Þriðjudagurinn 28. júní 2022

Miðvikudagurinn 2. nóvember 2011

«
1. nóvember

2. nóvember 2011
»
3. nóvember
Fréttir

Papandreou stillt upp við vegg í Cannes - vilja Grikkir evru eða ekki

Leiðtogar Evrópu­sambandsins settu Grikkjum stólinn fyrir dyrnar síðdegis miðvikudaginn 2. nóvember, daginn fyrir leiðtogafund G20 ríkjanna í Cannes í Frakklandi. Þeir sögðu að ekki yrði frekar komið til móts við óskir Grikkja vegna skuldavandans en gert var á leiðtogafundi evru-ríkjanna fyrir viku. ...

Uffe Ellemann-Jensen segir óreynda stúdenta stjórna Danmörku

Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkis­ráðherra Dana, hefur undanfarin ár starfað á vegum danska utanríkis­ráðuneytisins sem „útflutningssendiherra“ eins og það er kallað í Danmörku.

Evrunni ógnað - Papandreou kallaður á teppið

Ákvörðun George Papandreous, forsætis­ráðherra Grikkja, um þjóðar­atkvæða­greiðslu vegna lausnar á skuldavandanum hefur stefnt evrunni „í voða“ að mati Günthers Öttingers, orkumála­stjóra ESB. Öttinger segir við þýska blaðið Die Welt miðvikudaginn 2. nóvember: „Ástandið var nógu erfitt fyrir og nú töpu...

Öryggi og frelsi í netheimi á alþjóða­ráð­stefnu í London

Þriðjudaginn 1. nóvember hófst tveggja daga alþjóða­ráð­stefna í London um netheiminn – London Cyber Conference – með þátttöku fulltrúa frá 60 löndum. Markmið fundarins sem haldinn er að frumkvæði Williams Hagues, utanríkis­ráðherra Breta, var að kanna grundvöll fyrir alþjóða­reglur um frelsi og öryggi ...

For­stjóri stærsta skuldabréfa­sjóðs heims: Ísland fór rétt að-sagði bönkunum að hirða sitt og fara

Bill Gross, for­stjóri stærsta skuldabréfa­sjóðs í heimi, PIMCO, (sem er í eigu þýzka Allianz)sagði á fundi í London í gær, að Ísland væri land, sem hefði endur­skipulagt fjármál sín með réttum hætti. Þeir hefðu sagt bönkunum að hirða sitt og fara heim. Grikkir ættu kannski að gera það sama, annars standi þeir frammi fyrir miklum erfiðleikum í 5-10-15 ár.

Evrópa: Markaðir hækkuðu við opnun en eru tvístígandi-Ítalía hættulegri en Grikkland segir Turner

Markaðir í Evrópu hækkuðu við opnun i morgun. Þannig hækkaði London um 0,65%, Frankfurt um 1,19% og París um 1,42%, sem bendir til að fjármála­markaðir séu að ná sér eftir það áfall sem þeir fengu vegna ákvörðunar Papandreous um þjóðar­atkvæði í gær. Þegar leið á morgunin var London hins vegar komin i mínus og af Frankfurt og París dregið.

Meiri stuðningur meðal blaðamanna en stjórnmálamanna

Svo virðist sem meiri stuðningur sé við ákvörðun Papandreous um þjóðar­atkvæði í Grikklandi meðal blaðamanna en stjórnmálamanna í Evrópu. Í gær sagði aðstoðar­rit­stjóri FT Deutschland að ákvörðun Papandreous væri rökrétt í ljósi hinna lýðræðislegu hefða í Grikklandi. Robert Preston, viðskiptarit­stjóri BBC hefur tekið í sama streng.

Papandreou hlaut einróma stuðning ríkis­stjórnar sinnar

Papandreou, forsætis­ráðherra Grikklands, hlaut einróma stuðning ríkis­stjórnar sinnar á sjö klukkustunda fundi í gærkvöldi, við þá ákvörðun að efna til þjóðar­atkvæða­greiðslu um samkomulag Grikkja við ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu.

Leiðarar

Elítan er æf yfir ákvörðun Papandreous

Það er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum við ákvörðun Papandreous um að efna til þjóðar­atkvæða­greiðslu um samkomulag Grikklands við ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu. Stór hluti „elítunnar“ í Evrópu er æf af reiði vegna þeirrar ósvífni gríska forsætis­ráðherrans að veita grísku þjóðinni síðasta orðið í þessu máli. Stjórnmálamenn eru æfir. Embættismenn eru æfir.

Pistlar

Evru-vandinn breytir þýskum stjórnmálum - Sjóræningja­flokkurinn vísar til Íslands

Ég hélt áfram að fræðast um afstöðu Þjóðverja til ESB-umsóknar okkar Íslendinga.

Í pottinum

Hverjir eru þessir „menn“, sem Jóhanna vísar til?

Í gærkvöldi spurði fréttamaður RÚV Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætis­ráðherra, álits á ákvörðun Papandreous um þjóðar­atkvæða­greiðslu, þar sem ráðherrann var stödd á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Jóhanna Sigurðar­dóttir svaraði spurningu um skoðun hennar á þessum atburðum með því að segja að „menn“ segðu þetta og hitt.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS