Miðvikudagurinn 25. apríl 2018

Miðvikudagurinn 24. ágúst 2011

«
23. ágúst

24. ágúst 2011
»
25. ágúst
Fréttir

Þýskalands­forseti leggst gegn skulda­bréfakaupum til bjargar evrunni

Christian Wulff, forseti Þýskalands, velti fyrir sér í ræðu miðvikudaginn 24. ágúst hvort Seðlabanki Evrópu hefði lögheimildir til að kaupa skulda­bréf af skuldugum ESB-ríkjum í því skyni að bæta efnahag þeirra. Á vefsíðunni SpiegelOnline segir að ummæli forsetans sýni hve mikil gagnrýni sé í garð ba...

Zapatero boðar „gullna reglu“ í stjórnar­skrá um hámark skulda og ríkis­sjóðshalla

José Luis Rodriguez Zapatero, forsætis­ráðherra Spánar, kom þingmönnum á óvart miðvikudaginn 23. ágúst þegar hann lagði til að stjórnar­skrá Spánar yrði breytt og sett yrði í hana „gullin regla“ um hámark á opinberum skuldum og fjárlagahalla. Forsætis­ráðherrann kallaði þing saman til aukafundar til a...

Ný launalækkun opinberra starfsmanna í Grikklandi?

Opinberir starfsmenn í Grikklandi kunna að standa frammi fyrir enn meiri launalækkun en orðið er að sögn ekathimerini, gríska vefmiðilsins. Ástæðan er sú, að Grikkir ná að óbreyttu ekki því marki að ná fjárlagahalla ríkisins niður í 7,6% á þessu ári vegna þess að samdráttur í efnahagsmálum er meiri en áætlað hafði verið.

Merkel reynir að friða þingmenn í eigin flokki

Angela Merkel á í pólitískum erfiðleikum í eigin flokki. Að sögn Spiegel átti hún fundi í gærkvöldi með óánægjuöflum i þing­flokki Kristilegra demókrata.

Fjárlagahalli Dana fjórfaldast-minnkandi einkaneyzla-vaxandi atvinnuleysi

Fjárlagahalli danska ríkisins mun fjórfaldast á næsta ári að því er fram kemur í Berlingske Tidende í morgun og verða um 85 milljarðar danskra króna eða um 4,6% af vergri landsframleiðslu. Hagvöxtur í ár verður 1,3% í stað 1,9%, sem spáð hafði verið.

Líbýa undirstrikar hernaðarlegan vanmátt Evrópu­ríkja

Þátttaka Evrópu­ríkjanna í hernaðaraðgerðum Atlantshafsbandalagsins í Líbýu hefur undirstrikað hernaðarlegan vanmátt þeirra, segir Wall Street Journal í dag sem segir að mikil skuldsetning ríkjanna og niðurskurður á framlögum til hermála hafi dregið mjög úr getu þeirra til hernaðarlegra afskipta. Evrópu­ríkin hafa verið í forystu í aðgerðunum í Líbýu, þótt Bandaríkin hafi verið það í upphafi.

Moody´s lækkar lánshæfismat Japans

Moody´s hefur lækkað lánshæfismat Japans úr Aa2 í Aa3, að því er fram kemur á Reuter í morgun.

Leiðarar

Þjóðaratkvæða­greiðsla er eina leið ESB-ríkjanna

Roland Nelles, stjórnmálarit­stjóri þýzka tímaritsins Der Spiegel, kemst að kjarna málsins, þegar hann hvetur til þess að þjóðar­atkvæða­greiðsla fari fram innan Evrópu­sambandsins um framtíðar­stefnu Evrópu­ríkja. Þetta er eina leið aðildarríkja Evrópu­sambandsins til þess að skapa sér einhverja fótfestu í því umróti, sem nú er í málefnum ríkjanna.

Í pottinum

Já Ísland sækir sjálfsstyrkingu til Eistlendinga í orðum Páls Stefánssonar

Já Ísland kynnir sig sem sameiginlegan vettvang Evrópu­sinna, einstaklinga og samtaka.

Getur Guðmundur Steingrímsson höfðað til aðildarsinna í Sjálfstæðis­flokknum?

Hefur nýr stjórnmála­flokkur á vegum Guðmundar Steingrímssonar möguleika á að ná til Evrópu­sinna í Sjálfstæðis­flokknum? Kolbeinn Óttarsson Proppé veltir þeirri spurningu upp í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í dag og segir: "Þá má einnig velta því fyrir sér hvaða áhrif nýr flokkur hefur á sjálfstæðis­menn.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS