« 11. september |
■ 12. september 2011 |
» 13. september |
Grikkland: Nýr fasteignaskattur til tveggja ára
Gríska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja á sérstakan fasteignaskatt til tveggja ára til þess að fylla upp í 2 milljarða evra gat á fjárlögum. Er gert ráð fyrir að skatturinn nemi frá 50 centum upp í 10 evrur á fermetra. Reikningar verða tengdir rafmagnsreikningum til þess að koma í veg fyrir skattsvik. Undaþágur verða veittar fötluðum, atvinnulausum og fjölmennum fjölskyldum.
Bretland: aðskilnaður á starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka
Bankanefndin, sem setið hefur að störfum í Bretlandi um skeið hefur nú kynnt róttækar tillögur um breytingar á brezkri bankalöggjöf. Gert er ráð fyrir að tilögurnar nái til um þriðjungs af efnahagsreikningi brezkra banka. Þær byggjast á því, að sá þriðjungur verði bankar, sem megi einungis taka við innistæðum og veita yfirdráttarlán.
Skynsemi.is: 4009 höfðu undirritað áskorun um að leggja aðildarumsókn til hliðar síðdegis
Síðdegis, um kl.
Fréttablaðið: 63,4% vilja halda viðræðum áfram
Fréttablaðið birtir í dag niðurstöðu skoðanakönnunar, sem fram fór sl. fimmtudag um framhald viðræðna við Evrópusambandið.
Andstæðingar aðildar þurfa að kynna sjónarmið sín í Evrópu
Hér voru á ferð fyrir helgi fulltrúar úr utanríkismálanefnd Evrópuþingsins til að kynna sér viðhorf á Íslandi til aðildarumsóknarinnar að Evrópusambandinu. Fulltrúar þeirra, sem berjast gegn aðild og fyrir aðild áttu kost á því að tala við þessa þingmenn og kynna sjónarmið sín. Tvennt vakti athygli í þessum umræðum.
Af hverju var Pétur Blöndal ekki á nafnalistanum?
Í fréttum af skoðanakönnun á vegum ónafngreindra aðila um fylgi einstaklinga til formennsku í Sjálfstæðisflokknum kemur fram, að tilteknir nafngreindir einstaklingar hafi fengið svo og svo mikið eða lítið fylgi. Þar eru nefndir til sögunnar Hanna Birna Kristjánsdóttir, Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal, Kristján Þór Júlíusson og Guðlaugur Þór Þórðarson.