« 17. september |
■ 18. september 2011 |
» 19. september |
DSK segir að framkoma sín við hótelþernu sýni „siðferðisbrest“ sinn
Dominique Strauss-Kahn (DSK) hefur lýst samskiptum sínum við hótelþernu í New York sem „óviðeigandi“ og „siðferðisbresti“. Þetta kom fram í fyrsta sjónvarpsviðtali sem DSK hefur veitt síðan hann sætti ákæru fyrir að hafa reynt að nauðga þernunni. Síðar var fallið frá ákærunni þar sem saksóknari tre...
Jafnaðarmenn halda forystu í Berlínarborg - flokkur Merkel styrkist lítillega
Útgönguspár í kosningum til þings Berlínarborgar benda til þess að jafnaðarmenn (SPD) muni halda völdum í ríkisstjórn sambandslandsþingsins, en Berlín er eitt 16 landa sem mynda sambandslýðveldið Þýskland.
Evru-leiðtogar drepa boðbera válegra tíðinda að mati sérfræðings
Innan ESB grafa menn sífellt dýpra ofan í eigin holu þegar þeir segjast ætla að tryggja stöðu evrunnar er mat sérfræðinga eftir fundi fjármálaráðherra ESB-ríkjanna, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, seðlabankastjóra Evrópu og forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í pólsku borginni Wroclaw undanfarna daga.
Efasemdir um evruna setja æ meiri svip á afstöðu Þjóðverja
Könnun sem þýski Marshall-sjóðurinn birti fimmtudaginn 15. september sýnir að 76% Þjóðverja styðja Evrópusambandið en jákvæða viðhorfið lækkaði í 48% þegar þeir voru spurðir um myntsamstarfið innan ESB, það er evruna. Claire Demesmay, við Utanríkismálastofnun Þýskalands, segir að Þjóðverjar hafi fe...
Þingflokkur Sannra Finna hefur rekið einn þingmanna sinna úr flokknum í tvær vikur vegna yfirlýsinga á Facebook. Þingmaðurinn Jussi Halla-aho, lýsti þeirri skoðun að bezt væri fyrir Grikki að fá nýja herforingjastjórn. Upphaflega ætlaði leiðtogi Sannra Finna, Timo Soini að refsa Halla-aho með því að reka hann úr þingflokknum i mánuð en svo hörð refsing mætti andstöðu í þingflokki hans.
Danmörk: Leiðtogar Bláu blokkarinnar rífast um ósigurinn
Leiðtogar borgaraflokkanna í Danmörku rífast nú um það sín í milli hver þeirra beri ábyrgð á kosningaósigri þeirra. Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska Þjóðaflokksins segir, að Íhaldsflokkurinn hafi með sinni pólitík sent kjósendur sína í fangið á Radikale Venstre.
Lettland: útiloka flokk rússneskumælandi frá aðild að ríkisstjórn
Flokkur rússneskumælandi Letta fékk flest atkvæði í þingkosningum í Lettlandi að sögn New York Times eða 29,2%. Í Lettlandi búa 2,2 milljónir manna og um þriðjungur þeirra er rússneskumælandi. Í öðru sæti er flokkur fyrrverandi forseta landsins Valdis Zatler, sem berst fyrir því að rjúfa tengslin á ...
Yfir 5000 manns skrifað undir áskorun skynsemi.is
Skömmu fyrir kl. 9.00 í morgun, sunnudagsmorgun, höfðu 5186 skrifað undir áskorun til Alþingis um að leggja aðildarumsókn að Evrópusambandinu til hliðar. Undirskriftasöfnunin fer fram á skynsemi.is. Fólk getur farið inn á þá heimasíðu og skráð nafn sitt á undirskriftalistann.
Tíðindalítið á fundi fjármálaráðherra í Póllandi
Engin sérstök tíðindi urðu á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna, sem stóð í Póllandi í gær og fyrradag að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar komu fram alls konar hugmyndir, sumum þeirra var hafnað og farið yfir stöðu mála.
Fólk vantar vinnu en Jóhanna er upptekin við skipulagsbreytingar í stjórnarráði
Málflutningur Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, verður stöðugt fjarstæðukenndari.