« 10. ágúst |
■ 11. ágúst 2011 |
» 12. ágúst |
Sarkozy og Merkel ætla enn að reyna að bjarga evrunni á bráðafundi
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, óskaði fimmtudaginn 11. ágúst eftir bráðafundi með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um vanda evrunnar. Fundurinn verður þriðjudaginn 16. ágúst í París. Tilgangurinn er að semja „sameiginlegar tillögur“ sem kynntar verði í september með það fyrir augum að ná be...
Franskir bankar í ólgusjó - lokað á lánalínur frá Asíu
Vantraust í garð franskra banka eykst. Einn banki í Asíu hefur lokað lánalínu sinni gagnvart þeim.
Osborne: „Guði sé lof að Bretland tók ekki upp evru“
„Guði sé lof að Bretland tók ekki upp evru“, sagði Georg Osborne, fjármálaráðherra Breta kl.
Newsweek sætir skömmum vegna forsíðumyndar af te-drottningu
Vikublaðið Newsweek hefur vakið reiði vegna forsíðumyndar af Michelle Bachmann þar sem tryllingur þykir skína úr augum hennar.
64,5% Íslendinga andvígir aðild að ESB
Andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandi fer harðnandi skv. nýrri könnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Heimssýn. Samkvæmt þeirri könnun eru 64,5% Íslendinga andvígir aðild en 35,5% fylgjandi. Könnun var gerð í maí, júní og júlí og byggist á 868 svörum. Í sambærilegri könnun, sem birt var í júní voru 57,3% andvíg aðild en 42,7% fylgjandi.
Háskólaprófessorar: Danmörk er í krísu og í bezta falli í stöðnun
Danmörk er ekki í uppsveiflu heldur í krísu eða í bezta falli í stöðnun. Þetta segja 25 af 26 hagfræðiprófessorum, sem Berlingske Tidende hefur talað við. Þetta mat háskólamannanna gengur þvert á yfirlýsingar, sem danski fjármálaráðherrann, Claus Hjort Frederiksen hefur gefið að undanförnu.
Athyglin beinist nú að Frakklandi-Sarkozy gerði hlé á sumarleyfi í gær
Athygli fjárfesta beinist nú að Frakklandi. Sarkozy gerði hlé á sumarleyfi sínu í gær og kallaði ríkisstjórn sína saman til fundar.
Eiga ekki meiri rétt á eigin bönkum en Northumberland
Greiningadeild Standard & Poor´s, lánshæfismatsfyrirtækisins, heldur því fram, að bankar sumra jaðarríkja ESB muni smátt og smátt hverfa og við taki stærri bankar, sem starfi á öllu ESB-svæðinu. Bankar, sem byggi rekstur sinn og starfsemi á fjármagni frá Seðlabanka Evrópu eigi sér ekki mikla framtíð og eru bankar í Grikklandi, Portúgal og Írlandi sérstaklega nefndir.
2-3% hækkun í Evrópu við opnun markaða í morgun
Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hækkuðu heldur í morgun við opnun markaða og nam hækkunin 2-3%. London hækkaði um 2,2%. Þessar hækkanir komu í kjölfar mikilla sviptinga á mörkuðum í Asíu í nótt. Um tíma lækkuðu þeir mjög, náðu sér svo á strik en lokuðu í lækkun fyrir utan Suður-Kóreu. Þannig lækkaði ...
ESB-áróður fyrir 230 m. króna undir merkjum kynningar
Þýska fyrirtækinu Media Consulta með höfuðstöðvar í Berlín en útstöðvar og samstarfsmenn í öllum 27 aðildarríkjum ESB og ríkjum sem sótt hafa um aðild að sambandinu hefur verið falið í samvinnu við almannatengslafyrirtækið Athygli að kynna Íslendingum Evrópusambandið.
Hvaða vogunarsjóður á að kaupa Landsbankann?
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vg og fjármálaráðherra ætlar að fara að einkavæða banka og lofar í Fréttablaðinu í morgun að sú einkavæðing verði ólík þeirri, sem hafi farið fram 2002.Hann þarf engu að lofa um það. Verkin tala! Áform Steingríms J. um að einkavæða Landsbankann eru ekki fyrstu s...