Föstudagurinn 20. maí 2022

Laugardagurinn 17. september 2011

«
16. september

17. september 2011
»
18. september
Fréttir

Þýzkaland: Rætt um stjórnar­samstarf stóru flokkanna

Innan flokks Kristilegra demókrata (CDU) í Þýzkalandi er nú rætt um að æskilegt væri að rjúfa stjórnar­samstarfið við Frjálsa Demókrata (FDP) og mynda nýja ríkis­stjórn með jafnaðarmönnum (SDP) til þess að takast á við kreppuna á evru­svæðinu. Þetta kemur fram á netútgáfu Der Spiegel.

Vextir á neyðarlánum Íra lækka-spara 10 milljarða evra

Fjármála­ráðherrar ESB-ríkja hafa samþykkt að lækka vexti á neyðarlánum til Írlands að því er fram kemur í Irish Times í dag. Sparnaður Íra af þeim sökum nemur 10 milljörðum evra. Jafnframt segir blaðið að Michael Noonan, fjármála­ráðherra Íra muni ræða í dag við Trichet um óskir Íra um að láta eigendur skulda­bréfa Anglo Irish Bank taka á sig töp vegna þeirra.

Portúgal uppgötvar „gat“ á Madeira

Seðlabanki Portúgal hefur uppgötvað 1,1 milljarðs evra gat í fjármálum Portúgala. Ástæðan er sú, að Madeira hefur vantalið skuldir sínar frá 2004 sem nemur þessari upphæð. Um er að ræða skuld, sem er til komin vegna samninga stjórnvalda á Madeira og verktakafyrirtækja. Wall Street Journal segir að málið sé alvarlegt.

Gordon Brown: evran lifir ekki af óbreytt

Gordon Brown, fyrrverandi forsætis­ráðherra Breta, sagði á fundi World Economic Forum í Dalian í Kína, að evran gæti ekki lifað í óbreyttri mynd. Hún yrði að taka róttækum breytingum. Brown sagði að evru­svæðið stæði frammi fyrir bankakreppu en ekki skuldakreppu fyrst og fremst. Evrópskir bankar væru undirfjármagnaðir svo skipti háum fjárhæðum og væru mun skuldsettari en bandariskir bankar.

María Fekter furðar sig á ráðum Bandaríkjamanna-staða þeirra sé verri

Maria Fekter, fjármála­ráðherra Austurríkis er helzti heimildarmaður BBC um það sem fram fór á fundi fjármála­ráðherra evruríkjanna, sem hófst í Póllandi í gær og Timothy Geithner, fjármála­ráðherra Bandaríkjanna situr. Fundinum lýkur i dag.

Leiðarar

Ábending til Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins um ræðumann

„Evrópu­ríki sem eiga í vanda þurfa að nútímavæðast og auka framleiðni. Nýsköpun gegnir lykilhlutverki við að auka hagvöxt. Þetta segir Philippe de Buck, framkvæmda­stjóri Buisnesseurope, sem eru samtök evrópskra atvinnurekenda.

Í pottinum

„Sigrar“ Jóhönnu Sigurðardóttur

Þegar Jóhanna Sigurðar­dóttir er rekin til baka með hugmyndir sínar og Alþingi stoppar hana af í viðleitni hennar til að sölsa meiri völd undir framkvæmdavaldið segir hún rangt að í því felist ósigur. Þessi túlkun forsætis­ráðherrans á ósigri hennar í stjórnar­ráðsmálinu kemur fram í frétt á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS