Laugardagurinn 7. desember 2019

Mánudagurinn 7. nóvember 2011

«
6. nóvember

7. nóvember 2011
»
8. nóvember
Fréttir

Þjóðverjar: Það snertir enginn gullforða okkar í þágu AGS

Þýska ríkis­stjórnin hefur hafnað tillögu sem kom fram á fundi leiðtogafundi G20-ríkjanna í Cannes 3. og 4. nóvember um að seðlabankar einstakra ríkja noti vara­sjóði sína til að styrkja sjóð á vegum Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins sem ætlað er að leggja evru-ríkjunum lið í baráttu við skuldavanda þeirra. ...

Franska ríkis­stjórnin boðar harðar aðgerðir til að halda AAA lánshæfiseinkunn

François Fillon, forsætis­ráðherra Frakklands, segir að stefnt sé að því að bæta hag franska ríkis­sjóðsins um 100 milljarða evra og ná jöfnuði í ríkisfjármálum árið 2016 miðað við 4,5% halla árið 2012. Stefnt er að 1% hagvexti árið 2012 í stað 1,75% eins og spáð hafði verið. Ætlunin að helmingur bata...

Skotland: minnkandi fylgi við sjálfstæði

Ný skoðanakönnun sýnir minnkandi fylgi við sjálfstæði Skotlands meðal Skota að sögn The Scotsman í dag. Skv. nýrri könnun vilja 28% Skota sjálfstæði en 39% voru fylgjandi sjálfstæði í september. Hins vegar vilja 33% að heima­stjórn Skota fá meira vald í innheimtu á sköttum og ákvörðunum um útgjöld.

Ekathimerini: Lukas Papademos líklegur forsætis­ráðherra Grikklands

Gríski vefmiðillinn ekathimerini segir að Lukas Papademos, fyrrverandi aðstoðar­for­stjóri Seðlabanka Evrópu sé líklegur forsætis­ráðherra Grikklands. Þá segir vefmiðllinn, að Evangelos Venizelos og Stavros Dimas, varaformaður Nýja lýðræðis­flokksins verði báðir í hinni nýju ríkis­stjórn. Papandreou og Samaras hittast í dag til þess að ganga frá myndun nýrrar ríkis­stjórnar.

Ítalía: 20-40 uppreisnarmenn í þing­flokki Berlusconis-lofar og hótar á víxl

Athygli stjórnmálamanna og fjármálamanna beinist nú að Ítalíu að sögn Reuters í morgun og að því pólitíska uppnámi, sem þar ríkir. Ítölsk blöð telja, að uppreisnarmenn i þing­flokki Berusconis séu á milli 20 og 40, sem mundi duga til að fella ríkis­stjórn hans.

Gamall kommúnisti veldur öryggisbresti í dönsku ríkis­stjórninni

Fortíð Ole Sohns, atvinnumála­ráðherra Danmerkur, í formennsku Kommnúnista­flokks Danmerkur, veldur því öryggisbresti innan dönsku ríkis­stjórnar­innar segja bandarískir, breskir og danskir sér­fræðingar í þjóðar­öryggismálum.

Lækkun í Asíu og Evrópu

Markaðir lækkuðu í Asíu í nótt og Evrópu við opnun í morgun, sem bendir til þess að fjárfestar hafi ekki sannfæringu fyrir því, að vandamál evru­svæðisins séu að leysast.

Leiðarar

Við fljótum sofandi að feigðarósi ESB

Athygli evruríkjanna og fjármála­markaða beinist nú að Ítalíu í kjölfar væntanlegra stjórnar­skipta í Grikklandi. Þjóðarskuldir Ítalíu nema 120% af vergri landsframleiðslu og ávöxtunarkrafan á ítölsk skulda­bréf er orðin svo há, að Ítalía stendur ekki undir þeim vöxtum.

Pistlar

ESB-rökin fyrir aðild Íslands finnast ekki í Berlín - hvað um Reykjavík?

Eftir að hafa í þrjár vikur setið fundi með stjórnmálamönnum, stjórnar­erindrekum og embættismönnum í Brussel og Berlín og rætt um stöðu Evrópu­sambandsins, úrslausnarefnin á evru-svæðinu og aðildarumsókn Íslands eru sjónarmið ESB-aðildarsinna á Íslandi fjær því í mínum huga að samrýmast bláköldum staðreyndum en áður.

Heildarkostnaður ESB í ár 140 milljarðar evra-tæplega helmingur fer til landbúnaðar

Heildartala fjárlaga Evrópu­sambandsins fyrir árið 2011 nemur tæpum 142 milljörðum evra og hefur hækkað um rúmlega 20 milljarða evra frá árinu 2007, þegar niðurstaðan var 120 milljarðar evra. Á árunum 2007-2013 er áætlaður að kostnaður við rekstur Evrópu­sambandsins muni nema 865 milljörðum króna. Þetta eru áætlunartölur að hluta til, sem geta að sjálfsögðu breytzt.

Í pottinum

Guðmundur Andri:„Jóhanna...eltir en leiðir ekki“

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, hefur lengi verið innanbúðarmaður í Samfylkingunni - raunar í innsta kjarna hennar á formannsárum Ingibjargar Sólrúnar - og þess vegna eru orð, sem hann lætur falla í grein í Fréttablaðinu í dag athyglisverð.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS