« 17. október |
■ 18. október 2011 |
» 19. október |
Meðal aðildarríkja og embættismanna Evrópusambandsins er vilji til þess að teygja túlkun á kröfum sambandsins um aðlögun af hálfu umsóknarríkis til móts við óskir íslenska utanríkisráðuneytisins. ESB telur ekki að horfið sé frá reglunum með víðri túlkun á þeim þótt menn séu ef til vill á þunnum ís.
Víðtæk verkföll í Grikklandi í vikunni
Víðtæk verkföll verða í Grikklandi í þessari viku að sögn gríska vefmiðilsins ekathimerini. Í dag byrja samgöngur að lamast að hluta til en stöðvun samgöngutækja, svo sem járnbrauta nær hámarki á morgun, miðvikudag. Segja má að allsherjarverkfall standi í Grikklandi á miðvikudag og fimmtudag. Tollgæzlumenn verða í verkfalli, sem getur leitt til skorts á nauðsynjavörum.
Moody´s segir horfur á lánshæfismati Frakka neikvæðar
Moody´s, lánshæfismatsfyrirtækið hefur sent frá sér viðvörun þess efnis, að mati á efnahagshorfum Frakka hafi verið breytt í neikvæðar, sem gæti verið undanfari þess að lánshæfismatið verði lækkað. Fjármálaráðherra Frakka, Francois Baroin, hefur tjáð sig um málið og segir enga hættu á ferðum, Frakkar verði skrefi á undan í niðurskurði fjárlagahalla.
DIW í Berlín: Frakkland getur misst AAA verði neyðarsjóður stækkaður-evrusvæðið splundrast
Í Berlín er starfandi rannsóknarstofnun, sem nefnist DIW og er í hópi þeirra ráðgjafa, sem Angela Markel, kanslari leitar til. Þessi stofnun hefur varað við því skv. fréttum í Daily Telegraph í dag, að stækkun neyðarsjóðs ESB (ESFS) úr 440 milljörðum evra í 2 trilljónir evra geti leitt til þess að Frakkland missi AAA lánshæfismat sitt.
Markaðir í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu breyttu um stefnu eftir yfirlýsingar talsmanns Angelu Merkel og Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands í gær þess efnis, að ekki mætti búast við að vandi evruríkjanna yrði leystur á leiðtogafundi ESB hinn 23. október n.k. Sú viðvörun kom í kjölfar fundar fjár...
Ójafn leikur - ESB setur reglurnar
Viðræður fulltrúa Evrópusambandsins og Íslands minna á glímukappa sem tipla á tánum í kringum hvorn annan. Þó er sá munur á að viðræðunefndir Íslands og ESB eru ekki leita að taki til að fella andstæðinginn heldur að smugu til að halda viðræðum áfram í samræmi við leikreglur annars aðilans.
Í heimi þeirra, sem velta fyrir sér ýmsum uppákomum á vettvangi íslenzkra stjórnmála frá degi til dags vekur atlagan að ráðningu Páls Magnússonar til Bankasýslu ríkisins furðu.Hún veikir augljóslega þá síendurteknu staðhæfingu Samfylkingar, að sá flokkur kunni betur að umgangast embættaveitingar en ...