Föstudagurinn 23. apríl 2021

Mánudagurinn 10. október 2011

«
9. október

10. október 2011
»
11. október
Fréttir

Hremmingar magnast hjá Blackberry

Milljónir manna í Evrópu, Indlandi, Afríku og Mið-Austurlandi sem nota Blackberry-tæki til símtala, vegna tölvupósts og netaðgangs hafa verið sambandslausir mánudaginn 10. október vegna þess að þjónusta fyrirtækisins Research in Motion (RiM) hefur legið niðri. Talið er að þjónusturofið megi rekja t...

Svisslendingar virkja neyðar­nefnd af ótta við evru-skuldir og bankahrun

Svissneska fjármála­eftirlitið hefur hvatt stjórnendur risabanka landsins, UBS og Credit Suisse til að auka gæði eiginfjár síns þegar ótti eykst við að skuldavandi Grikkja breytist í skuldavanda banka í Evrópu og annars staðar í heiminum.

Leiðtogafundi ESB-ríkjanna frestað til að búa í haginn fyrir afdrifaríkar ákvarðanir

Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, hefur ákveðið að fresta leiðtogafundi ESB ríkjanna annars vegar og fundi leiðtoga evru-ríkjanna hins vegar sem höfðu verið boðaðir 17. og 18. október í Brussel um eina viku. Segir hann að með frestuninni fái leiðtogarnir rýmri tíma til að undirbúa ákvarða...

Fésýslumenn í London: Vilja þjóðar­atkvæða­greiðslu um ESB-aðild Bretlands

Bretar eiga að efna til þjóðar­atkvæða­greiðslu um framtíð sína sem aðildarríki að Evrópu­sambandinu.

Þýskt blað: Merkel vill gjaldþrot Grikklands

Frá því er sagt á forsíðu Financial Times Deutschland mánudaginn 10. október að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vinni nú markvisst að því að Grikkland lendi í greiðsluþroti. Í blaðinu er vitnað í heimildarmann innan þýsku ríkis­stjórnar­innar sem segir: „Við þrýstum á þetta.“ Wolfgang Schäuble, f...

Spari­sjóður Sjálands yfirtók Max Bank

Spari­sjóður Sjálands hefur yfirtekið Max Bank að sögn Berlingske Tidende í morgun, þ.e. að segja hina arðbæru þætti í rekstri bankans. Um er að ræða 9 útibú með 125 starfsmönnum, þremur milljörðum danskra króna í útlánum og 3,8 milljörðum í innlánum. Max Bank fór í þrot núna um helgina, eins og sagt...

Ernst&Young: Neyðar­sjóður ESB þarf að sjöfaldast-í 3 trilljónir evra

Ernst&Young, hið alþjóðlega endurskoðunar­fyrirtæki, heldur því fram í nýrri skýrslu að sögn The Scotsman í morgun, að það þurfi að sjöfalda þá upphæð, sem neyðar­sjóður ESB(ESFS) hefur til umráða. Sjóðurinn þurfi að ráða yfir 3 trilljónum evra í stað 440 milljarða, sem hann hafi nú í höndum.

Merkel vill breytingar á Lissabon-sáttmála-veldur Írum áhyggjum

Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, vill breytingar á Lissabon-sáttmálanum, að sögn Irish Times í dag.

Prófkjör sósíalista: tvær milljónir tóku þátt

Um tvær milljónir kjósenda greiddu atkvæði í prófkjöri sósíalista í Frakklandi í gær og hefur sá fjöldi vakið athygli. Francois Hollande fékk flest atkvæði eins og komið hefur fram á Evrópu­vaktinni eða 37% og Martine Aubry 31% en Guardian segir að munurinn á milli þeirra hafi verið minni en búizt hafði verið við.

Lítilsháttar hækkun í Evrópu í morgun-blendin viðbrögð í Asíu í nótt

Markaðir í Evrópu opnuðu í morgun með lítilsháttar hækkun, sem fréttastofur segja, að endurspegli hóflega bjartsýni í framhaldi af fundi Merkel og Sarkozy í Berlín í gær.

Leiðarar

Af hverju má ekki ræða aðildarumsóknina og fjármálakreppuna á Alþingi?

Nú er vika liðin frá því, að Alþingi kom saman og enn hafa ekki farið fram á þingi alvarlegar umræður um aðildarumsókn Íslands að Evrópu­sambandinu í ljósi hinnar háalvarlegu stöðu í fjármálum evruríkjanna.

Í pottinum
 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS