« 15. október |
■ 16. október 2011 |
» 17. október |
François Hollande forsetaframbjóðandi franskra sósíalista - 2,7 milljónir greiddu atkvæði
François Hollande hefur verið kosinn frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum í Frakklandi eftir sjö mánuði.
Slá upp tjaldbúðum við evrópska seðlabankann í Frankfurt
Talið er að um 40.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn bönkum og fyrirtækjum í Þýskalandi laugardag 15. og sunnudag 16. október. Þýska fréttastofan Deutsche Welle segir þetta aðeins upphafið, óánægja meðal almennings sé að magnast. Eftir mótmæli fyrir framan Seðlabanka Evrópu í Frankfurt fram e...
Danmörk: Spunameistarar, stjórnmálamenn og blaðamenn njóta ekki trausts
Spunameistarar, stjórnmálamenn og blaðamenn eru þeir starfshópar, sem njóta minnst trausts meðal Dana, að því er fram kemur í könnun Radius Kommunikation, sem Berlingske Tidende segir frá í dag.
G-20 ríkin koma evruríkjunum til hjálpar með milligöngu AGS
Samkvæmt fréttum Sunday Telegraph í morgun bendir flest til þess, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn verði notaður af hálfu G-20 ríkjanna til þess að koma evrusvæðinu til bjargar.
Frakkland: Kosið á milli Hollande og Aubry í dag
Í dag fer fram seinni umferð prófkjörs á vegum franskra sósíalista um frambjóðanda þeirra í forsetakosningunum í Frakklandi á næsta ári. Kosið verður á milli Francois Hollande, sem fékk 39% atkvæða sl.
Stjórnandi PIMCO biðst afsökunar á lélegum árangri í ár
„Skuldabréfakóngurinn“ (Bond King) Bill Gross, sem stjórnar stærsta skuldabréfasjóði í heimi, PIMCO, hefur beðizt opinberlega afsökunar á lélegri frammistöðu sjóðsins á þessu ári. Hann vanmat að sögn Reuters, smitunaráhrifin frá fjármálakreppunni í Evrópu og frá umræðunum í Bandaríkjunum um skuldaþakið en hvoru tveggja breytti efnahagsstöðu þróaðra ríkja og sveigði þau í átt til samdráttar.
Harka eftir friðsamleg mótmæli í Róm - aðgerðir um heim allan
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að þeim verði refsað sem gripu til skemmdarverka í Róm eftir friðsamleg fjöldamótmæli í borginni laugardaginn 15. okróber. Um 70 manns slösuðust þegar lögregla snerist gegn mótmælendum. Kveikt var í bílum og ruslagámum. Mórmælin í Róm voru liður í a...
Grænfriðungar kynna nýtt vistvænt aðgerðaskip
Greenpeace, grænfriðungar, kynntu nýtt skip sitt Rainbow Warrior III í Berne-skipasmíðastöðinni í Norður-Þýskalandi föstudaginn 14. október, skipið var smíðað í Gdansk og er sagt umhverfisvænt að innan sem utan. Talsmenn grænfriðunga segja að skipið sé „grænasta aðgerðaskip heims“, Það er byggt f...
Þingflokksformaður hreykir sér af því að kasta bók í ruslakörfuna
Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks vinstri-grænna, skrifar á vefsíðu sína föstudaginn 14. október: „Í gær fengum við þingmenn bók að gjöf. Bókin heitir “Peningar, græðgi og guð„ og ber undirtitillinn “Hvers vegna kapítalisminn er lausnin en ekki vandamálið.“ Inntak bókarinnar mun vera ...