Miðvikudagurinn 11. desember 2019

Mánudagurinn 19. september 2011

«
18. september

19. september 2011
»
20. september
Fréttir

Enn óvíst hvort ESB, ASG og SE telja nóg að gert í Grikklandi

Evangelos Venizelos, fjármála­ráðherra Grikklands, tók síðdegis mánudaginn 19. september þátt í símafundi með embættismönnum frá Evrópu­sambandinu, Alþjóða­gjaldeyris­sjóðnum (AGS) og Seðlabanka Evrópu (SE) í því skyni að auka öryggiskennd meðal alþjóðlegra lánardrottna Grikkja sem óttast gjaldþrot grís...

99,9% líkur á að Grikkland verði gjaldþrota

Trú manna á að Grikkir komist hjá gjaldþroti er þorrinn, segir í danska blaðinu Berlingske Tidende 19. september. Aldrei fyrr hafi álit þeirra á fjármálamörkuðum verið minnar. Sé tekið mið af svo­nefndum credit default swaps, það er eins konar tryggingu ríkisskulda­bréfa gegn gjaldþroti, komi í ljós...

Ungir sjálfstæðis­menn: Hagsmunum Íslands best borgið utan ESB

„Hagsmunum Íslands er best borgið utan Evrópu­sambandsins (ESB) og því er engin ástæða fyrir Ísland að gerast aðili að sambandinu. Aðildarumsókn Íslands að ESB nýtur hvorki stuðnings meirihluta Alþingis né þjóðar­innar og því er réttast að draga umsóknina til baka sem fyrst.

Jón Bjarnason sættir sig ekki við skilyrði ESB sem komu honum „verulega á óvart“

Jón Bjarnason, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, segir svo­nefnd „opnunarskilyrði“ ESB í landbúnaðarmálum „koma verulega á óvart“. Hann óttast að kröfur framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins á hendur íslenskum stjórnvöldum um aðlögun á sviði landbúnaðar brjóti gegn valdmörkum framkvæmdavaldsins ga...

Álitsgjafar segja sjónvarpsviðtalið við DSK hafa verið þaulæfða almannatengsla aðgerð

Álitsgjafar eru þeirrar skoðunar að fyrsta sjónvarpsviðtalið sem Dominique Strauss-Kahn (DSK) veitir eftir niðurfellda ákæru á hendur honum fyrir nauðgun í New York og sýnt var á frönsku TF1 stöðinni að kvöldi sunnudags 18. september hafi verið „þaul­skipulagt“ og stundum hefði mátt ætla „að það hefð...

Evrópa: Markaðir lækkuðu í morgun

Markaðir í Evrópu lækkuðu við opnun í morgun. Þannig hafði London lækkað um 1.71% kl. rúmlega átta að íslenzkum tíma, Frankfurt hafði lækkað um 2,41% og París um 2,58%. Lækkun jókst eftir því, sem leið á morgunin. Heiild: BBC

Venizelos: Grikkir auðmýktir og beittir fjárkúgun

Evangelos Venizelos, fjármála­ráðherra Grikklands segir að Grikkir hafi verið „auðmýktir“ og þeir beittir „fjárkúgun“ að sögn BBC. Ráðherrann sagði að enginn Grikki ætti að þurfa að sitja undir því að land hans væri auðmýkt. Hann sagði ennfremur að Grikkir ættu ekki að vera fórnarlömb eða afsökun evr...

Þingmenn Íhalds­flokksins krefjast þjóðar­atkvæðis um tengslin við ESB

Áhrifamiklir þingmenn í brezka Íhalds­flokknum krefjast nú þjóðar­atkvæða­greiðslu um framtíðartengsl Breta við Evrópu­sambandið.

Grikkland: Nýjar kröfur lánardrottna-uppsagnir 20 þúsund opinberra starfsmanna-lækkun lífeyris og launa

Gríska blaðið To Vima hefur undir höndum lista yfir nýjar kröfur lánardrottna Grikklands á hendur Grikkjum, sem skilyrði fyrir greiðslu neyðarláns í október að sögn BBC í morgun. Skilyrðin eru að 20 þúsund opinberum starfsmönnum verði sagt upp til viðbótar áður en greiðslan verði innt af hendi.

Leiðarar

Evrópa er orðin að pólitísku ófriðar­svæði

Evrópa er orðin að pólitísku ófriðar­svæði. Í Aþenu lýsir Evangelos Venizelos, fjármála­ráðherra Grikklands (og einn helzti keppinautur Papandreous um forystu PASOK) hlutskipti grísku þjóðar­innar á þann veg, að hún hafi verið auðmýkt og beitt fjárkúgun.

Í pottinum

Hvað varð um hina opnu fundi utanríkis­mála­nefndar?-Er Árni Þór ekki kominn heim?

Hvað varð um hina opnu fundi utanríkis­mála­nefndar, sem stjórnar­meirihlutinn var búinn að fallast á? Síðast þegar fréttist hafði framkvæmdin tafizt vegna þess að formaður nefndarinnar Árni Þór Sigurðsson var utan lands. Er hann enn í útlöndum? Nú má vel vera og raunar ekki ólíklegt að formaður utanríkis­mála­nefndar Alþingis hafi miklum skyldum að gegna í útlöndum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS