Fimmtudagurinn 19. apríl 2018

Fimmtudagurinn 20. október 2011

«
19. október

20. október 2011
»
21. október
Fréttir

Dregið úr mikilvægi ESB-leiðtogafundarins á sunnudaginn - evru-leiðtogar ætla að hittast aftur í næstu viku

Miðað við heitstrengingar stjórnar­erindreka og stjórnmálamanna í Brussel miðvikudaginn 19. október um að sunnudaginn 23. október myndu leiðtogar ESB-ríkjanna 27 og síðan evru-ríkjanna 17 marka þáttaskil í varnaraðgerðum vegna evrunnar og til lausnar á skuldavanda evru-ríkjanna kemur það eins og reið...

Allt á huldu um ESB-viðræður um landbúnað og fisk - ESB vill bíða eftir jákvæðara viðhorfi íslensks almennings

Allt er á huldu um hvenær viðkvæmustu málin í aðildarviðræðum fulltrúa Íslands og ESB verða tekin til umræðu.

ESB: Lánshæfismatsfyrirtækjum bannað að birta mat á einstökum ríkjum?

Financial Times, Deutschland, segir að Michel Barnier, sem sæti á í framkvæmda­stjórn ESB hafi verið að undirbúa tillögur, sem geri nýrri stofnun ESB, fjármála­eftirliti Evrópu­sambandsins, heimild til að banna lánshæfismatsfyrirtækjum að birta lánshæfismat fyrir einstök ríki á krísupunktum, eins og þe...

Aþena: Rotnandi úrgangi, grjóti og Molotov-kokteilum kastað á lög­reglu

Fjölmiðlar í Grikklandi telja að um 100 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælum í miðborg Aþenu í gær að sögn ekathimerini, gríska vefmiðilsins. Lög­reglan telur hins vegar að mótmælendur hafi verið um 70 þúsund. Sagt er að 16 lög­reglumenn hafi særst og 3 mótmælendur.

Meiri háttar uppreisn í þing­flokki Íhalds­flokksins-krefjast þjóðar­atkvæðis um aðild Breta að ESB

Daily Telegraph segir í dag, að David Cameron standi frammi fyrir mestu uppreisn í þing­flokki Íhalds­flokksins frá því hann tók við embætti forsætis­ráðherra. Í næstu viku verða greidd atkvæði í brezka þinginu um tillögu, sem gerir ráð fyrir að efnt verði til þjóðar­atkvæða­greiðslu um hvort Bretar segi sig úr ESB eða endursemji um aðild sína.

Frakkar og Þjóðverjar ósammála um leiðir-markaðir lækka

Og enn lækka markaðir. Ástæðan er talin vera nýjar fréttir um ágreining á milli Frakka og Þjóðverja um leiðir út úr vandamálum evru­svæðisins. Sarkozy fór til Frankfurt í gær og átti þar fund með Merkel, kanslara Þýzkalands, Lagarde, for­stjóra AGS og Trichet, banka­stjóra Seðlabanka Evrópu. Sagt er að eftir fundinn hafi Sarkozy sagt að ekki væri samstaða á milli Frakka og Þjóðverja.

Leiðarar

Evru-sinnar binda miklar vonir við ákvarðanir í Brussel 23. október

Miklar vonir eru bundnar við það meðal embættismanna, stjórnmálamanna og stjórnar­erindreka í Brussel að á leiðtogafundi Evrópu­sambandsríkjanna sunnudaginn 23. október verði mörkuð þáttaskil í baráttunni við skuldavandann á evru­svæðinu. Teknar verði afdráttarlausar ákvarðanir sem bindi annars vegar ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS