Þriðjudagurinn 28. júní 2022

Mánudagurinn 1. ágúst 2011

«
31. júlí

1. ágúst 2011
»
2. ágúst
Fréttir

Bjartsýni eykst um hækkun lánsheimilda á Bandaríkjaþingi

Bandaríkjaþing býr sig undir að ljúka afgreiðslu á samkomulagi mill Bandaríkjaforseta og leiðtoga þing­flokka um auknar lánsheimildir fyrir ríkis­sjóð Bandaríkjanna og koma í veg fyrir greiðslufall hans.

Kýpurbanki krefst tafarlausra aðgerða til að komast hjá ESB-neyðarláni

Kýpurbanki, Bank of Cyprus, stærsta fjármála­stofnun eyjunnar hvatti ríkis­stjórn Kýpur til að grípa tafarlaust til ráðstafana í því skyni að komast hjá því að fá neyðarlán frá ESB til að bjarga efnahag ríkisins og stöðu þess innan evru-svæðisins.

HSBC fækkar fólki um 30 þúsund-selur útibú og hættir starfsemi í 20 löndum

Brezki HSBC-bankinn hefur tilkynnt að samtals verði 30 þúsund starfsmönnum sagt upp fram til ársins 2013. Bankinn hafði áður tilkynnt um fækkun starfsmanna um 5000, þannig að nú bætast 25 þúsund við. Jafnframt hefur bankinn ákveðið að hætta starfsemi i 20 löndum og selt starfsemi sína í Rússlandi og...

Stoltenberg: Norska þjóðin fann réttu leiðina frá ódæðisverkunum

Norska stórþingið kom saman mánudaginn 1. ágúst til minningarathafnar vegna árásarinnar á stjórnar­ráðshverfið í Ósló og þá sem féllu í Úteyju föstudaginn 22. júlí. Dag Terje Andersen, forseti þingsins, hóf athöfnina með því fagna því að ekki hefðu sprottið fram hefndarviðbrögð í norsku þjóðlífi efti...

Móðir Breiviks vill ekki hitta hann

Móðir Anders Breivik vill ekki hitta son sinn að því er fram kemur í sænska blaðinu Expressen og norska blaðinu Aftenposten í morgun. Móðir Breiviks var tekin til yfirheyrslu í kjölfar morðanna, hún var í sjokki og fékk aðstoð sál­fræðings við yfirheyrsluna og eftir hana. Hún dvelst nú á leynilegum stað.

Nýr flokkur í Danmörku: Burt með útlendinga-dauðarefsing-innfæddir Danir hafi forgang að vinnu

Ein helzta frétt vefútgáfu Berlingske Tidende í morgun er stofnun nýs stjórnmála­flokks yzt á hægri kantinum í Danmörku, sem nefnist Danskernes Parti (DP) og blaðið segir að muni bjóða fram í Viborg og Árósum í sveitar­stjórnar­kosningunum 2013. Stefnumál flokksins eru: burt með útlendinga, endurreisn ...

ESB setur upp eftirlitskerfi með Grikklandi-höfuðstöðvar í Aþenu og Brussel

Evrópu­sambandið hefur sett upp hóp eftirlitsmanna til þess að fylgjast með því að Grikkir standi við gefin fyrirheit um niðurskurð og þjóð­félags­umbætur. Þessir eftirlitsmenn munu hafa aðsetur bæði í Aþenu og í Brussel og hafa beinan aðgang að skrifstofum Barroso, forseta framkvæmda­stjórnar ESB og Papandreous, forsætis­ráðherra Grikklands.

ESB: Þorski að verðmæti 2,7 milljarðar punda hent frá 1963

Brezk fiskiskip hafa hent þorski í sjóinn að verðmæti um 1 milljarður punda frá árinu 1963 og ESB-ríkin öll hafa hent þorski fyrir að verðmæti 2,7 milljarða punda í Norðursjó, Ermasund og Skagerrak að mati New Economics Foundation í skýrslu, sem nefnist Peningum kastað fyrir borð. Frá þessu er sagt í Guardian í dag.

Samkomulag í Washington-Athyglin beinist nú að lánshæfismati Bandaríkjanna-verður það lækkað?

Repúblikanar og demókratar hafa náð samkomulagi um niðurskurð útgjalda og hækkun á skuldaþaki Bandaríkjanna, sem atkvæði verða greidd um á bandaríska þinginu í dag. Samkomulagið er stutt af Obama.

Leiðarar

Það er komið að krossgötum í efnahagsmálum Vesturlanda

Telja má víst, að báðar deildir Bandaríkjaþings muni samþykkja það samkomulag, sem gert var í nótt í Washington um að lyfta skuldaþaki bandaríska ríkisins og skera niður kostnað á móti. Verði einhverjar frekari uppákomur í meðferð þingsins verða þau vandamál vafalaust leyst.

Í pottinum

Evrópu­samtökin finna hálmstrá í björgun flóttamanna á Krít

Á vefsíðu Evrópu­samtakanna sem berjast fyrir aðild Íslands að ESB segir 1. ágúst: „Á RÚV segir: “Varðskipið Ægir bjargaði á laugardaginn 58 flóttamönnum sem skildir höfðu verið eftir í gilskorningi á Radopos-skaga á Krít. Í hópnum voru 30 karlmenn, 16 konur, þar af tvær ófrískar, og 12 ...

Gylfi er bara alveg hissa á tali um uppsagnir og skattahækkanir

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ var bara alveg hissa í gærkvöldi yfir því að sveitarfélög og ríki séu að tala um uppsagnir og skattahækkanir til að standa undir nýjum kjarasamningum, þegar fréttastofa RÚV ræddi við hann. Forseti ASÍ segir að þetta sé mjög einfalt, tekjur ríkis og sveitar­félaga af launahækkunum standi undir kostnaði við kjarasamningana.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS