« 14. september |
■ 15. september 2011 |
» 16. september |
Stjórnarskipti í Danmörku eftir nauman sigur vinstri flokkanna
Helle Thorning Schmidt, formaður Jafnaðarmannaflokksins, verður, fyrst kvenna, næsti forsætisráðherra Danmerkur eftir þingkosningarnar fimmtudaginn 15. september. Naumur meirihluti með 50,7% atkvæða baki og 89 þingmenn stendur að baki vinstristjórn í Danmörku eftir 10 ára stjórn hægri flokkanna en þ...
Samstillt átak seðlabanka í dollurum til að bjarga evru-bönkum
Fimm seðlabankar hafa tilkynnt sameiginlegar aðgerðir til að styrkja fjármálakerfið þegar Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir að „hættulegt“ efnahagsskeið sé að hefjast.
ESB-þingið samþykkir öryggisskilyrði vegna olíu- og gasvinnslu á hafi úti
ESB-þingið hefur samþykkt ályktun um að olíu- og gasvinnsla á hafi úti verði ekki leyfð nema fyrirtæki sem hana stundi hafi samið neyðaráætlun og ráði yfir fjármunum til að takast á við afleiðingar þess ef slys ógni umhverfinu. Í ályktun þingsins um þetta efni kemur fram að vinnsla á olíu og gasi á hafi úti sé óhjákvæmileg til að svara orkuþörf í Evrópu.
Berlusconi sagður hafa talað ruddalega um vöxt og útlit Merkel
Ruddalegt gaspur í Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, virðist hafa móðgað Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Berlusconi fór óvirðlegum orðum um vöxt kanslarans í nýlegu símtali sem var hljóðritað af rannsóknarlögreglu í leit að sönnunum gegn hinum 74 ára gamla forsætisráðherra vegna fjársvikamála á hendur honum.
Kýpverjar semja um neyðarlán við Rússa - vilja ekki afarkosti ESB og AGS
Kýpur, evru-land, þarfnast erlendrar aðstoðar eins og Grikkland, Írland og Portúgal til að takast á við skuldavanda sinn.
Katainen heldur fast við finnska skilyrðið um sérstaka tryggingu frá Grikkjum
Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands, ítrekaði enn fimmtudaginn 15. september að ríkisstjórn sín mundi krefjast sérstakrar tryggingar vegna hlutdeildar í nýju neyðarláni til Grikkja. Hann sagði jafnframt í viðtali við Süddeutsche Zeitung að ekki væru „lögheimildir“ til að neyða Grikki til að h...
Spánn: Bankar berjast um innlánsfé-of dýrt að fara á markað
El Pais, spænska dagblaðið, segir að lántökukostnaður fyrir spænska banka á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sé orðinn svo hár að þeir geti ekki sótt peninga þangað. Þess vegna hafa þeir aukið lántökur sínar hjá Seðlabanka Evrópu, sem jókst um 34% í síðasta mánuði. Þessi fjármögnunarvandi bankanna hefur að sögn blaðsins leitt til þess að svigrúm þeirra til lánveitinga er mjög takmarkað.
Kínverjar krefjast endurgjalds frá Evrópu og Bandaríkjunum
Bandaríkin geta bara talað, þau eiga nóg með sig en Kína á peninga og peningum fylgir vald. Þetta eru efnisatriði umfjöllunar í Spiegel, sem segir, að Kínverjar geri nú kröfur á hendur bæði Evrópuríkjum og Bandaríkjunum eigi þeir að koma þessum ríkjum til hjálpar í fjárhagsörðugleikum þeirra. Endurgjaldið sem Kínverjar vilji fá eru aukin pólitísk áhrif og efnahagslegt vald.
Lítill munur á blokkum í Danmörku
Skv. síðustu skoðanakönnun Berlingske Tidende í morgun er staðan að jafnast í kosningabaráttunni i Danmörku en kosningarnar fara fram í dag. Skv.
Evrusvæðið: Bankar í vandræðum með að útvega dollara
Bankar á evrusvæðinu eru í vandræðum með að útvega dollara að því er fram kemur í Wall Street Journal í dag. Þeir þurfa dollara til að lána viðskiptavinum sínum í Bandaríkjunum og til að borga eigin skuldir vestan hafs. Sumir þeirra hafa þurft að leita til Seðlabanka Evrópu til þess að útvega dollara.
Evruríkin í vítahring ríkisskulda, bankakreppu og samdráttar segir í skýrslu ESB
Í skýrslu, sem embættismenn ESB hafa undirbúið fyrir fund fjármálaráðherra ESB-ríkjanna í Póllandi á föstudag og laugardag (og Timothy Geithner sækir) og Reuters-fréttastofan hefur undir höndum kemur fram, að hætta er á að evruríkin séu að dragast inn í vítahring ríkisskulda, fjármögnunarvanda banka og samdráttar í efnahagsmálum.
Evru-dýrkun blindar ESB-aðildarsinna - minnir á Sovét-dekur
Ummæli ESB-aðildarsinna um evruna og framtíð hennar er með ólíkindum.
Námskeið í mannasiðum fyrir alþingismenn
Forsætisnefnd Alþingis þarf að efna til námskeiðs í mannasiðum fyrir alþingismenn. Orðbragð sumra þeirra í ræðustól á Alþingi er með þeim hætti að slíkt námskeiðshald er óhjákvæmilegt.