« 10. september |
■ 11. september 2011 |
» 12. september |
Observer: Merkel og Lagarde að sannfærast um að Grikkland verði að fara sína leið
Brezka sunnudagsblaðið The Observer segir að það sé sterk tilfinning í Evrópu að Grikkland kunni að standa á barmi gjaldþrots, þótt því sé neitað kröftuglega bæði í Aþenu og annars staðar. Í næstu viku koma sérfræðingar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu til Aþenu til þess að leggja mat á það hvort Grikkir séu að standa við sett skilyrði fyrir lánveitingum.
Þjóðverjar tilnefna nýjan aðalhagfræðing Seðlabanka Evrópu
Þjóðverjar hafa lagt til að Jörg Asmussen vara-fjármálaráðherra taki við stöðu aðalhagfræðings Seðlabanka Evrópu (SE). Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra kynnti tillöguna um Asmussen laugardaginn 10. september en Jürgen Stark, þýski aðalhagfræðingur bankans, sagði óvænt af sér embætti sínu 9. septem...
Valdahrokinn er að fella systurflokk VG í Noregi- Hefur Steingrímur J. smitast?
Systurflokkur Vinstri grænna í Noregi, Sósíalistik Venstreparti er að bíða afhroð í kosningum, sem þar fara fram eftir helgi ef mið er tekið af skoðanakönnunum. Sjá hefur mátt á Smugunni, málgagni VG að í þeim herbúðum hafa menn miklar áhyggjur af þeirri stöðu. Hver skyldi nú vera meginástæðan fyrir því að systurflokkur VG í Noregi er að tapa svo miklu fylgi?