« 18. ágúst |
■ 19. ágúst 2011 |
» 20. ágúst |
Átta bankar hafa sagt upp 60 þúsund starfsmönnum á einum mánuði
Átta stórir bankar hafa sagt upp samtals 60 þúsund starfsmönnum á einum mánuði að því er fram kemur í Financial Times í dag. Í morgun var sagt frá því að Bank of America mundi segja upp 3500 starfsmönnum fyrir septemberlok en heildarfjöldi starfsmanna bankans var í ársbyrjun 280 þúsund manns.
Sverfur til stáls í landbúnaðarmálum vegna ESB-viðræðna
Þorsteinn Pálsson sem situr í viðræðunefnd Íslands við Evrópusambandið segir í samtali við Morgunblaðið föstudaginn 19. ágúst að engin spurning sé um mikinn ágreining innan ríkisstjórnarinnar um hvernig haga eigi viðræðum um landbúnaðarmálum við ESB. Fulltrúar Bændasamtaka Íslands sátu fund í sjáva...
Fleiri ríki vilja frekari tryggingar frá Grikkjum eins og Finnar fengu
Nú fjölgar þeim evruríkjum, sem vilja fá frekari tryggingar frá Grikklandi fyrir lánveitingum sínum til þeirra eins og Finnar hafa fengið og sagt hefur verið frá hér á Evrópuvaktinni. Eins og fram kom í frétt hér í gær fylgdi Austurríki í kjölfarið og vildi fá sams konar tryggingar og Finnar en nú segir ekathimerini, gríski vefmiðillinn, að Holland, Slóvakía og Slóvenía hafi bætzt í hópinn.
Spiegel: FDP og CSU hafa ofnæmi fyrir „sameiginlegri efnahagsstjórn“ evruríkja
Samstarfsaðilar Kristilegra demókrata í Þýzkalandi hafa ofnæmi fyrir hugtakinu „sameiginleg efnahagsstjórn“ evruríkja, segir Spiegel í dag og á þá ekki bara við Frjálsa demókrata heldur líka CSU, svokallaðan systurflokk Kristilegra í Bæjaralandi, sem er eins konar sjálfstæð eining undir hatti Kristilegra demókrata.
Lækkun í Kaupmannahöfn og um alla Evrópu
Hlutabréfamarkaðurinn í Kaupmannahöfn hefur ekki verið lægri frá því 30. desember 2009 að sögn Berlingske Tidende í morgun. Í gær lækkaði markaðurinn um 4,7%, í morgun var lækkunin á tímabili 4,6% en lagaðist síðan heldur og var lækkunin um 2,6% kl. rúmlega níu að íslenzkum tíma. Berlingske segir...
Markaðir héldu áfram að falla í Evrópu i morgun. Reuters segir að ástæðan sé ótti við að nýtt samdráttarskeið sé í aðsigi í Bandaríkjunum og að skammtímafjármögnunarvandi banka í Evrópu leiði til nýrrar bankakreppu. Fjárfestar seja hlutabréf en kaupa ríkisskuldabréf Bandaríkjanna, Þýzkalands og Bretlands og gull.
Það geta fleiri farið til Brussel en Össur og félagar
Eitt einkennir meðferð ríkisstjórnarinnar á aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu öðru fremur. Það er markviss viðleitni til þess að koma í veg fyrir að almenningur á Íslandi fái upplýsingar um gang mála. Þessari upplýsingaleynd er haldið uppi í krafti þess, að samninganefnd Íslands er auðvitað sá aðili, sem hefur með aðildarumsóknina að gera frá degi til dags.
Opnir fundir þingnefnda: Árni Þór hrekst úr einu horni í annað
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis hrekst úr einu horni í annað í umræðum innan nefndarinnar um opna fundi. Fyrst vildi hann athuga hvort opnir fundir samræmdust þingskaparlögum. Þá kom i ljós að nefndin sjálf getur ákveðið að hafa fundina opna skv.