« 19. september |
■ 20. september 2011 |
» 21. september |
Engin niðurstaða enn í viðræðum Grikkja um peninga frá þríeykinu
Grikkir reyndu enn þriðjudaginn 20. september að sannfæra fulltrúa ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um að efnahagsáætlun þeirra væri í réttum farvegi og þess vegna ættu þeir að fá átta milljarða evru greiðslu af neyðarláninu frá í maí 2010. Svarið sem Grikkir fengu var á þá leið að sérfræðinga...
Slóvakar tregir til að aðstoða Grikki - vilja að þeir standi á eigin fótum
Slóvakar, sem hafa orðið að þola harðræði vegna aðgerða til bjargar efnahag lands síns, skilja ekki hvers vegna þess sé krafist af þeim að leggja á sig fjárhagslegar byrðar til að bjarga samaðilum sínum að evru-svæðinu eins og Grikkjum. Almenningur hefur mótmælt á götum úti og snúist gegn ríkisstjórn Ivetu Radicovu.
Þráinn Eggertsson: Þýskir og franskir bankar í hættu vegna óðagots og verðbréfahruns í Grikklandi
„Þýskir bankar eru mjög skuldsettir, meira en margir ætla, og óðagot og verðbréfahrun sem á rætur í Grikklandi og berst til annarra jaðarríkja gæti einnig lagt þýska stórbanka að velli svo að ekki sé talað um franska og evrópska banka.
Grikkland: þjóðaratkvæðagreiðsla um evruna til umræðu
Gríski vefmiðillinn ekathimerini.com segir í dag, að Papandreou, forsætisráðherra, íhugi nú að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Grikkland skuli vera áfram innan evrusvæðisins eða yfirgefa myntbandalagið. Vefmiðillinn segir að Papanderou vonist til þess að fá nýtt umboð í slíkri atkvæðagreiðsl...
Írland: björgun bankanna kostar 150% af skatttekjum írska ríkisins
Björgun írsku bankanna mun kosta yfir 50 milljarða evra að því er fram kemur í skýrslu írska ríkisendurskoðandans. Samtals kostar 71 milljarð að koma fótum undir bankana á ný en eftir standa eignir í þeim sem nema 14-21 milljarði evra að sögn Irish Times.
NYTimes: Er gjaldþrot Grikklands betri kostur fyrir Grikki og Evrópu?
Að sögn New York Times í morgun velta hagfræðingar því nú fyrir sér hvort gjaldþrot Grikklands sé hugsanlega betri kostur en sú leið, sem nú er reynt að fara, bæði fyrir Grikki og jafnvel fyrir Evrópu líka. Merill Lynch, bandaríska fjármálafyrirtækið telur, að í því tilviki færi hagvöxtur í Evrópu niður í 1,3% og þrýstingur á Ítalíu mundi aukast.
S%P lækkar lánshæfismat Ítalíu
Standard&Poor´s, lánshæfismatsfyrirtækið, hefur lækkað lánshæfismat Ítalíu úr A plús í A að sögn BBC og Reuters. Jafnframt eru horfur taldar neikvæðar. Ástæðan er sögð annars vegar lélegar horfur um hagvöxt og hins vegar vantrú á að stjórnmálin á Ítalíu ráði við vandann. Ákvörðun S%P kom mörkuðum í opna skjöldu.
Fær framkvæmdastjórn ESB að ráða lífi ríkisstjórnarinnar?
Rúm tvö ár eru liðin frá því að alþingi samþykkti ESB-aðildarumsóknina. Naumur meirihluti þingmanna hafnaði tillögu um að bera það undir þjóðina hvort sækja bæri um aðild. Helstu rök þeirra sem lögðust gegn tillögunni snerust um að sjá yrði hvað ESB byði Íslendingum. Þegar sá matseðill lægi fyrir mætti greiða atkvæði um hann.
Ný skoðanakönnun: Vill þjóðin skipta alveg um á Alþingi?
Ömurleg mynd af stöðunni í íslenzkum stjórnmálum blasir við í nýrri skoðanakönnun, sem Morgunblaðið birtir í dag og gerð var af markaðsfyrirtæki, sem nefnist Maskína. Einungis um 15% þjóðarinnar eru ánægð með ríkisstjórnina og um 7% eru ánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Verra getur það varla verið, hvort sem litið er til stjórnar eða stjórnarandstöðu.