Mánudagurinn 25. janúar 2021

Sunnudagurinn 6. nóvember 2011

«
5. nóvember

6. nóvember 2011
»
7. nóvember
Fréttir

Ísraelar sagðir búa sig undir árás á kjarnorkustöðvar Írana

Shimon Peres, forseti Ísraels, gaf til kynna laugardaginn 5. nóvember að líkur á árás Ísraela á Íran „ykjust meira og meira“. „Leyniþjónustur ýmissa ríkja sem fylgjast með [Íran láta í ljós áhyggjur og þrýsta á stjórnendur sína að koma í veg fyrir að Íranir eignist kjarnorkuvopn,“ sagði Peres á anna...

Samið um að Papandreou víki

Forsetaskrifstofa Grikklands hefur sent frá sér tilkynningu um að mynduð verði ný ríkis­stjórn í landinu án þess að George Papandreou sitji þar í forsæti. Um þetta hafi náðst samkomulag milli Papandreous og stjórnar­andstöðunnar.

Villy Søvndal lýsir stolti yfir framlagi danska hersins í Líbíu - styður NATO

Villy Søvndal, utanríkis­ráðherra Danmerkur, er í fyrstu opinberu heimsókn sinni í Berlín og segist „stotlur“ af framlagi Dana til aðgerða NATO í Líbíu að sögn b.dk sunnudaginn 6. nóvember. Utanríkis­ráðherrann sagði við blaðamenn í Berlín að hann vinni ekki að því að leysa upp NATO en það er eitt af...

KGB-maður: Afhenti dönskum kommúnistum fé til ársins 1991

Nikolaj Sjatskikh, síðasti foringi KGB í Danmörku, hefur í fyrsta skipti leyst frá skjóðunni og skýrir frá því í Jyllands-Posten sunnudaginn 6. nóvember að Danmarks Kommunistiske Parti, DKP, Kommúnista­flokkur Danmerkur, hafi fengið fé frá Moskvu þar til Sovétríkin hurfu úr sögunni árið 1991. Hann se...

Tugþúsundir mótmæltu í Róm í gær-kröfðust afsagnar Berlusconis

Tugþúsundir komu á mótmælafund í Róm í gær, sem skipulagður var af helzta stjórnar­andstöðu­flokknum á Ítalíu, Lýðræðis­flokknum, þar sem afsagnar Berlusconi var krafizt. Forsætis­ráðherrann segir hins vegar að fréttir fjölmiðla á Ítalíu um að hann liggi undir þrýstingi frá nánum samstarfsmönnum um að segja af sér séu kjaftasögur.

Evrublokkin ræður ferðinni innan ESB frá 2014 í krafti nýrra reglna um aukið vægi atkvæða

Frá nóvember 2014 munu evruríkin ráða algerlega ferðinni innan ESB skv. ákvæðum Lissabonsáttmálans, sem þá taka gildi, greiði þau atkvæði, sem blokk. Þetta kemur fram i Sunday Telegraph i dag, sem byggir frétt sína á óbirtri skýrslu hugveitunnar Open Europe, sem blaðið hefur undir höndum.

FT: Samkomulag stóru flokkanna í Grikklandi skilyrði fyrir útborgun láns

Financial Times segir, að náist ekki samkomulag við stærsta stjórnar­andstöðu­flokkinn í Grikklandi, Nýja lýðræðis­flokkinn undir forystu Samaras takist Papandreou ekki að tryggja útborgun á næsta áfanga neyðarláns til Grikklands að upphæð 8 milljarðar evra, en það gæti aftur leitt til greiðsluþrots Grikklands verði sá áfangi ekki greiddur út.

Angela Merkel: Tekur áratug fyrir evruríkin að ná tökum á skuldakreppu

Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, sagði í gær að sögn BBC að það mundi taka evruríkin áratug að ná tökum á skuldakreppu ríkjanna og að það mundi ekki takast nema ríkin settu með lögum þak á heimild þeirra til skuldsetningar. Barroso, forseti framkvæmda­stjórnar ESB viðurkenndi í gær, að til þess gæti komið að Grikkland yfirgefi evru­svæðið.

Pistlar

Skipulag, uppbygging og framþróun Evrópu­sambandsins

Í umræðum um aðildarumsókn Íslands að Evrópu­sambandinu hefur töluvert verið rætt um þann hag, sem Ísland mundi hafa af slíkri aðild en minna um þann kostnað, sem af því mundi leiða. Evrópu­sambandið er eins konar ríki, sem er í mótun og smátt og smátt hafa verið byggðar upp í kringum þennan vísi að ríki stofnanir, sem einkenna sjálfstæð þjóðríki. Rekstur þeirra kostar að sjálfsögðu mikla fjármuni.

Í pottinum

Gjaldkeri Samfylkingar­innar til varnar evrunni

Vilhjálmur Þorsteinsson, gjaldkeri Samfylkingar­innar, stjórnar­formaður CCP og hagsmunamiðlari vegna Verne holding, ritar 6. nóvember grein á samfylkingar­síðuna Eyjuna til varnar evrunni og segir undir lok hennar: „Kjarni málsins er þessi: vandi evrulandanna er *ekki gjaldmiðilsvandi* heldur hi...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS