« 8. október |
■ 9. október 2011 |
» 10. október |
Opinberir starfsmenn á námskeiðum í HÍ til undirbúnings ESB-aðild
Baldur Þórhallsson, Jean Monnet prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar, heldur um þessar mundir fyrirlestra og námskeið fyrir hinar ýmsu opinberu starfsgreinar til „að efla þekkingu starfsfólks stjórnsýslunnar og opinberra stofnana á samvinnu ríkja Evrópu...
Hollande sigrar í fyrri umferð forseta-prófkjöri franskra sósíalista
Fyrstu tölur í prófkjöri franskra sósíalista vegna forsetakosninganna vorið 2012 sýna afgerandi forystu hjá François Hollande, næst honum er Martine Aubry og Arnaud Montebourg er þriðji í röðinni. Rúmlega 1,5 milljón manna tók þátt í prófkjörinu. Þau Hollande og Aubry munu takast á í seinni umferð prófkjörsins, þar sem Hollande fékk ekki hreinan meirihluta kjósenda.
Pólski forsætisráðherrann sigrar í þingkosningum
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og flokkur hans, Borgaravettvangur (PO), (mið-hægri flokkur) sigruðu í pólsku þingkosningunum sunnudaginn 9. október með 39,6% atkvæða samkvæmt útgönguspá. PO hefur verið við völd síðan 2007. Flokkurinn fékk nokkru meira fylgi en stærsti stjórnarandstöðuflokku...
Boða „mikilvægar breytingar“ á starfsháttum á evru-svæðinu eftir sunnudagsfund í Berlín
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, ákváðu á fundi sínum í Berlín sunnudaginn 9. október að leggja til „mikilvægar breytingar“ á starfsháttum innan evru-svæðisins. Með þessu vilja þau stuðla að nánara og bindandi samstarfi evru-ríkjanna um efnahags- og ríkisfj...
Evu Joly gengur illa að ná til franskra kjósenda - talar eins og teknókrati en ekki frambjóðandi
Meðal umhverfissinna og græningja sætir Eva Joly, forsetaframbjóðandi þeirra vorið 2012, gagnrýni fyrir að ná ekki til fólks og fylgja ekki skýrri og fastmótaðri stefnu segir í blaðinu Le Monde.
Deilur í finnska þinginu um tryggingar Grikkja
Deilur hafa staðið í finnska þinginu um tryggingar Grikkja til Finna vegna björgunarlána. Stjórnarandstaðan á finnska þinginu segir að tryggingarnar séu einskis virði. Sannir Finnar og Miðflokkurinn benda á því til sönnunar, að engin önnur þjóð í Evrópu hafi áhuga á slíkum tryggingum. Timo Soini, leiðtogi Sannra Finna segir að Finnar eigi að draga sig út úr björgunaraðgerðunum.
Spánverjum fækkar að sögn spænska dagblaðsins El Pais. Nú er gert ráð fyrir að þeim fækki um hálfa milljón á næstu 10 árum.
Poul Thomsen: Vaxandi pólitísk og félagsleg þreyta í Grikklandi
Poul Thomsen, fulltrúi AGS í þríeykinu svonefnda í Grikklandi (og Íslendingar þekkja til frá stöfum hans hér fyrir AGS) segir í viðtali við Welt am Sonntag, þýzka dagblaðið í dag að Grikkland sé á krossgötum. Það sé ljóst að björgunaráætlunin fyrir Grikkland standist ekki ef stjórnvöld grípi ekki til alvarlegri kerfisbreytinga.
Neyðarsjóður ESB:Þjóðverjar vilja strangar starfsreglur-Frakkar andvígir
Ágreiningur Þjóðverja og Frakka um neyðarsjóð ESB, ESFS, snýst ekki bara um það, hvort Frakkar geti leitað til sjóðsins um endurfjármögnun frönsku bankanna. Frakkar vilja að sjóðurinn hafi að mestu leyti frjálsar hendur um starfsemi sína. Þjóðverjar eru annarar skoðunar að því er fram kemur í þýzkum blöðum í dag.
Danskur banki kominn í þrot-verður yfirtekinn um helgina
Danski bankinn, Max Bank, er að falli kominn og verður yfirtekinn af Finansiel Stabilitet, stofnun á vegum danska ríkisins, sem tekur að sér banka, sem fara í þrot, hafi vandi bankans ekki verið leystur kl.