Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Miðvikudagurinn 7. september 2011

«
6. september

7. september 2011
»
8. september
Fréttir

Gull hækkar enn vegna evru-tengingar svissneska frankans

Gull mun hækka enn í verði að mati sér­fræðinga og gegna mikilvægara hlutverki sem skjól fyrir fjárfesta á óvissutímum eftir að svissneski frankinn var tengdur evrunni til að koma í veg fyrir að hann hækkaði enn frekar vegna eftirspurnar sem stafaði af vantrú á evrunni.

Angela Merkel: ESB þarf nýja sáttmála til að takast á við ný viðfangsefni

Það þarf að styrkja Evrópu­sambandið og núverandi sáttmálar ESB verða að taka breytingum til að það sé unnt.

„Falli evran, fellur Evrópa“ segir Merkel og fagnar þýska stjórnlagadóminum

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í þýska þinginu miðvikudaginn 7. september, eftir að þýski stjórnlagadómstóllinn hafði hafnað kröfu um að ógilda neyðarlán Þjóðverja til að bjarga Grikklandi og evrunni, að dómurinn sýndi að ríkis­stjórn sín hefði haft rétt fyrir sér og tilvist evrunnar hefði...

Venizelos: einkavæðingu í Grikklandi hraðað

Evangelos Venizelos, fjármála­ráðherra Grikklands hefur gefið til kynna að að einkavæðingaráformum grísku ríkis­stjórnar­innar verði hraðað. Jafnframt tilkynnti ráðherrann í sjónvarpsávarpi til þjóðar­innar, víðtækar aðgerðir til þess að fækka fólki í opinbera geiranum og lækka laun opinberra starfsmanna í samræmi við samninga Grikkja við lánardrottna sína.

Schauble: Ekkert frekara svigrúm til fyrir Grikkland-skilmálar standa

Wolfgang Schauble, fjármála­ráðherra, hefur sagt þýzka þinginu að næsta greiðsla til Grikklands skv. björgunarláni AGS/ESB verði ekki greidd nema Grikkir uppfylli að öllu leyti skilyrði sem sett voru fyrir láninu. Schauble sagði að ekkert svigrúm væri til staðar.

Stjórnlagadómstóll Þýzkalands: Ríkis­stjórn ber að leita samþykkis þingsins við frekari skuldbindingum

Stjórnlagadómstóll Þýzkalands hefur hafnað kröfum sex þekktra þýzkra efasemdarmanna um evru­samstarfið, um ógildingu ákvarðana stjórnvalda á því sviði en hins vegar kveðið á um að stjórnvöld þurfi að fá samþykki þýzka þingsins fyrir frekari aðstoð við evruríki.

Leiðarar

Merkel eru takmörk sett úr tveimur áttum

Niðurstaða þýzka stjórnlagadómstólsins í morgun er sigur fyrir Angelu Merkel, kanslara, að því leyti að dómstóllinn ógildir ekki ákvarðanir hennar og ríkis­stjórnar hennar fram að þessu í málefnum evruríkjanna. Hins vegar er ljóst að með úrskurði sínum takmarkar dómstóllinn mjög svigrúm þýzku ríkis­stjórnar­innar í framtíðinni til þess að fara sínu fram.

Í pottinum

Valgerður Bjarna­dóttir: Sjálfsagt að halda opna fundi í utanríkis­mála­nefnd

Valgerður Bjarna­dóttir, varaformaður utanríkis­mála­nefndar Alþingis upplýsir í Fréttablaðinu í dag, að það sé sjálfsagt að halda opna fundi í utanrikismála­nefnd. Þetta er fagnaðarefni. Að vísu verður ekki tekin formleg ákvörðun um málið í nefndinni fyrr en í dag vegna þess, að formaður nefndarinnar, Árni Þór Sigurðsson hefur verið í útlöndum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS