« 10. nóvember |
■ 11. nóvember 2011 |
» 12. nóvember |
Skipt um dómsmálaráðherra í Noregi - Storberget segir af sér vegna álags
Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, hefur sagt af sér embætti. Grete Faremo varnarmálaráðherra verður dómsmálaráðherra og Espen Barth Eide varnarmálaráðherra. Þau eru öll í Verkamannaflokki Jens Stoltenbergs forsætisráðherra.
Norðurpóllinn íslaus 2015? Breskur vísindamaður spáir því.
Ís í Norður-Íshafi bráðnar svo hratt að spár eru um að sumarið 2015 verði unnt að sigla þvert yfir íslausan Norðurpólinn. Þetta segir Peter Wadhams, prófessor við Cambridge-háskóla á Bretlandi, segir að ný líkön að framtíðarþóun sýni þetta.
Van Rompuy segir engin áform um að þrengja hóp evru-ríkja
Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði föstudaginn 11. nóvember að engin áform væru uppi um „klippa“ af evru-svæðinu eftir að fréttir bárust um að stjórnvöld í Berlín og París ynnu að því á bakvið tjöldin að koma á myntbandalagi án veikbyggðari ríkja. „Við skulum hafa eitt á hreinu, við...
Krugman: Dögum evrunnar lýkur með bunga bunga
„Þannig lýkur dögum evrunnar – ekki með því að það heyrist bang heldur með bunga bunga. Það er ekki langt síðan evrópskir leiðtogar fullyrtu að Grikkir gætu og mundu halda evrunni og greiða skuldir sínar að fullu.
Finnland: Rætt um afnám sjálfstæðra ráðuneyta-eitt stjórnarráð-ein stjórnunareining
Í Finnlandi er nú rætt um afnám ráðuneyti í núverandi mynd en taka upp eina stjórnunareiningu, stjórnarráð, sem skiptist í mismunandi deildir.
Markaðir hækkuðu um allan hein í gær,í nótt og í morgun. London opnaði með 0,59% hækkun í morgun, Frankfurt hækkaði um 1,08% og París um 0,89%. Japan hækkaði í nótt um 0,6% og Hong Kong um 0,91%. Í gær hækkaði Dow Jones um 0,96% og Nasdaq um 0, 13%.
Obama talaði við Merkel, Sarkozy og Napolitano í gær
Papademos, sem útnefndur hefur verið nýr forsætisráðherra Grikklands var kominn til starfa í gríska forsætisráðuneytinu í gær en gert er ráð fyrir að ríkisstjórn hans verði skipuð í dag.
Öldungadeild ítalska þingsins greiðir atkvæði um efnahagsráðstafanir að kröfu ESB föstudaginn 11. nóvember. Með þeim á að tryggja að ekki þurfi að veita ítalska ríkinu neyðaraðstoð til að komast hjá gjaldþroti. Talið er líklegt að neðri deild þingsins afgreiði málið um helgina og þar með verði endan...
Mesta krísa í Evrópu frá heimsstyrjöldinni síðari
Fréttamaður BBC sagði í gærkvöldi að Evrópa stæði nú frammi fyrir mestu krísu í sögu sinni frá heimsstyrjöldinni síðari. Þetta er mikið sagt en engu að síður til marks um hversu alvarlegur vandi Evrópuríkja er frá sjónarhóli þeirra, sem fylgjast með málum þar frá degi til dags.