« 4. nóvember |
■ 5. nóvember 2011 |
» 6. nóvember |
Samaras segir Papandreou hættulegan fyrir Grikkland
Antonis Samaras, formaður Nýja lýðræðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Grikklandi, hittir Grikklandsforseta sunnudaginn 6. nóvember til að ræða stjónmálastöðuna en Samaras neitar að taka þátt í þjóðstjórn að tillögu George Papandreous, hins stórlaskaða forsætisráðherra. Samaras segi...
Le Monde: Niðurlæging og einsemd evru-ríkja meðal G20
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta tókst ekki að knýja fram þá „skýru niðurstöðu“ á leiðtogafundi G20 ríkjanna í Cannes sem hann hafði boðað segir Le Monde laugardaginn 5. nóvember að loknum fundinum. Blaðið segir að mál hafi farið á annan veg en Sarkozy hafi vænst vegna stjórnmála- og skuldakre...
Papandreou telur sig enn geta myndað þjóðstjórn
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, gekk á fund Karolos Papoulias, forseta Grikklands, um hádegisbil laugardaginn 5. nóvember og lýsti yfir ásetningi sínum um að stilla til friðar í stjórnmálalífi landsins. „Ég mun gera allt í mínu valdi til að mynda ríkisstjórn sem byggist á víðtækri s...
Austurríkismenn vilja Grikki burt af evru-svæðinu
Ný könnun meðal Austurríkismanna sýnir að 49% þeirra vilja að Grikki hverfi af evru-svæðinu.
Spánn: PP vinnur stórsigur í þingkosningum
Ný skoðanakönnun á Spáni, sem byggir á 18 þúsund manna úrtaki bendir til þess að helzti stjórnarandstöðuflokkurinn, PP flokkurinn (á ensku: Popular Party) vinni mikinn sigur og fái 195 þingsæti af 350 á spænska þinginu en sósíalistar, sem nú stjórna Spáni fá 116-121 þingsæti.
Bandaríkin: 80 þúsund ný störf í október
Um 80 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í október, sem bendir til þess að efnahagslífið sé að taka við sér að sögn Financial Times.
Lagarde: Umbótaáætlun Ítala skortir trúverðugleika
Christine Lagarde, forstjóri AGS segir að umbótaáætlun Ítala skorti trúverðugleika. Hún segir að AGS muni rannsaka stöðuna á Ítalíu í hverjum ársfjórðungi og hafi ítölsk stjórnvöld ekki staðið við sitt muni hún segja það. Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að sú stofnun muni líka auka eftirlit með Ítalíu.
G-20 ríkin: Samkomulag um að efla AGS-fundurinn misheppnaðist segir Guardian
Fundi leiðtoga G-20 ríkjanna í Cannes lauk í gær með almennu samkomulagi um að efla AGS en án þess að gerð væri grein fyrir því með ítalegri hætti hvernig það yrði gert og hvernig leiðtogarnir ætli að leysa vandamál evrusvæðisins. Sumir fréttamenn halda því fram, að leiðtogunum hafi mistekizt að ná raunverulegu samkomulagi.
Grikkland:Papandreou á fund forseta um hádegi-þingkosningar í febrúar?
Papandreou, forsætisráðherra Grikklands gengur á fund forseta Grikklands um hádegisbilið í dag eftir að hafa unnið atkvæðagreiðslu í gríska þinginu seint i gærkvöldi um vantraust á ríkisstjórnina. Papandreou og stjórn hans fengu 153 atkvæði en 145 greiddu atkvæði með vantrausti. Gert er ráð fyrir að Papandreou ræði við forseta um myndun samsteypustjórnar fleiri flokka.
Enn fellur ríkisstjórn í Evrulandi - ESB-firring hér og þar
Einkennilegt er að lesa á netinu að George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hafi hlotið traust gríska þingsins að kvöldi föstudags 4. nóvember eins og um einhvern sigur af hans hálfu hafi verið að ræða. Í raun gerðist það eitt að gríska þingið ákvað að veita honum ekki náðarhöggið heldur sky...
Eygló - ráðherrastóllinn eða ræðustóllinn?
Hans-Olaf Henkel, (71 árs) fyrrverandi forystumaður meðal þýskra atvinnurekenda í Berlín, ætlar að beita sér innan Frjálslynda flokksins (FDP) fyrir því að hendur þýskra stjórnmálamanna verði bundnar í evru-málum. Henkel vill brjóta evru-svæðið í tvennt milli norðurs og suðurs. Hann finnur mikinn stuðning við sjónarmið sín meðal almennings.
Er hægt að stjórna landi með „to do“ listum úr tölvum?
Í gær voru birt mikil tíðindi í stjórnarráðinu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur komið í framkvæmd 130 af 222 aðgerðum, sem stjórnarflokkarnir komu sér saman um í upphafi kjörtímabils. Meðal þeirra aðgerða er samþykkt 354 lagafrumvarpa og 100 þingsályktanir hafa einnig verið samþykktar á Alþingi. Þetta eru góð tíðindi fyrir þjóðina!