« 3. október |
■ 4. október 2011 |
» 5. október |
Moody's lækkar lánshæfiseinkunn Ítalíu
Moody‘s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Ítalíu úr Aa2 í A2 og segir að horfur séu neikvæðar í landinu. Matsfyrirtækið vísar til vaxandi vanda á evru-svæðinu við að ljúka langtíma-fjármögnun. Þótt ítölsk stjórnvöld þurfi ekki á miklum lánum að halda og einkaaðilar séu ekki mjög skuldsettir á Ítalíu segir Moody‘s markaðsstraumar séu andstæðir evrunni.
Risabankinn Dexia undir stjórn belgíska og franska ríkisins
Ríkisstjórnir Frakklands og Belgíu hafa gengið fram fyrir skjöldu til að bjarga risabankanum Dexia. Er þetta fyrsta neyðaraðstoð ríkisstjórna við banka vegna skuldakreppunnar á evru-svæðinu.
Zhirinovskij vill vopna togara gegn norsku strandgæslunni
Vladimir Zhirinosvkij, leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins í Rússlandi og varaforseti Dúmunnar, rússneska þingsins, segir að grípa eigi til harðra aðgerða gegn Norðmönnum til að stöðva sjórán þeirra á rússneskum togara og sjómönnum í Norður-Íshafi. Zhirinovskij er kunnur í Rússlandi og utan þess fyrir stóryrtar yfirlýsingar og lýðskrum.
Tryggingarkröfu Finna gagnvart Grikkjum líkt við „farsa“
Jutta Urpilainen, fjármálaráðherra Finnlands og leiðtogi jafnaðarmanna, er sigri hrósandi yfir samkomulagi á ráðherrafundi evru-ríkjanna í Lúxemborg mánudaginn 3. október um tryggingar fyrir Finna vegna nýs neyðarláns til Grikkja. AFP-fréttastofan segir hins vegar að sérfræðingar kalli niðurstöðu rá...
Ágreiningur um sérkjör Finna gagnvart Grikkjum leystur
Fjármálaráðherrar evru-ríkjanna leystu á fundi sínum í Lúxemborg mánudaginn 3. október ágreining sem risið hafð meðal þeirra vegna kröfu Finna um að fá sérstaka tryggingu sér til handa frá Grikkjum veittu þeir þeim nýtt neyðarlán ásamt öðrum ervu-ríkjum. Niðurstaða ráðherranna er sú að öllum evru-r...
ESB-dómstóllinn hafnar einokun sjónvarpsstöðva á beinum sendingum frá knattspyrnuleikjum
ESB-dómstóllinn í Lúxemborg féllst þriðjudaginn 4. október á rétt veitingakonu í Bretlandi til að sýna kráargestum sínum leiki meistaraliða í knattspyrnu (Premier League football) með því að nota sjónvarpsrás í erlendum gervihnetti. „Löggjöf einstakra landa sem bannar innflutning, sölu eða notkun á...
Gleði í Brussel, Berlín og Stokkhólmi vegna stefnu nýju dönsku stjórnarinnar í Schengen-málum
Áform nýju ríkisstjórnar mið-og vinstrimanna í Danmörku um að falla frá áformum um herta tollgæslu á landamærunum gagnvart Þýskalandi og Svíþjóð vekja mikla gleði í höfuðborgum nágrannaríkjanna og hjá framkvæmdastjórn ESB í Brussel að sögn danska blaðsins Politiken.
Evru-hópurinn: Grikkir skildir eftir á köldum klaka
Á fundi fjármálaráðherra evru-ríkjanna í Lúxemborg mánudaginn 3. október var þess enn krafist af Grikkjum að þeir drægju úr ríkisútgjöldum og seldu ríkiseignir til að fullnægja skilyrðum fyrir því að á 8 milljarða evrur greiddar af neyðarláni sem þeim var veitt í maí 2010. Því var hins vegar slegið ...
Olli Rehn í forystu evruhópsins?
Olli Rehn, sem sæti á í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir Finnland er nú til umræðu, sem næsti forseti evruhópsins, þeirra ríkja innan ESB, sem eiga aðild að myntbandalaginu. Jean-Claude Junckers, forsætisráðherra Lúxemborgar hefur gegnt þessari stöðu sl. sex ár en tímabil hans er að renna út. Evruhópurinn kemur reglulega saman til þess að ráða ráðum sínum.
Bretland: Ríkissjóður kaupi beint skuldabréf lítilla og meðalstórra fyrirtækja
George Osborne, fjármálaráðherra, hefur kynnt nýja og óvænta aðferð til þess að koma litlum og meðalstórum brezkum fyrirtækjum til hjálpar. Hann ætlar að láta ríkissjóð Bretlands kaupa skuldabréf af þessum fyrirtækjum úr því að bankarnir séu ekki tilbúnir til að lána þeim peninga á vöxtum, sem þau geta staðið undir. Þetta kemur fram í Guardian í dag.
Dexía lækkaði um 31% í morgun-Lækkun á öllum mörkuðum í gær, í nótt og í morgun
Fjármálamarkaðir heimsins virðast í frjálsu falli. Í morgun lækkuðu hlutabréf í fransk-belgíska bankanum Dexía um 31% eftir að hafa lækkað um 10% í gær. Neyðarfundur hefur verið boðaður í stjórn bankans í dag og Financial Times segir að rætt sé um að skipta bankanum upp og selja arðbærar deildir til þess að greiða upp skuldir hinna óarðbæru.
Jóhanna heldur áfram blekkingum um ESB-aðildina - stjórnarandstaðan máttlaus
Evrópumál og ESB-aðildarumsóknin settu engan svip á umræður um stefnuræðu forsætisráðherra mánudaginn 3. október. Ríkisstjórnin gerði enga grein fyrir stefnu sinni í viðræðunum við embættismennina þótt hinar „eiginlegu samningaviðræður“ hafi siglt af stað undir lok júní 2011. Er sérkennilegt að ekk...