Miðvikudagurinn 27. janúar 2021

Föstudagurinn 16. september 2011

«
15. september

16. september 2011
»
17. september
Fréttir

Fjármála­ráðherra Bandaríkjanna deilir hart á vandræðagang innan evru-svæðisins

Timothy Geithner, fjármála­ráðherra Bandaríkjanna, og Wolfgang Schäuble, fjármála­ráðherra Þýskalands, deildu harkalega um leiðir í ríkisfjármálum og efnahagsmálum á fundi í Wroclaw í Póllandi föstudaginn 16. september. Geithner taldi að „hrikaleg áhætta“ á fjármálamörkuðum væri tekin með því að bregð...

Láns­greiðslu til Grikkja frestað - ríkis­sjóður nálgast greiðsluþrot

Ákveðið að fresta því að veita Grikkjum fé samkvæmt gildandi neyðarláni þar til í október.

Margrét Vestager í lykilstöðu í dönskum stjórnmálum

Margrét Vestager, leiðtogi Radikale Venstre er í lykilstöðu í dönskum stjórnmálum eftir kosningarnar í gær að sögn Berlingske Tidende í morgun. Blaðið segir, að hún hafi átt mestan þátt í þeim umskiptum í dönskum stjórnmálum, sem nú hafi orðið. Hún muni hafa mikil áhrif á stjórnar­myndunina sjálfa og vera í aðstöðu til að knýja jafnaðarmenn til að sýna meiri ábyrgð í efnahagsmálum en ella.

Mikil verðlækkun á sumarhúsum í Suður-Evrópu

Verð á sumarhúsum (second homes) í Suður-Evrópu hefur lækkað mjög í fjármálakreppunni að sögn Wall Street Journal í morgun. Blaðið segir að slíkar fasteignir á Spáni, í Portúgal, á Ítalíu og Grikklandi hafi lækkað um 15-30% í verði.

Reuters: Geithner vill skuldsetja neyðar­sjóðinn til að bjarga evruríkjum

Reuters segir að Timothy Geithner, fjármála­ráðherra Bandaríkjanna hafi þrýst á fjármála­ráðherra evruríkjanna á fundi í Póllandi í morgun að skuldsetja neyðar­sjóð ESB til þess að bjarga evruríkjum í vanda.

Robert Aliber efast um að evran henti íslenzka hagkerfinu til lengri tíma

Robert Aliber, fyrrverandi prófessor í hagfræði við Chicago-háskóla, segir i viðtali við Fréttablaðið í dag eftir að hafa lýst þeirri skoðun, að Ísland eigi að ganga í Evrópu­sambandið: "Ég held hins vegar að það sé ekki skynsamlegt fyrir Íslendinga að taka upp evru meðan óvissan er jafn mikil og raun ber vitni á evru­svæðinu.

Leiðarar

Baráttuaðferð ESB og íslenzkir hagsmunir

Baráttuaðferð Evrópu­sambandsins og fulltrúa þess, hinna íslenzku ESB-sinna, er smátt og smátt að skýrast. Hún er fólgin í því að ganga út frá því sem vísu að i grundvallar­atriðum vilji Íslendingar ganga i Evrópu­sambandið. Eina spurningin sé sú, hvað við þurfum að fá í einstökum mála­flokkum til þess að verða sátt við aðild.

Í pottinum

Er samstaða um einhver mál í herbúðum stjórnar­flokkanna?

Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason virðast hafa einhverjar efasemdir um stjórnar­ráðs­frumvarpið, sem nú er eina áhugamál Jóhönnu Sigurðardóttur á vettvangi þjóðmálanna. Ögmundur upplýsti í gærkvöldi á Alþingi, að hann hefði gert fyrirvara við frumvarpið, þegar það var rætt í ríkis­stjórn. Ætli það sé ástæðan fyrir því hvað Jóhanna leggur mikla áherzlu á að ná því fram?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS