« 19. október |
■ 20. október 2011 |
» 21. október |
Miðað við heitstrengingar stjórnarerindreka og stjórnmálamanna í Brussel miðvikudaginn 19. október um að sunnudaginn 23. október myndu leiðtogar ESB-ríkjanna 27 og síðan evru-ríkjanna 17 marka þáttaskil í varnaraðgerðum vegna evrunnar og til lausnar á skuldavanda evru-ríkjanna kemur það eins og reið...
Allt er á huldu um hvenær viðkvæmustu málin í aðildarviðræðum fulltrúa Íslands og ESB verða tekin til umræðu.
ESB: Lánshæfismatsfyrirtækjum bannað að birta mat á einstökum ríkjum?
Financial Times, Deutschland, segir að Michel Barnier, sem sæti á í framkvæmdastjórn ESB hafi verið að undirbúa tillögur, sem geri nýrri stofnun ESB, fjármálaeftirliti Evrópusambandsins, heimild til að banna lánshæfismatsfyrirtækjum að birta lánshæfismat fyrir einstök ríki á krísupunktum, eins og þe...
Aþena: Rotnandi úrgangi, grjóti og Molotov-kokteilum kastað á lögreglu
Fjölmiðlar í Grikklandi telja að um 100 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælum í miðborg Aþenu í gær að sögn ekathimerini, gríska vefmiðilsins. Lögreglan telur hins vegar að mótmælendur hafi verið um 70 þúsund. Sagt er að 16 lögreglumenn hafi særst og 3 mótmælendur.
Meiri háttar uppreisn í þingflokki Íhaldsflokksins-krefjast þjóðaratkvæðis um aðild Breta að ESB
Daily Telegraph segir í dag, að David Cameron standi frammi fyrir mestu uppreisn í þingflokki Íhaldsflokksins frá því hann tók við embætti forsætisráðherra. Í næstu viku verða greidd atkvæði í brezka þinginu um tillögu, sem gerir ráð fyrir að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Bretar segi sig úr ESB eða endursemji um aðild sína.
Frakkar og Þjóðverjar ósammála um leiðir-markaðir lækka
Og enn lækka markaðir. Ástæðan er talin vera nýjar fréttir um ágreining á milli Frakka og Þjóðverja um leiðir út úr vandamálum evrusvæðisins. Sarkozy fór til Frankfurt í gær og átti þar fund með Merkel, kanslara Þýzkalands, Lagarde, forstjóra AGS og Trichet, bankastjóra Seðlabanka Evrópu. Sagt er að eftir fundinn hafi Sarkozy sagt að ekki væri samstaða á milli Frakka og Þjóðverja.
Evru-sinnar binda miklar vonir við ákvarðanir í Brussel 23. október
Miklar vonir eru bundnar við það meðal embættismanna, stjórnmálamanna og stjórnarerindreka í Brussel að á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sunnudaginn 23. október verði mörkuð þáttaskil í baráttunni við skuldavandann á evrusvæðinu. Teknar verði afdráttarlausar ákvarðanir sem bindi annars vegar ...