Miðvikudagurinn 14. apríl 2021

Laugardagurinn 30. júlí 2011

«
29. júlí

30. júlí 2011
»
31. júlí
Fréttir

Lars von Trier særir Danska þjóðar­flokkinn vegna Breiviks og morða hans

Søren Espersen, talsmaður Danska þjóðar­flokksins, er reiður vegna þess að Lars von Trier kvikmynda­leik­stjóri lýsir tengslum milli voðaverka Anders Behring Breiviks í Noregi og viðhorfa Danska þjóðar­flokksins til fólks. „Það er bölvað að segja þetta. Breivik sjálfur segir að hann [von Trier sé einn af þeim kvikmynda­leik­stjórum sem hann dáir mest.

Daily Telegraph: Tími lágra flugfargjalda er liðinn

Tími lágra fargjalda í flugi er liðinn segir í grein í Daily Telegraph í dag og er vitnað til for­stjóra félags, sem myndað var um sameiningu British Airways og Iberia flug­félaganna. Rökin fyrir þessari staðhæfingu eru þessi: Grundvallar­breyting hefur orðið á eldsneytisverði til frambúðar og verður að reikna með að það verði um 120 dollarar. Spot­markaðsverð er nú 117 dollarar.

Hægir á bandarísku efnahagslífi

Nýjar hagtölur í Bandaríkjunum sýna að það hægir á efnahagslífinu. Það er fyrst og fremst hækkun á eldisneytisverði, sem veldur svo og litlar launahækkanir, sem valda því að neytendur halda að sér höndum. Einnig kemur minnkandi eyðsla opinberra aðila við sögu. Miðað við annan ársfjórðung nemur hagvöxtur á ársgrundvelli um 1,3% en nam 0,4% á fyrsta fjórðungi ársins.

Svartsýni í evrópsku atvinnulífi-minni eftirspurn-meiri kostnaður-þýzka uppsveiflan að fjara út

Wall Street Journal segir vaxandi svartsýni meðal stjórnenda fyrirtækja í Evrópu. Þeir eigi við að stríða efnahagslegan mótvind, sem sýni áhrif ríkisfjármálavandans á atvinnulífið. Til marks um það sé að Siemens hafi tilkynnt um mikla lækkun hagnaðar á öðrum ársfjórðungi. Talsmenn fyrirtækisins segja, að sú efnahagslega uppsveifla, sem hafi einkennt Þýzkaland sé að fjara út.

Citigroup: Líklegt að lánshæfismat Spánar verði lækkað

Moody´s segir, að það séu ekki bara eigin vandamál Spánar, sem valdi því að mats­fyrirtækið sé með lánshæfismat spænska ríkisins til endurskoðunar heldur líka hugsanleg áhrif af björgunaraðgerðunum við Grikkland.

Spiegel: Teboðshreyfingin vill ekki málamiðlun heldur átök

Þýzka tímaritið Der Spiegel segir að Teboðs-hreyfingin í Bandaríkjunum sé að eyðileggja lýðræðið í landinu, sem byggist á málamiðlun á milli flokka og á milli þingsins og forsetans. Teboðshreyfingin hafi hins vegar komizt til mikilla áhrifa innan Repúblikana í síðustu þingkosningum og vinni á annan veg.

Öldunga­deildin felldi tillögur repúblikana-málamiðlunar leitað um helgina

Tveimur klukkustundum eftir að fulltrúa­deild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp John Boehner, leiðtoga repúblikana í deildinni um að hækka skuldaþak Bandaríkjanna o.fl. með 218 atkvæðum gegn 210 felldi Öldunga­deildin, sem demókratar stjórna frumvarpið með 59 atkvæðum gegn 41. Það þýðir að fulltrúar ...

Grikkland: Verða Ítalía og Spánn ekki með í næstu greiðslu?

Nú er talin hætta á því að Spánn og Ítalía verði ekki með í næstu greiðslu til Grikklands, sem á að fara fram í september skv. samningi um björgunaraðstoð ESB/AGS við Grikki. Um er að ræða 8 milljarða evra.

Írar ná meiri árangri í efnahagsmálum en að var stefnt

Írar eru að ná meiri árangri í efnahagsmálum, en að var stefnt segir í bréfi, sem Michael Noonan, fjármála­ráðherra, hefur sent ESB/AGS. Seðlabanki Írlands tekur í meginatriðum undir það álit ráðherrans í nýrri skýrslu. Hagvöxtur á Írlandi á þessu ári er talinn verða um 0,8%. Á þessu ári eru 300 þ...

Leiðarar

Leikur að eldi í Washington

Spennan verður mikil í stjórnmála- og fjármálalífi Bandaríkjanna og raunar um heim allan um helgina þegar lokaátökin eru á Bandaríkjaþingi um hvernig bregðast skuli við þeirri staðreynd að ríkis­sjóður Bandaríkjanna getur ekki staðið við skuldbindingar sínar eftir þriðjudaginn 2. ágúst nema þingmenn ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS