« 1. nóvember |
■ 2. nóvember 2011 |
» 3. nóvember |
Papandreou stillt upp við vegg í Cannes - vilja Grikkir evru eða ekki
Leiðtogar Evrópusambandsins settu Grikkjum stólinn fyrir dyrnar síðdegis miðvikudaginn 2. nóvember, daginn fyrir leiðtogafund G20 ríkjanna í Cannes í Frakklandi. Þeir sögðu að ekki yrði frekar komið til móts við óskir Grikkja vegna skuldavandans en gert var á leiðtogafundi evru-ríkjanna fyrir viku. ...
Uffe Ellemann-Jensen segir óreynda stúdenta stjórna Danmörku
Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Dana, hefur undanfarin ár starfað á vegum danska utanríkisráðuneytisins sem „útflutningssendiherra“ eins og það er kallað í Danmörku.
Evrunni ógnað - Papandreou kallaður á teppið
Ákvörðun George Papandreous, forsætisráðherra Grikkja, um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna lausnar á skuldavandanum hefur stefnt evrunni „í voða“ að mati Günthers Öttingers, orkumálastjóra ESB. Öttinger segir við þýska blaðið Die Welt miðvikudaginn 2. nóvember: „Ástandið var nógu erfitt fyrir og nú töpu...
Öryggi og frelsi í netheimi á alþjóðaráðstefnu í London
Þriðjudaginn 1. nóvember hófst tveggja daga alþjóðaráðstefna í London um netheiminn – London Cyber Conference – með þátttöku fulltrúa frá 60 löndum. Markmið fundarins sem haldinn er að frumkvæði Williams Hagues, utanríkisráðherra Breta, var að kanna grundvöll fyrir alþjóðareglur um frelsi og öryggi ...
Forstjóri stærsta skuldabréfasjóðs heims: Ísland fór rétt að-sagði bönkunum að hirða sitt og fara
Bill Gross, forstjóri stærsta skuldabréfasjóðs í heimi, PIMCO, (sem er í eigu þýzka Allianz)sagði á fundi í London í gær, að Ísland væri land, sem hefði endurskipulagt fjármál sín með réttum hætti. Þeir hefðu sagt bönkunum að hirða sitt og fara heim. Grikkir ættu kannski að gera það sama, annars standi þeir frammi fyrir miklum erfiðleikum í 5-10-15 ár.
Evrópa: Markaðir hækkuðu við opnun en eru tvístígandi-Ítalía hættulegri en Grikkland segir Turner
Markaðir í Evrópu hækkuðu við opnun i morgun. Þannig hækkaði London um 0,65%, Frankfurt um 1,19% og París um 1,42%, sem bendir til að fjármálamarkaðir séu að ná sér eftir það áfall sem þeir fengu vegna ákvörðunar Papandreous um þjóðaratkvæði í gær. Þegar leið á morgunin var London hins vegar komin i mínus og af Frankfurt og París dregið.
Meiri stuðningur meðal blaðamanna en stjórnmálamanna
Svo virðist sem meiri stuðningur sé við ákvörðun Papandreous um þjóðaratkvæði í Grikklandi meðal blaðamanna en stjórnmálamanna í Evrópu. Í gær sagði aðstoðarritstjóri FT Deutschland að ákvörðun Papandreous væri rökrétt í ljósi hinna lýðræðislegu hefða í Grikklandi. Robert Preston, viðskiptaritstjóri BBC hefur tekið í sama streng.
Papandreou hlaut einróma stuðning ríkisstjórnar sinnar
Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hlaut einróma stuðning ríkisstjórnar sinnar á sjö klukkustunda fundi í gærkvöldi, við þá ákvörðun að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um samkomulag Grikkja við ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu.
Elítan er æf yfir ákvörðun Papandreous
Það er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum við ákvörðun Papandreous um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um samkomulag Grikklands við ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu. Stór hluti „elítunnar“ í Evrópu er æf af reiði vegna þeirrar ósvífni gríska forsætisráðherrans að veita grísku þjóðinni síðasta orðið í þessu máli. Stjórnmálamenn eru æfir. Embættismenn eru æfir.
Evru-vandinn breytir þýskum stjórnmálum - Sjóræningjaflokkurinn vísar til Íslands
Ég hélt áfram að fræðast um afstöðu Þjóðverja til ESB-umsóknar okkar Íslendinga.
Hverjir eru þessir „menn“, sem Jóhanna vísar til?
Í gærkvöldi spurði fréttamaður RÚV Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, álits á ákvörðun Papandreous um þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem ráðherrann var stödd á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Jóhanna Sigurðardóttir svaraði spurningu um skoðun hennar á þessum atburðum með því að segja að „menn“ segðu þetta og hitt.