« 2. september |
■ 3. september 2011 |
» 4. september |
Bresk leyndarskjöl frá Trípóli sýna tvöfeldni í samskiptum við Gaddafi
Breska blaðið Mail on Sunday birtir 4. september leyndarskjöl sem sýna að ríkisstjórn Verkamannaflokksins beitti blekkingum til að verja umdeilda ákvörðun um að heimila Abdelbaset Al Megrahi, sem sat í fangelsi, sekur um að sprengja farþegaþotu yfir Lockerbie, að snúa aftur til Líbíu. Ráðherrar í ...
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í hádegisfréttum RÚV 3. september að umræður í evrópskum fjölmiðlum vegna kaupa Huangs Nubos, auðjöfurs frá Kína, á Grímsstöðum á Fjöllum hafi verið „að þróast í gjörningaveður gagnvart Íslandi, og mikilvægt hafi verið að koma á framfæri að engin ástæða...
Spánn: Stóru flokkarnir samþykktu stjórnarskrárbreytingu-Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu
Spænska þingið samþykkti í atkvæðagreiðslu í gær, sem El Pais, hið þekkta spænska dagblað, lýsir sem sögulegri, að taka í stjórnarskrá Spánar ákvæði um takmörkun á skuldasöfnun og hallarekstri spænska ríkisins.
Danmörk: Dregur saman með blokkunum
Það dregur heldur saman með blokkunum tveimur í dönskum stjórnmálum, hinni rauðu og þeirri bláu.
Dýrt skemmtanahald Anglo Irish
Irish Times segir frá því í dag, að írski bankinn, Anglo Irish, hafi eytt hundruðum þúsunda evra í skemmtanir fyrir viðskiptavini og starfsmenn í aðdraganda hrunsins 2008. Í byrjun september það ár, þremur vikum áður en ríkisstjórnin gaf út alhliða ábyrgð á starfsemi írsku bankanna eyddi Anglo Irish...
„Kína eitt bjargar ekki Grikklandi“
Jose Manuel Barroso, forseti framkvlmdastjórnar ESB og Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína töluðu saman í síma í gærmorgun, að sögn euobserver og var markmiðið með símtalinu að róa fjármálamarkaði enda sérstaklega frá því sagt á blaðamannafundi. Talsmaður kínverska sendiráðsins í Brussel sagði hins vegar við euobserver: „Þið getið ekki búizt við að Kína eitt bjargi Grikklandi.“
Markaðir falla vegna frétta um störf í Bandaríkjunum
Markaðir féllu beggja vegna Atlantshafs í gær og skýringin talin sú, að fram komu upplýsingar um að engin ný störf hefðu orðið til í Bandaríkjunum í ágústmánuði.
Fljótræði forseta vegna landakaupa Kínverja
Umræður um kaup Huangs Nubos á Grímsstöðum á Fjöllum eru á nýju og stórpólitísku stigi eftir samtal Ólafs Ragnars Grímsson, forseta Íslands, við The Fincancial Times (FT) 2. september. Þar fagnar Ólafur Ragnar áhuga Huangs Nubos og segir: „Kínverjar og Indverjar réttu Íslandi hjálparhönd á margan u...
Aðildarsinnar að ESB hér á Íslandi reyna gjarnan að vísa til reynzlu Eystrasaltsríkjanna af aðild að ESB til stuðnings því sjónarmiði sínu að Íslandi eigi að gerast aðili. Þeir vita sem er að á Íslandi hefur alltaf ríkt samúð í garð þessara ríkja vegna erfiðra örlaga þeirra. Til marks um þessa viðleitni er grein eftir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra í Fréttablaðinu í dag.