« 27. september |
■ 28. september 2011 |
» 29. september |
Merkel býr sig undir erfiða atkvæðagreiðslu - Barroso óttast uppbrot innan ESB
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, leitaðist miðvikudaginn 28. september við að draga úr erjum innan eigin ríkisstjórnar fyrir lykilatkvæðagreiðslu fimmtudaginn 29. september um framlag Þjóðverja í neyðarsjóð evrunnar. Hún hefur gefið til kynna að ef til vill yrði samið um neyðaraðstoð við Grikkja ...
Skotar gagnrýna tillögur ESB um veiðiheimildir árið 2012 - ráðum fiskifræðinga ekki fylgt
Skoskir sjómenn bregðast illa við tillögu framkvæmdastjórnar ESB um að banna allar þorskveiðar fyrir vestan Skotland á árinu 2012. Þeir telja að tillagan sýni að í Brussel hafi menn ekki skilning á því hvað felst í skynsamlegri stjórn fiskveiða. Skotar gagnrýna ákvörðun um ýsuveiðar harðlega og sak...
Upplausn í þýzkum stjórnmálum-Merkel á í vök að verjast
Þýzka tímaritið Der Spiegel segir að atkvæðagreiðsla í þýzka þinginu á morgun, fimmtudag, um samkomulag leiðtoga evruríkjanna frá 21. júlí sl. geti ráðið miklu um framtíð Angelu Merkel, sem kanslara Þýzkalands. Þótt Merkel sé nokkuð örugg um að samkomulagið verði staðfest vegna stuðnings stjórnarand...
Barroso í morgun: Mesta krísa í sögu evrunnar
Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði á fundi í Straaborg í morgun, að evrusvæði stæði frammi fyrir mestu krísu og áskorun sögu sinnar. Hann sagði jafnframt, að þetta væri spurning um sjálfstraust evruríkjanna. Grísk dagblöð fullyrða að Grikkir hafi náð settu marki í samningum við einkaaðila um 21% afskriftir á skuldum þeirra.
Enn einu sinni hefur það gerzt, að fyrstu viðbrögð við yfirlýstum áformum Evrópusambandsins og leiðtoga evruríkjanna um lausn á vandamálum evrusvæðisins hafa verið ánægja og hækkandi verð á hlutabréfamörkuðum, sem breytist svo í óánægju og fall markaða. Þetta er að verða nánast föst regla og sýnir fyrst og fremst að innan evruríkjanna ríkis upplausnarástand.
Lögreglan er í upplausn en auðvitað er mikilvægara að Ögmundur sé í Mexikó
Lögreglan er í upplausn en hafi einhverjir athugasemdir við það að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sé ekki á staðnum til þess að takast á við vandann væru slíkar athugasemdir á misskilningi byggðar. Ögmundur er á fundi í Mexikó með samgönguráðherrum frá mörgum ríkjum til þess að ræða vegamál og einkaframkvæmd að því er Morgunblaðið upplýsir í dag.