« 27. október |
■ 28. október 2011 |
» 29. október |
Krugman: Skellið ekki skuldinni á krónuna - rök á móti evru sterkari en rökin með henni
„DON’T Blame The Krona“ - skellið ekki skuldinni á krónuna, er fyrirsögn á bloggsíðu nóbelsverðlaunahafans og hagfræðingsins Pauls Krugmans, sem segist staddur í Reykjavík þegar hann skrifar það snemma morguns föstudaginn 28. október, daginn eftir að hafa setið ráðstefnu á Íslandi. Hann segir að ...
Cameron sakar ESB um stöðugar árásir á fjármálafyrirtæki í London
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að fjármálafyrirtæki í Bretlandi séu undir „stöðugum árásum“ vegna tilskipana frá ESB að því er BBC segir föstudaginn 28. október. Í flugvél á leiðinni af leiðtogafundi ESB í Brussel til leiðtogafundar bresku samveldisríkjanna í Perth í Ástralíu sagð...
Kenneth Rogoff: Grikkir hverfa af evru-svæðinu
Kenneth Rogoff, hagfræðiprófessor við Harvard-háskóla, telur að hækkun á mörkuðum eftir leiðtogafund evru ríkjanna og niðurstöðu hans aðfaranótt 27. október standi á veikum grunni. „Að mínu mati fagna menn á´mörkuðum því að ekki hafi verið gengið frá þeim fyrir fullt og allt. Á skömmum tíma kemur ó...
Ítalía: Ávöxtunarkrafan á 10 ára bréf komin í 6,06%
Ávöxtunarkrafa á 10 ára ítölsk ríkisskuldabréf er komin yfir 6%, sem er talið það mark, sem slík krafa megi ekki fara yfir. Ávöxtunarkrafan var 6,06% í morgun og tókst Ítölum ekki að selja öll þau bréf, sem þeir stefndu að. Þeir seldu fyrir 7,9 milljarða evra en stefndu að því að selja fyrir 8,5 milljarða evra.
Er uppbyggingu áliðnaðar á Íslandi lokið fyrir utan framleiðsluaukningu, sem hægt er að ná fram í núverandi álverum með margvíslegri hagræðingu? Þessi skoðun kemur fram í greinaflokki, sem birtzt hefur hér á Evrópuvaktinni síðustu daga og finna má undir kaflaheitinu Viðskiptavaktin. Fjórða og síðasta greinin birtist í dag. Rökin, sem færð eru fyrir þessu sjónarmiði eru eftirfarandi.
Papandreou: Vinnum að umbótum án þess að vera í skuldafjötrum
Papandreou, forsætisráðherra Grikkja segir að nýtt ár verði fyrsta árið, sem auknar skuldabyrðar verði ekki lagðar á herðar grísku þjóðarinnar. Hann segir Grikki nú geta unnið að umbótum í landi sínu án þess að vera í skuldafjötrum. Afskriftir verði ekki vandamál fyrir grísku bankana heldur skapi þær ný tækifæri fyrir þá.
NYTimes: Merkel vann taugastríðið við bankamennina
New York Tímes segir í dag að Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, hafi unnið taugastríð við bankamennina í Evrópu. Hún hafi sagt við þá á lokuðum fundi aðfararnótt fimmtudags: annað hvort samþykkið þið 50% afskriftir á skuldum Grikkja eða þið takið sjálfir áhættuna af afleiðingum gjaldþrots. Der Spiegel segir að vegur Merkel hafi aukizt mjög í Evrópu eftir fundinn á miðvikudag.
Daily Telegraph: Portúgal komið í „grískt ferli“- aðgerðir evruríkja „Maginot-lína“?
Daily Telegraph viðrar þá skoðun í dag, að aðgerðir evruríkjanna séu eins konar Maginot-varnarlina, sem geti hrunið vegna vandamála Portúgals, Spánar og Ítalíu. Blaðið segir að Portúgal sé komið í „grískt ferli“, þar sem allt stefni niður á við, annars vegar vegna harðra aðhaldsaðgerða og hins vegar vegna þröngrar peningamálastefnu Seðlabanka Evrópu.
Kína lykilaðili í endurreisn evrusvæðis-en Kínverjar setja skilyrði
Kína getur orðið lykilaðili í endurreisn evrusvæðisins að mati Financial Times í dag en Kínverjar setja skilyrði. Í fyrsta lagi að önnur ríki komi einnig til skjalanna. Í öðru lagi að öruggar tryggingar verði fyrir lánveitingum Kína. Í þriðja lagi að ríkisstjórnir Evrópulanda láti vera að gagnrýna gjaldmiðilsstefnu Kínverja.
Hlusta þau á Krugman, Stiglitz og Wolf?!
Tveir Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði, Paul Krugman og Joseph Stiglizt skilja ekkert í áhuga þeirra Íslendinga, sem vilja taka upp evru á þeim gjaldmiðli. Einn þekktasti blaðamaður heims, sem fjallar um alþjóðleg fjármál, Martin Wolf, blaðamaður á Financial Times skilur heldur ekkert í þessum áhuga.
Af hverju þarf RÚV að nota þessa milliliði?
Fréttaflutningur RÚV af vandamálum evruríkjanna er umhugsunarefni. Fréttastofan hefur að vísu tekið sig á og birtir nú reglulegar og ítarlegar fréttir af þróun mála á evrusvæðinu en þegar leitað er til svokallaðra sérfræðinga hér á Íslandi og þá fyrst og fremst í háskólum harðnar á dalnum. Þegar vel er hlustað kemur í ljós, að nánast enginn þessara sérfræðinga hefur nokkuð nýtt fram að færa.