« 6. nóvember |
■ 7. nóvember 2011 |
» 8. nóvember |
Þjóðverjar: Það snertir enginn gullforða okkar í þágu AGS
Þýska ríkisstjórnin hefur hafnað tillögu sem kom fram á fundi leiðtogafundi G20-ríkjanna í Cannes 3. og 4. nóvember um að seðlabankar einstakra ríkja noti varasjóði sína til að styrkja sjóð á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem ætlað er að leggja evru-ríkjunum lið í baráttu við skuldavanda þeirra. ...
Franska ríkisstjórnin boðar harðar aðgerðir til að halda AAA lánshæfiseinkunn
François Fillon, forsætisráðherra Frakklands, segir að stefnt sé að því að bæta hag franska ríkissjóðsins um 100 milljarða evra og ná jöfnuði í ríkisfjármálum árið 2016 miðað við 4,5% halla árið 2012. Stefnt er að 1% hagvexti árið 2012 í stað 1,75% eins og spáð hafði verið. Ætlunin að helmingur bata...
Skotland: minnkandi fylgi við sjálfstæði
Ný skoðanakönnun sýnir minnkandi fylgi við sjálfstæði Skotlands meðal Skota að sögn The Scotsman í dag. Skv. nýrri könnun vilja 28% Skota sjálfstæði en 39% voru fylgjandi sjálfstæði í september. Hins vegar vilja 33% að heimastjórn Skota fá meira vald í innheimtu á sköttum og ákvörðunum um útgjöld.
Ekathimerini: Lukas Papademos líklegur forsætisráðherra Grikklands
Gríski vefmiðillinn ekathimerini segir að Lukas Papademos, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Seðlabanka Evrópu sé líklegur forsætisráðherra Grikklands. Þá segir vefmiðllinn, að Evangelos Venizelos og Stavros Dimas, varaformaður Nýja lýðræðisflokksins verði báðir í hinni nýju ríkisstjórn. Papandreou og Samaras hittast í dag til þess að ganga frá myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Ítalía: 20-40 uppreisnarmenn í þingflokki Berlusconis-lofar og hótar á víxl
Athygli stjórnmálamanna og fjármálamanna beinist nú að Ítalíu að sögn Reuters í morgun og að því pólitíska uppnámi, sem þar ríkir. Ítölsk blöð telja, að uppreisnarmenn i þingflokki Berusconis séu á milli 20 og 40, sem mundi duga til að fella ríkisstjórn hans.
Gamall kommúnisti veldur öryggisbresti í dönsku ríkisstjórninni
Fortíð Ole Sohns, atvinnumálaráðherra Danmerkur, í formennsku Kommnúnistaflokks Danmerkur, veldur því öryggisbresti innan dönsku ríkisstjórnarinnar segja bandarískir, breskir og danskir sérfræðingar í þjóðaröryggismálum.
Við fljótum sofandi að feigðarósi ESB
Athygli evruríkjanna og fjármálamarkaða beinist nú að Ítalíu í kjölfar væntanlegra stjórnarskipta í Grikklandi. Þjóðarskuldir Ítalíu nema 120% af vergri landsframleiðslu og ávöxtunarkrafan á ítölsk skuldabréf er orðin svo há, að Ítalía stendur ekki undir þeim vöxtum.
ESB-rökin fyrir aðild Íslands finnast ekki í Berlín - hvað um Reykjavík?
Eftir að hafa í þrjár vikur setið fundi með stjórnmálamönnum, stjórnarerindrekum og embættismönnum í Brussel og Berlín og rætt um stöðu Evrópusambandsins, úrslausnarefnin á evru-svæðinu og aðildarumsókn Íslands eru sjónarmið ESB-aðildarsinna á Íslandi fjær því í mínum huga að samrýmast bláköldum staðreyndum en áður.
Heildarkostnaður ESB í ár 140 milljarðar evra-tæplega helmingur fer til landbúnaðar
Heildartala fjárlaga Evrópusambandsins fyrir árið 2011 nemur tæpum 142 milljörðum evra og hefur hækkað um rúmlega 20 milljarða evra frá árinu 2007, þegar niðurstaðan var 120 milljarðar evra. Á árunum 2007-2013 er áætlaður að kostnaður við rekstur Evrópusambandsins muni nema 865 milljörðum króna. Þetta eru áætlunartölur að hluta til, sem geta að sjálfsögðu breytzt.
Guðmundur Andri:„Jóhanna...eltir en leiðir ekki“
Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, hefur lengi verið innanbúðarmaður í Samfylkingunni - raunar í innsta kjarna hennar á formannsárum Ingibjargar Sólrúnar - og þess vegna eru orð, sem hann lætur falla í grein í Fréttablaðinu í dag athyglisverð.