« 9. september |
■ 10. september 2011 |
» 11. september |
Hart sótt að Ólafi Ragnari frá hægri og vinstri - meirihluti vill að hann hætti
Um sama leyti og fréttir berast af því að meirihluti þjóðarinnar telji nóg komið af setu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum og hann eigi ekki að bjóða sig fram í fjórða sinn sumarið 2012 myndast bandalag manna úr Sjálfstæðisflokki og þeim sem standa vinstra megin við Samfylkinguna eða í vinstri kanti hennar gegn forsetanum.
Bloomberg: Þýsk stjórnvöld búa sig undir brottför Grikkja úr evru-samstarfinu
Bloomberg-fjármálafréttastofan segir að ónafngreindir heimildarmenn fullyrði að þýska ríkisstjórnin smíði nú áætlun um hvernig verja beri þýska banka ef Grikkland verði gjaldþrota að því segir á buisness.dk. Sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að helmingur af verðmætum grískra ríkisskuldabréfa tapist e...
Rösler: Grikkir verða að taka upp þýzk vinnubrögð
Viðskiptakúltúr Grikkja og Þjóðverja er gjörólíkur. Ef Grikkir taka ekki upp þýzk vinnubrögð að einhverju leyti er ekki við því að búast að um þýzkar fjárfestingar að ráði verði að ræða í Grikklandi. Þannig talar Philippe Rösler, efnahagsmálaráðherra Þýzkalands og hinn nýi leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýzkalandi að sögn ekathimerini, gríska vefmiðilsins.
Frambjóðandi Radikale Venstre: Út með dönskuna-inn með enskuna!
Einn af frambjóðendum Radikale Venstre í dönsku þingkosningunum, sem fram fara í næstu viku, Sofie Carsten Nielsen, hefur hvatt til þess að enska verði tekin upp sem meginmál í dönskum háskólum í stað dönsku. Út með dönskuna og inn með enskuna! Þannig segir Berlingske Tidende að frambjóðandinn tali.
WSJ:Veruleg hætta á gjaldþroti Grikklands
Wall Street Journal segir í dag verulega hættu á að Grikkland lendi í vanskilum og verði í raun gjaldþrota. Blaðið segir sótt að Grikklandi úr þremur áttum. Í fyrsta lagi er mikil hætta á að þau markmið, sem sett hafa verið í ríkisfjármálum Grikklands náist ekki en þau eru skilyrði fyrir frekari lánveitingum til Grikkja.
Mikil lækkun beggja vegna Atlantshafs-hlutabréf í bönkum lækka mest
Veruleg lækkun varð á hlutabréfum beggja vegna Atlantshafs í gær og mest i hlutabréfum i bönkum og þá sérstaklega í Frakklandi.
Apple vinnur mál gegn Samsung í Þýskalandi
Dómstóll í Þýsklandi hefur staðfest lögbann við sölu á Galaxy Tab spjaldtölvunni frá Samsung þar sem hún brjóti gegn hönnunar-höfundarrétti Apple. Fyrir dómstólinn var lagt að taka efnislega afstöðu til þess hvort spjaldtölvan frá Samsung væri eftirmynd af iPad frá Apple. Lögbann hafði verið sett á að Samsung seldi hina nýju tölvu sína.
Enn segir Þjóðverji sig úr yfirstjórn Seðlabanka Evrópu
Jürgen Stark, aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópu, sagði af sér föstudaginn 9. september að því er talið er vegna ágreinings innan bankans um kaup hans á skuldabréfum skuldsettra ríkja á evru-svæðinu. Í tilkynningu bankans sagði að Stark segði af sér af „persónulegum ástæðum“, hann mundi sitja áfr...
Bændasamtökin veita lýðræðislegt aðhald þegar alþingi bregst
Hér var síðastliðinn fimmtudag skrifað um Monnet-aðferðina og Ísland. Það er þá aðferðafræði í þágu samruna Evrópuríkjanna í Bandaríki Evrópu að vinna að málinu á bakvið tjöldin og reyna í lengstu lög að sneiða hjá opinberum ágreiningi sem vakið gæti almenning til vitundar og umræðu um hvert sé í raun og veru stefnt.
Hafði Ólafur Ragnar ekki rétt eftir Ólafi Ragnari? - Hvernig á að skilja Jóhönnu?
Var það ekki örugglega Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands sjálfur, sem kom fram í ljósvakamiðlum um síðustu helgi og skammaði ríkisstjórnina fyrir aumingjaskap í Icesave? Sjálfsagt finnst einhverjum furðulega spurt vegna þess að forsetinn birtist á skjánum og talaði beint og milliliðalaust fyrir framan myndavélar og hljóðnema.