Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Þriðjudagurinn 27. september 2011

«
26. september

27. september 2011
»
28. september
Fréttir

FT: Ágreiningur meðal evruríkja-Þýzkaland og Holland krefjast meiri afskrifta banka

Ágreiningur meðal evruríkja um björgunaraðgerðir við Grikki er að harðna að sögn Financial Times. Sjö evruríki af sautján krefjast þess nú að eigendur grískra skulda­bréfa taki á sig meiri töp en að var stefnt, þegar samkomulag var gert um málið í júlí en þá var miðað við 21% afskrift af grískum skuldum.

Obama á ekkert inni hjá Þjóðverjum - hluta­bréf hækka - Grikkir lofa bót og betrun

Wolfgang Schäuble, fjármála­ráðherra Þýskalands, lét ekki Barack Obama Bandaríkjaforseta eiga neitt inni hjá sér og sagði þriðjudaginn 27. september að Bandaríkjamenn ættu frekar að einbeita sér að því að leysa eigin efnahagsvanda en beina spjótum sínum að Evrópu. Obama sagði að kvöldi mánudags 26. ...

ESB vill banna þorskveiðar við Skotland og Írland - heildarafli minnkar árið 2012 um 11%

Framkvæmda­stjórn ESB vill banna allar þorskveiðar á árinu 2012 fyrir vestan Skotland, í Írlandshafi og Kattegat.. Þorskveiðar munu hins vegar aukast við vesturströnd Frakklands ef tillaga framkvæmda­stjórnar­innar verður samþykkt úr 4.023 tonnum í 9.679 tonn ár árinu 2012. Leyfilegur hámarksafli innan...

Obama gagnrýnir ESB fyrir að „hræða allan heiminn“ með vandræðagangi vegna skulda evru-ríkja

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að ESB „hræði allan heiminn“ með því að geta ekki leyst skuldavanda Grikkja.

Orku­fyrirtæki innheimta framvegis skatta í Grikklandi

Greidd verða atkvæði á gríska þinginu þriðjudaginn 27. september um nýjan fasteignaskatt sem veldur mikilli reiði meðal almennings. Skatturinn og samþykkt hans á að auðvelda fulltrúum þríeykisins, ESB, Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins og Seðlabanka Evrópu, að heimila 8 milljarða evru greiðslu af neyðarláni...

Verkfall í dag og á morgun í Aþenu

Verkfall í dag og á morgun mun lama almannasamgöngur að verulegu leyti í Aþenu, þó verður ástandið verra á morgun að sögn ekathimerini. Í dag verða engir strætisvagnar eða aðrir almenningsvagnar á ferð en hins vegar verða leigubílar í akstri. Á morgun verða engar samgöngur, hvorki leigubíla né annarra slíkra samgöngutækja.

Maersk tekur þátt í olíuleit við Grænland

Danska fyrirtækið Maersk Oil mun taka þátt í olíuleit norðvestur af Grænlandi með Shell, Statoil og frönsku olíu­fyrirtæki og hefja tilraunaboranir innan þriggja ára að sögn Berlingske Tidende. Bandarískar rannsóknir benda til að á þessu haf­svæði sé að finna olíu- og gaslindir, sem svari til um 17 milljarða tunna af olíu.

ESB þrengir að endurskoðendum

Michel Barnier, sem sæti á í framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins, hefur lagt fram drög að grænni bók, sem Daily Telegraph hefur undir höndum, þar sem lagt er til að skilja alveg á milli tveggja þátta í starfi endurskoðunarfyrirtækja, endurskoðunar annars vegar og ráðgjafastarfsemi hins vegar.

Vaxandi andstaða í Þýzkalandi við fyrirhugaðar aðgerðir

Í Þýzkalandi er að skapast eins konar uppreisnarástand vegna umræðna um skuldsetningu EFSF, neyðar­sjóðs ESB og aðrar aðgerðir til að bjarga evru­svæðinu. Forseti stjórnlagadómstóls Þýzkalands hefur varað stjórnvöld við því að reyna að fara fram hjá lögunum.

Leiðarar

Evran: blákalt mat eða ósk­hyggja

Hér á landi kallar ríkisfjölmiðillinn ekki aðra hag­fræðinga til að segja álit sitt á evrunni og vanda hennar en þá sem enduróma boðskapinn frá Brussel um að þetta muni reddast á endanum. Menn þurfa ekki að fara langt út fyrir landsteinana til að kynnast öðru viðhorfi.

Pistlar

Hagkerfi á heljarþröm

Þann 22. september 2011 lýstu for­stjórar Alþjóða­bankans og Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins báðir yfir því, að hagkerfi heimsins væri á heljarþröminni. Það er leitun að yfirlýsingu, sem væri betur fallin til þess að skapa ótta um hrun en þessi. Verður þess nú vafalítið skammt að bíða, að ný kollsteypa v...

Í pottinum

Setningu Alþingis flýtt-þingið óttast þjóðina

Lítil frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag vekur athygli. Þar kemur fram, að setningu Alþingis á laugardag verður flýtt. Í stað þess að athöfnin hefjist kl.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS