« 8. september |
■ 9. september 2011 |
» 10. september |
Grikkland: Nöfn 6000 fyrirtækja, sem skulda skatta birt
Fjármálaráðuneytið í Grikklandi birti í gær lista yfir 6000 fyrirtæki, sem skulda meira en 150 þúsund evrur í skatta. Efst á listanum er járnbrautarlestarfyrirtæki, Hellenic Railways Organisation, sem skuldar 1,26 milljarð evra í skatta. Þá eru á listanum 13 knattspyrnufélög og nokkur körfuboltafélög svo og fyrirtæki, sem sér um almenningssamgöngur.
Miss Mayawati á Indlandi vill láta loka Julian Assange inni á hæli
Indverski stjórnmálaleiðtoginn miss Mayawati er sökuð um það í skjali sem birst hefur á WikiLeaks að hafa sent tóma þotu eftir pari af sandölum. Hún neitar þessu og segir að Julian Assange sé orðinn snarbilaður. Í WikiLeaks-skjalinu segir að Mayawati hafi sent tómu þotuna frá Uttar Pradesh í Norðaustur Indlandi til Mumbai í vestri til að sækja þá tegund af sandölum sem henni líki best.
Evrusvæðið: Bankar neita að lána hver öðrum
Bankar í Evrópu neita að lána hver öðrum peninga af ótta við að fá ekki endurgreitt að sögn Financial Times i dag. Sérfræðingar segja að bankaviðskipti hefðu stöðvast í Evrópu ef ekki kæmi til innspýting frá Seðlabanka Evrópu. Álag, sem evrubankar verða að greiða fyrir lánsfé til þriggja mánaða eða lengur hefur hækkað verulega.
Markaðir lækka-samdráttur í Japan-6,2% verðbólga í Kína
Markaðir í Evrópu lækkuðu við opnun í morgun og höfðu lækkað við lokun í Bandaríkjunum i gær.
Franska þingið fyrst til að samþykkja nýtt neyðarlán til Grikkja
Franska þingið er fyrsta þjóðþing evru-lands til að samþykkja nýjar neyðaraðgerðir til bjargar evrunni og Grikklandi á grundvelli niðurstöðu leiðtogafundar evru-ríkjanna 21. júlí. Öldungadeild franska þingsins afgreiddi málið af sinni hálfu að kvöldi fimmtudags 8. september. Fyrr um daginn hafði ful...
Írar og Anglo Irish banki-Íslendingar og Icesave
Á Írlandi starfar banki, sem heitir Anglo Irish Bank. Hann varð illa úti í bankakreppunni haustið 2008 en hélt þó til loka uppi líflegu skemmtanahaldi fyrir starfsmenn og viðskiptavini, eins og fram hefur komið hér á Evrópuvaktinni, sem var ekki heldur óþekkt fyrirbrigði á Íslandi í tíð hinna einkavæddu banka fyrir hrun.
Nær ofnæmið fyrir Morgunblaðinu til gagna úr ráðuneyti Steingríms J.?!
Skætingur virðist orðin sérgrein Vinstri grænna í þjóðmálaumræðum.