Föstudagurinn 6. desember 2019

Þriðjudagurinn 6. september 2011

«
5. september

6. september 2011
»
7. september
Fréttir

Svissneski frankinn tengdur evrunni til að verja efnahag Sviss

Seðlabanki Sviss tók þá óvæntu og róttæku ákvörðun þriðjudaginn 6. september að tengja svissneska frankann við evruna. Þetta gerði bankinn til að draga úr gengishækkun frankans. Spurn eftir honum vegna óvissunnar á evru-svæðinu leiddi til þess að gengi frankans hækkaði jafnt og þétt. Gengið hafði hæ...

„Glögglega“ krafa um aðlögun segja bænda­samtökin um skilyrði ESB

Bænda­samtök Íslands (BÍ) telja „glögglega“ komið í ljós að Evrópu­sambandið krefjist þess af Íslendingum að þeir lagi lagasetningu, stjórnkerfi og upplýsinga­kerfi sín „þannig að þau uppfylli kröfur ESB á sama tíma og verið er að vinna að aðildarsamningi.

Ólík túlkun Össurar og pólskra stjórnvalda á ESB-skilyrðum í rýniskýrslu um íslenskan landbúnað

Í rýniskýrslu um landbúnað á Íslandi setur Evrópu­sambandið það sem skilyrði fyrir frekari viðræðum við Íslendinga að „þeir kynni stefnu, markmið og lýsandi tíma­áætlun sem sýni hvernig unnt verði að koma til móts við allar kröfur ESB við aðild“ í ljósi þess að þeir ætli ekki að „breyta stefnu sinni, ...

Framkvæmda­stjórn ESB vill herða miðstýringu frá Brussel vegna landamæravörslu

Þýska blaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ) segir í forsíðufrétt þriðjudaginn 6. september að framkvæmda­stjórn ESB muni að líkindum strax í september leggja fram tillögu um að ekki verði unnt að grípa til sérstakrar gæslu á innri landamærum Schengen-ríkja nema fyrir liggi samþykki frá Brussel....

Ólafur Ragnar hefur rætt siglinga­samstarf við Kínverja

Kínverjar láta ekki aðeins að sér kveða á Íslandi þegar litið er til norðurslóða segir á vefsíðunni BarentsObserver þegar sagt er frá áhua Huangs Nubos á Grímsstöðum á Fjöllum. Bent er á að Kínverjar sjáist nú æ oftar á svæðinu, þar á meðal í norðvestur Rússlandi og norðurhluta Noregs.

Skynsemi að leggja ESB umsókn til hliðar

Skynsemi er yfirskrift átaks sem hefur það markmið að safna undirskriftum undir áskorun til Alþingis um að ESB umsóknin verði lögð til hliðar.

Skotar leggja há skóla­gjöld á námsmenn frá Englandi, Wales og Norður-Írlandi

Háskólinn í Edinborg mun að sögn The Scotsman leggja há skóla­gjöld á stúdenta frá Englandi, Wales og Norður-Írlandi eða um 36 þúsund pund fyrir fjögurra ára nám. Þessi háu skóla­gjöld eru talin geta leitt til þess að færri námsmenn komi til náms í Skotlandi frá þessum hlutum Bretlands. Skotar, sem stunda nám við háskóla í Skotlandi þurfa ekki að greiða skóla­gjöld.

Írland á réttri leið

Írsk rannsóknar­stofnun hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að skuldakreppa Íra leysist fyrr en talið hefur verið.

Verkföll á Ítalíu í dag

Verkfall er á Ítalíu í dag, sem stærstu verkalýðs­samtök landsins standa fyrir og munu trufla almannasamgöngur og m.a. flugumferð að því er fram kemur í Guardian í dag. Verkfallið er boðað til þess að mótmæla aðhaldsaðgerðum ítölsku ríkis­stjórnar­innar. Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu segir knýjand...

Ackerman: bókfærsla ríkisskulda­bréfa á markaðsvirði getur fellt evrópska banka

Josef Ackerman, aðalfor­stjóri Deutsche Bank sagði á ráð­stefnu í Frankfurt, að margir evrópskir bankar mundu falla ef þeir væru neyddir til að bókfæra eign sína í ríkisskulda­bréfum á markaðsverði. Markaðsaðstæður væru jafn sveiflukenndar nú og þær hefðu verið, þegar bankakreppan náði hámarki á árinu 2008, Hluta­bréf í Deutsche Bank féllu um nær 9% í gær.

Leiðarar

Pólska bréfið afhjúpar ESB-blekkingarleikinn á Íslandi

Pólski sendiherrann gagnvart Evrópu­sambandinu hefur með bréfi frá 1. september 2011 staðfest það sem hér hefur verið haldið fram að viðræður Íslands við sambandið snúast ekki um samninga heldur aðlögun íslenska stjórnkerfisins að kröfum ESB. Í bréfinu felst einhliða krafa um að íslensk stjórnvöld s...

Pistlar

Lagagreinarnar sem FME og bankarnir gleymdu

Mikið hefur verið deilt um hrunið og áhrif þess á viðskiptavini íslensku bankanna. Ýmis dómsmál hafa verið höfðuð og mál gengið fram með ýmsu móti.

Í pottinum

Var Össur að ráðast á vinstri-græna þegar hann býsnaðist yfir framsókn á þingi?

Allt frá því fundargerð íslensku ESB-viðræðu­nefndarinnar frá 19. maí birtist hefur verið ljóst að bullandi ágreiningur er innan ríkis­stjórnar Íslands um stefnuna í landbúnaðarmálum. Þá lét einn nefndarmanna að ekki þýddi að halda viðræðunum áfram ef ekki yrði breytt um stefnu. Vandinn stafar meðal a...

Af hverju svarar Steingrímur J. með skætingi?

Hvað ætli valdi því, að Steingrímur J. Sigfússon, fjármála­ráðherra, svarar efnislegum spurningum á Alþingi með skætingi? Í gær spurði Sigurður Kári Kristjánsson ráðherrann tveggja efnislegra spurninga: annars vegar um afstöðu hans til gagnrýni þing­flokks VG á iðnaðar­ráðherra vegna meðferðar þess ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS