« 25. ágúst |
■ 26. ágúst 2011 |
» 27. ágúst |
Japanskt skip flytur í fyrsta sinn járngrýti norðurleiðina til Kína
Í næstu viku leggur stærsta skip til þessa með lausafarm frá Múrkmansk í Rússlandi norðurleiðina um Norður-Íshaf til Kyrrahafs. Þá verður jafnframt um fyrstu ferð japansks skips um þessa siglingaleið.
Báðar siglingaleiðir í Norður-Íshafi opnar á sama tíma
Siglingaleiðir í Norður-Íshafi milli Kyrrahafs og Norður-Atlantshafs eru nú greiðfærar eftir að sumarís hefur bráðnað segir Richard Black, umhverfisfréttaritara BBC, og vísar til evrópskra gervihnattamynda. Black segir að gervihnettir Geimferðastofnunar Evrópu sýni að norðvesturleiðin fyrir norðan Kanada og norðurleiðin fyrir norðan Rússland séu báðar færar samtímis.
Ekkert samkomulag um neyðarlán til Grikkja í þágu evrunna vegna kröfu Finna um tryggingu
Ríkisstjórnir evru-landanna leituðu föstudaginn 26. ágúst að leið til að leysa deiluna sem sprottið hefur vegna kröfu Finna um sértryggingar vegna lána til Grikkja, Deilan kemur í veg fyrir að nýtt neyðarlán verði veitt Grikkjum. Háttsettir embættismenn í fjármálaráðuneyta evru-landanna efndu til s...
Finnar halda fast í kröfu sína um sértryggingar vegna lána til Grikkja
Finnar munu halda fast í kröfu sína um sérstaka tryggingu sér til handa vegna nýs neyðarláns evru-ríkjanna til Grikkja hvað sem líður fréttum um hið gagnstæða undanfarna daga.
Stjórn SUS: Þingmenn Sjálfstæðisflokks með ESB „íhugi stöðu sína vandlega“
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) lýsir yfir stuðningi við ummæli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, frá 14 ágúst sl. þess efnis að draga beri aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka.
Spánn: Verkalýðshreyfingin mótmælir stjórnarskrárbreytingum
El Pais, spænska dagblaðið, segir að verkalýðshreyfingin á Spáni hafi hótað mótmælaaðgerðum gegn fyrirætlunum Zapateros um að setja í stjórnarskrá ákvæði um að fjárlagahalli megi ekki fara yfir ákveðin mörk. Verkalýðshreyfingin segir að þetta muni skaða velferðarkerfið og takmarka svigrúm stjórnvalda í efnahagssveiflum.
Þingkosningar í Danmörku 15. september
Danir ganga til þingkosninga hinn 15. september n.k. að því er Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra tilkynnti í morgun. Hann sagði að kosningarnar mundu snúast um varanlega velferð, sem Venstre og Íhaldsflokkurinn í samstarfi við Danska þjóðaflokkinn og Radikale Venstre hafi tryggt eða stjórnlausa...
Gillian Tett, einn þekktasti fjármálasérfræðingur Financial Times segir í blaði sínu í dag að 91 banki á evrusvæðinu þurfi að endurfjármagna 8000 milljarða evra á næstu árum. Þar af þurfi þeir að endurfjármagna 58% af þeirri upphæð á næstu tveimur árum og 47% innan árs.
Bretland:ESB-tilskipun kostar atvinnulífið 1,8 milljarða punda
Brezka viðskiptaráðuneytið hefur reiknað út að ný tilskipun ESB, sem varðar réttindi fólks, sem starfar á vegum ráðningafyrirtækja og er leigt út til tímabundinna starfa í fyrirtækjum (agency workers)muni kosta fyrirtæki í Bretlandi um 1,8 milljarða punda á ári. Talsmenn atvinnuvegasamtaka í Bretlandi segja að þessi aukni kostnaður muni leiða til uppsagna.
Markaðir lækka-beðið eftir ræðu Bernanke
Markaðirnir í Bandaríkjunum lokuðu í gærkvöldi þannig að Dow Jones lækkaði um 1,51% og Nasdaq um 1,95%. Í morgun opnuðu markaðir í Evrópu með lækkun, London um 0,69%, Frankfurt um 1,85% og París um 0,77%. BBC segir að fjármálamarkaðir bíði nú í ofvæni eftir ræðu, sem Bernanke Seðlabankastjóri Ban...
Umræðan um aðild hefur gjörbreytzt
Á tveimur árum hefur orðið mikil breyting á umræðum hér innanlands um afstöðu Íslands til Evrópusambandsins. Framan af snérust þær fyrst og fremst um afleiðingar aðildar fyrir íslenzka hagsmuni. Þær afleiðingar eru ljósar. Yfirstjórn sjávarútvegsmála fer með formlegum hætti til Brussel. Þar yrðu allar ákvarðanir teknar um nýtingu fiskveiðilögsögu.
Hver talar svona? Morgunblaðið?-Nei. Gylfi Arnbjörnsson
Á milli stjórnarflokkanna ríkir „djúpstæður ágreiningur um lykilatriði í efnahagsmálum“. Ríkisstjórnin „hefur ekki stefnu í efnahagsmálum“. Ríkisstjórnin „á erfitt með að ná samkomulagi um ákvarðanir um framkvæmdir til að auka hagvöxt“. Sá sem þannig talar er "ekki bjartsýnn á að flokkarnir geti ley...