Fimmtudagurinn 30. júní 2022

Sunnudagurinn 18. september 2011

«
17. september

18. september 2011
»
19. september
Fréttir

DSK segir að framkoma sín við hótelþernu sýni „siðferðisbrest“ sinn

Dominique Strauss-Kahn (DSK) hefur lýst samskiptum sínum við hótelþernu í New York sem „óvið­eigandi“ og „siðferðisbresti“. Þetta kom fram í fyrsta sjónvarpsviðtali sem DSK hefur veitt síðan hann sætti ákæru fyrir að hafa reynt að nauðga þernunni. Síðar var fallið frá ákærunni þar sem saksóknari tre...

Jafnaðarmenn halda forystu í Berlínarborg - flokkur Merkel styrkist lítillega

Útgönguspár í kosningum til þings Berlínarborgar benda til þess að jafnaðarmenn (SPD) muni halda völdum í ríkis­stjórn sambandslandsþingsins, en Berlín er eitt 16 landa sem mynda sambandslýðveldið Þýskland.

Evru-leiðtogar drepa boðbera válegra tíðinda að mati sér­fræðings

Innan ESB grafa menn sífellt dýpra ofan í eigin holu þegar þeir segjast ætla að tryggja stöðu evrunnar er mat sér­fræðinga eftir fundi fjármála­ráðherra ESB-ríkjanna, fjármála­ráðherra Bandaríkjanna, seðlabanka­stjóra Evrópu og for­stjóra Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins í pólsku borginni Wroclaw undanfarna daga.

Efasemdir um evruna setja æ meiri svip á afstöðu Þjóðverja

Könnun sem þýski Marshall-sjóðurinn birti fimmtudaginn 15. september sýnir að 76% Þjóðverja styðja Evrópu­sambandið en jákvæða viðhorfið lækkaði í 48% þegar þeir voru spurðir um mynt­samstarfið innan ESB, það er evruna. Claire Demesmay, við Utanríkis­mála­stofnun Þýskalands, segir að Þjóðverjar hafi fe...

Finnland: Þingmaður Sannra Finna hvetur til herforingja­stjórnar í Grikklandi-refsað með tveggja vikna brottrekstri

Þing­flokkur Sannra Finna hefur rekið einn þingmanna sinna úr flokknum í tvær vikur vegna yfirlýsinga á Facebook. Þingmaðurinn Jussi Halla-aho, lýsti þeirri skoðun að bezt væri fyrir Grikki að fá nýja herforingja­stjórn. Upphaflega ætlaði leiðtogi Sannra Finna, Timo Soini að refsa Halla-aho með því að reka hann úr þing­flokknum i mánuð en svo hörð refsing mætti andstöðu í þing­flokki hans.

Danmörk: Leiðtogar Bláu blokkarinnar rífast um ósigurinn

Leiðtogar borgara­flokkanna í Danmörku rífast nú um það sín í milli hver þeirra beri ábyrgð á kosningaósigri þeirra. Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska Þjóða­flokksins segir, að Íhalds­flokkurinn hafi með sinni pólitík sent kjósendur sína í fangið á Radikale Venstre.

Lettland: útiloka flokk rússneskumælandi frá aðild að ríkis­stjórn

Flokkur rússneskumælandi Letta fékk flest atkvæði í þingkosningum í Lettlandi að sögn New York Times eða 29,2%. Í Lettlandi búa 2,2 milljónir manna og um þriðjungur þeirra er rússneskumælandi. Í öðru sæti er flokkur fyrrverandi forseta landsins Valdis Zatler, sem berst fyrir því að rjúfa tengslin á ...

Yfir 5000 manns skrifað undir áskorun skynsemi.is

Skömmu fyrir kl. 9.00 í morgun, sunnudagsmorgun, höfðu 5186 skrifað undir áskorun til Alþingis um að leggja aðildarumsókn að Evrópu­sambandinu til hliðar. Undirskriftasöfnunin fer fram á skynsemi.is. Fólk getur farið inn á þá heimasíðu og skráð nafn sitt á undirskriftalistann.

Tíðindalítið á fundi fjármála­ráðherra í Póllandi

Engin sérstök tíðindi urðu á fundi fjármála­ráðherra evruríkjanna, sem stóð í Póllandi í gær og fyrradag að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar komu fram alls konar hugmyndir, sumum þeirra var hafnað og farið yfir stöðu mála.

Í pottinum

Fólk vantar vinnu en Jóhanna er upptekin við skipulagsbreytingar í stjórnar­ráði

Málflutningur Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætis­ráðherra, verður stöðugt fjarstæðukenndari.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS