Föstudagurinn 20. apríl 2018

Mánudagurinn 12. september 2011

«
11. september

12. september 2011
»
13. september
Fréttir

Grikkland: Nýr fasteignaskattur til tveggja ára

Gríska ríkis­stjórnin hefur ákveðið að leggja á sérstakan fasteignaskatt til tveggja ára til þess að fylla upp í 2 milljarða evra gat á fjárlögum. Er gert ráð fyrir að skatturinn nemi frá 50 centum upp í 10 evrur á fermetra. Reikningar verða tengdir rafmagnsreikningum til þess að koma í veg fyrir skattsvik. Undaþágur verða veittar fötluðum, atvinnulausum og fjölmennum fjölskyldum.

Bretland: aðskilnaður á starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka

Banka­nefndin, sem setið hefur að störfum í Bretlandi um skeið hefur nú kynnt róttækar tillögur um breytingar á brezkri bankalöggjöf. Gert er ráð fyrir að tilögurnar nái til um þriðjungs af efnahagsreikningi brezkra banka. Þær byggjast á því, að sá þriðjungur verði bankar, sem megi einungis taka við innistæðum og veita yfirdráttarlán.

Markaðir halda áfram að falla í Asíu og Evrópu-Áhyggjur af gjaldþroti Grikklands og skuldsetningu Ítalíu

Fall hluta­bréfa hélt áfram í Asíu í nótt og í Evrópu við opnun í morgun.

Fréttablaðið: 63,4% vilja halda viðræðum áfram

Fréttablaðið birtir í dag niðurstöðu skoðanakönnunar, sem fram fór sl. fimmtudag um framhald viðræðna við Evrópu­sambandið.

Leiðarar

Andstæðingar aðildar þurfa að kynna sjónarmið sín í Evrópu

Hér voru á ferð fyrir helgi fulltrúar úr utanríkis­mála­nefnd Evrópu­þingsins til að kynna sér viðhorf á Íslandi til aðildarumsóknarinnar að Evrópu­sambandinu. Fulltrúar þeirra, sem berjast gegn aðild og fyrir aðild áttu kost á því að tala við þessa þingmenn og kynna sjónarmið sín. Tvennt vakti athygli í þessum umræðum.

Í pottinum

Af hverju var Pétur Blöndal ekki á nafnalistanum?

Í fréttum af skoðanakönnun á vegum ónafngreindra aðila um fylgi einstaklinga til formennsku í Sjálfstæðis­flokknum kemur fram, að tilteknir nafngreindir einstaklingar hafi fengið svo og svo mikið eða lítið fylgi. Þar eru nefndir til sögunnar Hanna Birna Kristjáns­dóttir, Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal, Kristján Þór Júlíusson og Guðlaugur Þór Þórðarson.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS