« 5. október |
■ 6. október 2011 |
» 7. október |
Utanríkisráðherra Rússlands hættir skyndilega við heimsókn til Tromsø
Fallið hefur verið frá athöfn sem átti að verða í Háskólanum í Tromsø fimmtudaginn 12. október til heiðurs utanríkisráðherrum Noregs og Rússlands, Sergey Lavrov og Jonas Gahr Støre. Lavrov aflýsti komu sinni. Ætlunin var að gera þá sameiginlega að heiðursdoktorum. Sergey Lavrov tilkynnti í vikunn...
Sala hlutabréfa í Dexia stöðvuð - unnið að uppskiptum á bankanum
Sett hefur verið bann við viðskiptum með hlutabréf í Dexia-bankanum í Euronext-kauphöllinni. Belgíska fjármálaeftirlitið fór fram á þetta bann þar til bankinn gæti upplýst um fyrirhugaða sölu á útibúi sínu í Lúxemborg.
BBC fær kaldar kveðjur úr Páfagarði - sakað um „dæmalausa hræsni“
L‘Osservatore Romano, hálf-opinbert málgagn Páfagarðs, hefur gagnrýnt siðfræðilega ráðgjafa breska ríkisútvarpsins, BBC, og sagt þá halda fram „einskærri vitleysu“ og sakað útvarpsstöðina um „dæmalausa hræsni“. Þessi harða gagnrýni á rætur í því að innan BBC hafa verið settar leiðbeiningarreglur um...
Stjórnmálahlutföll í Grikklandi breytast
Nýjustu skoðanakannanir í Grikklandi sýna að viðhorf almennings til ríkisstjórnar George Papandreous og forsætisráðherrans sjálfs hafa breyst mikið frá því í upphafi ársins. Forsætisráðherrann naut jafnan mestra vinsælda en nýlegar kannanir sýna að Antonis Samaras, formaður hins hægri sinnaða stjórnarandstöðuflokks, Nýja lýðræðisflokksins, nýtur meiri vinsælda.
Barnabarn einræðisherra N-Kóreu „finnst“ á Facebook - fer í skóla í Mostar
Kim Han Sol, 16 árs sem er að hefja nám í alþjóðlegum skóla í Mostar í Bosníu-Herzegovínu, er að sögn franska blaðsins Le Figaro sem vitnar í suður-kórenska fjölmiðla, sonarsonur Kims Jongs Ils, einræðisherra í Norður-Kóreu. Hann er með litað ár, demanta í eyrum og hátísku-gleraugu. Blaðamenn í Suður-Kóreu „fundu“ Kim Han Sol á Twitter og Facebook og telja sig hafa sannreynt ætterni hans.
Kauphallarviðskipti styrkjast vegna vona um endurfjármögnun banka
Kauphallarviðskipti sýndu meiri trú fjárfesta að morgni fimmtudags 6. október en undanfarna daga þar sem fésýslumenn vona að innan ESB verði gripið til samræmdra aðgerða til að styrkja eiginfjárstöðu banka. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, boðaði aðgerðir í þá veru í sjónvarpsvið...
Spiegel: Evran hættulegasti gjaldmiðill í heimi
Evran er hættulegasti gjaldmiðill í heimi segir Spiegel í dag og segir að gjaldmiðillinn hafi verið byggður á skuldum annars vegar og blekkingum hins vegar. Við upptöku evrunnar hafi efnahagslegum grundvallaratriðum verið fórnað fyrir rómantíska pólitíska sýn á framtíðina.
Cameron lenti í vandræðum gagnvart stórmörkuðum vegna ræðunnar
David Cameron, forsætisráðherra Breta varð að breyta ræðu sinni á landsfundi Íhaldsflokksins í gær eftir athugasemdir frá verzlunarkeðjum.
Mótmæli í Aþenu: Látum hina ríku borga æptu reiðir mótmælendur
Í gær urðu mestu mótmæli á götum Aþenu frá því í júní sl. að sögn Guardian. Reiðir mótmælendur köstuðu grjóti í lögreglu, sem svaraði með táragasi. Við höfum enga vinnu og enga peninga æptu mótmælendur og sögðu: Látum hina ríku borga. Gríski vefmiðillinn ekathimerini segir hins vegar að þátttaka í mótmælunum hafi verið minni en skipuleggjendur þeirra vonuðust eftir.
Bretland: Neyzla heimila ekki minni í áratug
Neyzla heimila í Bretlandi hefur ekki verið minni í áratug að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs minnkuðu útgjöld heimila vegna matvöru um 620 milljónir punda eða um 30 pund á heimili miðað við fyrsta ársfjórðung.
EBA metur stöðu banka í hverju ESB-landi fyrir sig-endurfjármögnun í undirbúningi
Æðsta bankayfirvald innan Evrópusambandsins, European Bank Authority (EBA), situr nú á tveggja daga neyðarfundi við að taka saman skýrslu um stöðu banka innan ESB. Í skýrslunni verður staðan metin í hverju landi fyrir sig og mat lagt á það, hvað bankar í viðkomandi löndum þurfa á miklu nýju fjármagn...
Dómgreindarlaus ESB-málflutningur
Hér á landi er hópur manna svo upptekinn af því að Ísland verði aðili að ESB hvað sem það kostar að hann grípur hvert hálmstrá til þess að vinna skoðun sinni brautargengi. Eins og árar nú innan ESB og þó sérstaklega á evru-svæðinu er allt hey í harðindum hjá þessum hópi.
Hvers vegna þakkar enginn Steingrími J. - nema hann sjálfur?
Hvað ætli valdi því, að enginn þakkar Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, fyrir það mikla verk, sem hann hefur unnið í ríkisstjórn í síðustu tæp þrjú árin? Afleiðingin er sú, að hann verður sjálfur að flytja sér þakkir í hverri ræðunni á fætur annarri á Alþingi. Ræðan sem Steingrímur J. hefu...