« 29. ágúst |
■ 30. ágúst 2011 |
» 31. ágúst |
Ber að stjórnarskrárbinda jöfnuð í ríkisfjármálum? Krafa Þjóðverja
Öll aðildarríki Evrópusambandsins verða að hafa hemil á ríkissjóðshalla sínum en flest þeirra hafa fallið á prófinu. Þess vegna hafa Þjóðverjar sem eru ríkastir innan ESB og þurfa að borga fyrir aðra ef allt fer á versta veg krafist þess að ríkin bindi sig með því að setja „gullna reglu“ til að halda aftur af eigin eyðslu.
BBC: Vekur athygli á áhuga kínverska auðjöfursins á Grímsstöðum á Fjöllum
Kínverskur viðskiptajöfur vonar að hann geti keypt stóran hluta norðaustur Íslands til að reisa lúxus-hótel og umhverfis-dvalarstað.
S&P matsfyrirtækið telur aukna hættu á samdrætti í Evrópu
Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) telur aukna hættu á að samdráttur verði í evrópsku efnahagslífi að sögn fjármálafréttaveitunnar CNBC. Í skýrslu sem birtist þriðjudaginn 30. ágúst segir Jean-Michel Six, aðalhagfræðingur S&P í Evrópu, að mikið atvinnuleysi og mikið fall á verði hlutabréfa un...
Merkel saumar að skuldugum evru-ríkjum - Trichet orðinn óþolinmóður
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að ríki sem leggi sig ekki fram um að lækka skuldir sínar geti ekki vænst þess að samaðilar þeirra að evru-svæðinu leggi þeim lið.
Þýskur atvinnurekandi: Stuðningur við evruna eru mestu mistök mín í starfi
Hans-Olaf Henkel, fyrirverandi framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Þýskalands, BDI, segir í The Financial Times 30. ágúst að mestu mistök sín í starfi hafi verið að styðja upptöku evru. Í grein Henkels í blaðinu segir: „Ég var snemma stuðningsmaður evrunnar, nú tel ég hins vegar að stuðningur mi...
Lánardrottnar Grikkja ósveigjanlegir
Lánardrottnar Grikkja eru ósveigjanlegir og hafna tilmælum þeirra um að slaka á kröfum um framkvæmd skilmála fyrir nýjum lánum til þeirra að því er fram kemur á ekathimerini, gríska vefmiðlinum í dag. Fulltrúar ESB,AGS og Seðlabanka Evrópu hafa verið í heimsókn í Aþenu til þess að fara yfir framkvæmd skilmála fyrir neyðarláni II til Grikklands.
Fjölskylda Lockerbie-sprengjumannsins biður Skota um lyf
Fjölskylda Lockerbie-sprengjumannsins, al-Megrahi, biður nú Skota um hjálp og að þeir sendi krabbameinslyf til Trípóli. Eins og kunnugt er tóku skozk yfirvöld umdeilda ákvörðun um að sleppa þessum manni úr fangelsi þar sem hann væri að dauða kominn. Honum var tekið sem þjóðhetju í Líbýu, þegar hann sneri heim, sem olli miklum deilum í Bretlandi.
Írland: umræður um skuldavanda heimila
Á Írlandi standa nú yfir umræður um, hvort afskriftir á skuldum heimila séu raunhæfar. Irish Times segir í dag að Fjármálaráðuneytið hafi hafnað slíkum hugmyndum og telji að það sé ekki til nein ein aðferð, sem henti öllum heimilum, sem eru í vanskilum með fasteignalán sín.
Merkel hefur 19 þingsæta meirihluta-23 stjórnarþingmenn á móti samkomulaginu
Angela Merkel hefur 19 þingsæta meirihluta í þýzka þinginu en fjölmiðlar í Þýzkalandi telja, að 23 þingmenn stjórnarliðsins hyggist greiða atkvæði gegn staðfestingu á samkomulagi leiðtogafundar evruríkjanna frá 21. júlí sl. Samtals hafa CDU/CSU 237 þingmenn en Frjálsir demókratar 93. Jafnaðarmenn ha...
FT: Söluverð Grímsstaða nær 1 milljarður- Kínverjar með fótfestu á Norður-Atlantshafi?
Financial Times segir í dag, að Huang Nubo, sem hefur gert samning um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum muni borga nær 1 milljarð króna fyrir jörðina. Blaðið segir að gagnrýnendur þessara viðskipta telji, að með þeim séu Kínverjar að ná strategískri fótfestu í Norður-Atlantshafi.
Háttsettir embættismenn ESB hafa hafnað hugmyndum Christine Lagarde um aukningu á eigin fé evrópskra banka. Þetta kom fram á skyndifundi efnahagsnefndar Evrópuþingsins að sögn Daily Telegraph. Lagarde sagði í ræðu á laugardag að nauðsynlegt væri að styrkja eiginfjárstöðu banka í Evrópu helzt með fjármagni frá einkaaðilum en ella frá opinberum aðilum og nefndi EFSF (neyðarsjóðs ESB)í því sambandi.
Ríkisstjórnin splundrast enn á ný - nú vegna Grímsstaða á Fjöllum
Þegar rætt var um aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu deildu menn harkalega um rétt útlendinga til að eignast íslenskt land. Gaumgæfilega var farið í saumana á öllum þáttum þess máls. Íslensk lög og reglur voru sniðnar að evrópskum kröfum annars vegar og íslenskum varúðarsjónarmiðum hins vegar.
Allir ráðherrar VG voru viðstaddir afgreiðslu tillögunnar-Hvað gerir Árni Þór?
Nú harðnar á dalnum hjá Árna Þór vegna kröfu flokksráðs VG um rannsóknarnefnd á Líbýumálið.