« 23. september |
■ 24. september 2011 |
» 25. september |
Þorgerður Katrín: Ákveðnir aðilar hlakka yfir ástandinu á evru-mörkuðum vegna andstöðu við ESB
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir „sorglegt að fylgjast með umræðunni hér heima og erlendis þar sem ákveðnir aðilar hlakki yfir ástandinu [á evrópskum fjármálamörkuðum vegna pólitískrar afstöðu til ESB. Það muni hins vegar allir tapa ef ekki takist að ná tökum á á...
Putin og Medvedev endurtaka stólaskipti í Kremlarkastala
Dmitri Medvedev, forseti Rússlands, lagði laugardaginn 24. september til að Vladimir Putin, forsætisráðherra og fyrrverandi forseti, yrði að nýju í framboði til forseta í kosningum árið 2012. Putin hefur gegnt embætti forsætisráðherra í fjögur ár. Hann lét af embætti forseta þar sem rússneska stjórn...
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna: Seðlabanki Evrópu hleypur í skarðið fyrir stjórnmálamenn
Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði laugardaginn 24. september að Seðlabanki Evrópu (SE) hefði tekið að sér hlutverk leiðtoga Evrópu og gerði viðbrögð þeirra við vanda evrunnar marklítil. Geithner hrósaði seðlabankanum fyrir að hafa brugðist við sívaxandi skulda- og ríkisfjármál...
Formaður ESB-þingmanna: Andstæðingar ESB-aðildar fleiri og öflugri á Íslandi en stuðningsmenn
Cristian Dan Preda, formaður nefndar ESB-þingsins sem fylgist með aðildarviðræðunum við Ísland, sagði í utanríkismálanefnd þingsins fimmtudaginn 22. september: „Þeir [Íslendingar sem eru andvígir aðild eru fleiri og öflugri en þeir sem styðja hana.“ Preda, sem er rúmenskur og í miðhægriflokki ESB-þ...
Finnland: Samdráttur framundan-atvinnuleysi eykst
Nú stefnir í samdrátt í finnsku efnahagslífi skv. spám Pellervo Economic Research að því er fram kemur í Helsingin Sanomat. Þessi stofnun gerir ráð fyrir því, að verg landsframleiðsla í Finnlandi dragist saman um 1,5% á næsta ári og það muni leiða til aukins atvinnuleysis.
Grikkland: Samstarf stóru flokkanna á ný til umræðu
Samstarf stóru flokkanna í Grikklandi er á ný til umræðu að því er fram kemur á ekathimerini, sem segir orðróm um það jafn víðtækan í Aþenu og sögur um gjaldþrot Grikklands. Að þessu sinni er það Theodoros Pangalos, aðstoðarforsætisráðherra Grikklands, sem hefur opnað umræður um samstarf PASOK og Nýs lýðræðis, flokks Samaras, sem er aðal stjórnarandstöðuflokkurinn.
Skotland: Háskólar sameinaðir í sparnaðarskyni
Skotar vinna nú að því að sameina háskóla í landinu í sparnaðarskyni. Nú er unnið að sameiningu Dundee og Abertay-háskóla á þann veg, að sá fyrrnefndi yfirtaki starfsemi þess síðarnefnda. Talsmenn háskólanna hafa staðfest þetta að því er fram kemur í The Scotsman í dag en jafnframt upplýst að óskir stjórnvalda hafi komið þeim á óvart og fara ekki leynt með óánægju sína.
Evrópa: Unnið um helgina að björgun bankanna-leitað til neyðarsjóðs ESB og Miðausturlanda
Nú um þessa helgi vinna ríkisstjórnir í Evrópu hörðum höndum við að afla fjár til að styrkja evrópsku bankana. Fjármálayfirvöld í Frakklandi segja, að um 20 evrópskir bankar þurfi á nýju eigin fé að halda. Frönsk stjórnvöld hafa leitað að nýjum fjárfestum í Miðausturlöndum en einnig er um það rætt að neyðarsjóður ESB (EFSF) verði notaður til þess að hlaupa undir bagga með bönkunum.
ESB-aðildarbröltið skaðvænlegra en ákvörðun um að hætta viðræðum
Allt frá því að vinstri-grænir ákváðu að kyngja andstöðu sinni við ESB-aðildarumsókn til að komast í ríkisstjórn hefur aðildarbrölt stjórnarflokkanna undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur einkennst af offorsi og dómgreindarleysi.
Fjármálaráðherra verður að veita efnisleg svör
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er í erfiðum málum. Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, sem er eftirlitsaðili af hálfu Alþingis með ríkisfjármálum, heldur því fram að fjármálaráðherrann sé með einhverjar bókhaldsbrellur í gangi. Fjármálaráðherrann bregst við eins og hans er vandi með stór...