« 22. ágúst |
■ 23. ágúst 2011 |
» 24. ágúst |
Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands, gaf til kynna þriðjudaginn 23. ágúst að stjórn sín kynni að samþykkja breytingar á samningi hennar við grísk stjórnvöld um sérstök veð í þágu Finna vegna þess sem þeir leggja fram í neyðarlán evru-ríkjanna til Grikkja. Samkomulagið hefur sætt mikilli gagnr...
Dominique Strauss-Kahn frjáls ferða sinna - sakamálið fellt niður
Michael Obus, dómari í New York, felldi síðdegis 23. ágúst niður sakamál á hendur Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Strauss-Kahn sagði í stuttri yfirlýsingu að hann þráði mest að komast ...
Þjóðverjar verða fá að greiða atkvæði um framtíð ESB - segir stjórnmálaritstjóri Der Spiegel
„Þjóðverjar hafa alltof lengi unað því að lítill hópur sérfræðinga hefur rætt um málefni Evrópu og þess vegna bera þeir sinn hluta ábyrgðarinnar á þeirri ringulreið sem nú ríkir.
Austurríkismenn reiðir Finnum vegna sérsamnings um veð hjá Grikkjum
Maria Fekter, fjármálaráðherra Austurríkis, gagnrýndi tvíðhliða samning Finna við hina skuldsettu Grikki harðlega þriðjudaginn 23. ágúst. Finnar kröfðust og fengu sérstakt veð vegna þess fjár sem þeir lána Grikkjum. Austurríski ráðherrann segir að allir lánveitendur eigi að sitja við sama borð. „Ge...
Hækkun á Evrópumörkuðum í morgun
Evrópskir hlutabréfamarkaðir hafa hækkað í morgun. Nú um hádegisbilið að evrópskum tíma hafði London hækkað um 1,18%, Frankfurt um 1,68% og París um 1,83%. Það hafði áhrif til hækkunar strax í gær, að bjartsýni jókst um aukna olíuframleiðslu í Líbýu á næstu mánuðum.
Dönsk björgunarþyrla nauðlendir við Grænland - mannbjörg
Björgunarþyrla danska flotans af Lynx-gerð nauðlenti á hafinu við Grønnedal á Grænlandi síðdegis mánudaginn 22. ágúst við hlið eftirlitsskipsins Hvidbjørnen. Að sögn yfirstjórn danska hersins á Grænlandi, en höfuðstöðvar hennar eru í Grønnedal, slasaðist enginn. Slysið varð þegar þyrlan var ...
Hollendingar harðir í garð Grikkja
Hollendingar munu ekki taka þátt í frekari aðstoð við Grikki uppfylli þeir ekki þau skilyrði sem sett hafa verið fyrir lánveitingum og Hollendingar munu í slíku tilviki stöðva frekari greiðslur til Grikkja, segir fjármálaráðherra Hollands, Jan Kees de Jager í samtali við Spiegel.
Bundesbank segir ákvarðanir leiðtogafundar skorta „lýðræðislegt lögmæti“
Seðlabanki Þýzkalands, Bundesbank, gagnrýnir harðlega í ágústskýrslu sinni, síðustu ákvarðanir leiðtoga evruríkja og segir að þær stefni á skuldabandalag þessara ríkja án „lýðræðislegs lögmætis“, þ.e. án þess að finna megi þeim stoð í sáttmála Evrópusambandsins. Bankinn bendir á að engar áætlanir v...
Bankar halda áfram að lækka í verði í Evrópu
Hlutabréf í evrópskum bönkum héldu áfram að lækka í verði í gær og er ástæðan talin áhyggjur markaða af fjármögnun þeirra og þá sérstaklega að þeir eigi í vaxandi erfiðleikum með að sækja fé á Bandaríkjamarkað. Þannig lækkaði Royal Bank of Scotland um 5,3%, Lloyds um 2,9%, Barclays um 2,8%, Standard Chartered um 2,5% en HSBC var óbreyttur.
ESB-aðildarflokkur að sjá dagsins ljós
Eftir að andstaða Sjálfstæðisflokksins við aðild að Evrópusambandinu hafði verið áréttuð á landsfundi flokksins sumarið 2010 og fundarmenn hvöttu til þess að aðildarumsóknin yrði dregin til baka tilkynntu nokkrir einstaklingar úrsögn úr flokknum. Einn þeirra, Guðbjörn Guðbjörnsson, boðaði að hann ætlaði að beita sér fyrir stofnun nýs stjórnmálaflokks.
Er Össur Skarphéðinsson alls staðar fiskandi í gruggu vatni?! Um daginn sat hann með Hreyfingunni og leitaði eftir því að hún verði ríkisstjórnina vantrausti og nú er því haldið fram, að hann hafi verið með puttana í útgöngu Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum. Til hvers? Á Guðmundur líka að verja ríkisstjórnina vantrausti?