjórðung nemur hagvöxtur á ársgrundvelli um 1,3% en nam 0,4% á fyrsta fjórðungi ársins.
Svartsýni í evrópsku atvinnulífi-minni eftirspurn-meiri kostnaður-þýzka uppsveiflan að fjara út
Wall Street Journal segir vaxandi svartsýni meðal stjórnenda fyrirtækja í Evrópu. Þeir eigi við að stríða efnahagslegan mótvind, sem sýni áhrif ríkisfjármálavandans á atvinnulífið. Til marks um það sé að Siemens hafi tilkynnt um mikla lækkun hagnaðar á öðrum ársfjórðungi. Talsmenn fyrirtækisins segja, að sú efnahagslega uppsveifla, sem hafi einkennt Þýzkaland sé að fjara út.
Citigroup: Líklegt að lánshæfismat Spánar verði lækkað
Moody´s segir, að það séu ekki bara eigin vandamál Spánar, sem valdi því að matsfyrirtækið sé með lánshæfismat spænska ríkisins til endurskoðunar heldur líka hugsanleg áhrif af björgunaraðgerðunum við Grikkland.
Spiegel: Teboðshreyfingin vill ekki málamiðlun heldur átök
Þýzka tímaritið Der Spiegel segir að Teboðs-hreyfingin í Bandaríkjunum sé að eyðileggja lýðræðið í landinu, sem byggist á málamiðlun á milli flokka og á milli þingsins og forsetans. Teboðshreyfingin hafi hins vegar komizt til mikilla áhrifa innan Repúblikana í síðustu þingkosningum og vinni á annan veg.
Öldungadeildin felldi tillögur repúblikana-málamiðlunar leitað um helgina
Tveimur klukkustundum eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp John Boehner, leiðtoga repúblikana í deildinni um að hækka skuldaþak Bandaríkjanna o.fl. með 218 atkvæðum gegn 210 felldi Öldungadeildin, sem demókratar stjórna frumvarpið með 59 atkvæðum gegn 41. Það þýðir að fulltrúar ...
Grikkland: Verða Ítalía og Spánn ekki með í næstu greiðslu?
Nú er talin hætta á því að Spánn og Ítalía verði ekki með í næstu greiðslu til Grikklands, sem á að fara fram í september skv. samningi um björgunaraðstoð ESB/AGS við Grikki. Um er að ræða 8 milljarða evra.
Írar ná meiri árangri í efnahagsmálum en að var stefnt
Írar eru að ná meiri árangri í efnahagsmálum, en að var stefnt segir í bréfi, sem Michael Noonan, fjármálaráðherra, hefur sent ESB/AGS. Seðlabanki Írlands tekur í meginatriðum undir það álit ráðherrans í nýrri skýrslu. Hagvöxtur á Írlandi á þessu ári er talinn verða um 0,8%. Á þessu ári eru 300 þ...
Spennan verður mikil í stjórnmála- og fjármálalífi Bandaríkjanna og raunar um heim allan um helgina þegar lokaátökin eru á Bandaríkjaþingi um hvernig bregðast skuli við þeirri staðreynd að ríkissjóður Bandaríkjanna getur ekki staðið við skuldbindingar sínar eftir þriðjudaginn 2. ágúst nema þingmenn ...