Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Sunnudagurinn 16. október 2011

«
15. október

16. október 2011
»
17. október
Fréttir

François Hollande forsetaframbjóðandi franskra sósíalista - 2,7 milljónir greiddu atkvæði

François Hollande hefur verið kosinn frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum í Frakklandi eftir sjö mánuði.

Slá upp tjaldbúðum við evrópska seðlabankann í Frankfurt

Talið er að um 40.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn bönkum og fyrirtækjum í Þýskalandi laugardag 15. og sunnudag 16. október. Þýska fréttastofan Deutsche Welle segir þetta aðeins upphafið, óánægja meðal almennings sé að magnast. Eftir mótmæli fyrir framan Seðlabanka Evrópu í Frankfurt fram e...

Danmörk: Spunameistarar, stjórnmálamenn og blaðamenn njóta ekki trausts

Spunameistarar, stjórnmálamenn og blaðamenn eru þeir starfshópar, sem njóta minnst trausts meðal Dana, að því er fram kemur í könnun Radius Kommunikation, sem Berlingske Tidende segir frá í dag.

G-20 ríkin koma evruríkjunum til hjálpar með milligöngu AGS

Samkvæmt fréttum Sunday Telegraph í morgun bendir flest til þess, að Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn verði notaður af hálfu G-20 ríkjanna til þess að koma evru­svæðinu til bjargar.

Frakkland: Kosið á milli Hollande og Aubry í dag

Í dag fer fram seinni umferð prófkjörs á vegum franskra sósíalista um frambjóðanda þeirra í forsetakosningunum í Frakklandi á næsta ári. Kosið verður á milli Francois Hollande, sem fékk 39% atkvæða sl.

Stjórnandi PIMCO biðst afsökunar á lélegum árangri í ár

„Skulda­bréfakóngurinn“ (Bond King) Bill Gross, sem stjórnar stærsta skuldabréfa­sjóði í heimi, PIMCO, hefur beðizt opinberlega afsökunar á lélegri frammistöðu sjóðsins á þessu ári. Hann vanmat að sögn Reuters, smitunaráhrifin frá fjármálakreppunni í Evrópu og frá umræðunum í Bandaríkjunum um skuldaþakið en hvoru tveggja breytti efnahagsstöðu þróaðra ríkja og sveigði þau í átt til samdráttar.

Harka eftir friðsamleg mótmæli í Róm - aðgerðir um heim allan

Silvio Berlusconi, forsætis­ráðherra Ítalíu, segir að þeim verði refsað sem gripu til skemmdarverka í Róm eftir friðsamleg fjöldamótmæli í borginni laugardaginn 15. okróber. Um 70 manns slösuðust þegar lög­regla snerist gegn mótmælendum. Kveikt var í bílum og ruslagámum. Mórmælin í Róm voru liður í a...

Grænfriðungar kynna nýtt vistvænt aðgerðaskip

Greenpeace, grænfriðungar, kynntu nýtt skip sitt Rainbow Warrior III í Berne-skipasmíðastöðinni í Norður-Þýskalandi föstudaginn 14. október, skipið var smíðað í Gdansk og er sagt umhverfisvænt að innan sem utan. Talsmenn grænfriðunga segja að skipið sé „grænasta aðgerðaskip heims“, Það er byggt f...

Í pottinum

Þing­flokksformaður hreykir sér af því að kasta bók í ruslakörfuna

Björn Valur Gíslason, formaður þing­flokks vinstri-grænna, skrifar á vefsíðu sína föstudaginn 14. október: „Í gær fengum við þingmenn bók að gjöf. Bókin heitir “Peningar, græðgi og guð„ og ber undirtitillinn “Hvers vegna kapítalisminn er lausnin en ekki vandamálið.“ Inntak bókarinnar mun vera ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS