« 11. nóvember |
■ 12. nóvember 2011 |
» 13. nóvember |
Cameron beinir spjótum sínum að Merkel - býr sig undir Berlínarferð
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að fljúga til Berlínar í næstu viku til að fylgja eftir vaxandi reiði berskra stjórnvalda yfir því að Angela Merkel Þýskalandskanslari geri ekki nóg til að binda enda á skuldakreppu evru-svæðisins.
Van Rompuy: Evran og ESB eru í tilvistarkreppu - sigrast verður á henni
Evru-svæðið stendur frammi fyrir „tilvistarkreppu“ og á henni verður að sigrast sagði Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, föstudaginn 11. nóvember í ræðu í Flórens. Hann sagðist ætla að gera allt sem í sínu valdi stæði til að viðhalda samheldni innan svæðisins. „Evran er liður í pólitískri ...
Norðurljósastríð hafið milli Norðmanna og Finna
Norðurljósastríð hefur brotist út milli Norðmanna og Finna. Ferðamálaráð Finnlands gerði tilraun til að eigna Finnum norðurljósin nýlega með því að setja á YouTube norðurljósamynd frá Lapplandi.
El Pais: Enginn hagvöxtur á Spáni
Enginn hagvöxtur var á Spáni á þriðja ársfjórðungi þessa árs að sögn spænska dagblaðsins El Pais og hugsanlegt að beinn samdráttur verði á fjórða ársfjórðungi. Þá er spáð 0,7% hagvexti á árinu 2012, sem er einungis þriðjungur þess, sem áður hafði verið talið. Þingkosningar eru á næsta leiti á Spáni og talið að aðal stjórnarandstöðuflokkurinn muni fara með sigur af hólmi.
Cameron: Umrótið á evrusvæðinu áfall fyrir Breta
Georg Osborne, fjármálaráðherra Breta segir að efnahagsástandið á meginlandi Evrópu sé „hættulegt“ og David Cameron, forsætisráðherra, segir að það sé alveg ljóst að efnahagur Breta hafi orðið fyrir áfalli vegna umrótsins á evrusvæðinu, sem muni jafnframt hafa áhrif á fjölda starfa í Bretlandi. Gert er ráð fyrir neikvæðum tölum um atvinnuþróun í Bretlandi í næstu viku.
Veruleg hækkun á mörkuðum í gær
Veruleg hækkun varð á hlutabréfamörkuðum í gær. London hækkaði um 1,85%, Frankfurt um 3,22% og París um 2,78%. Í Bandaríkjunum hækkaði Dow Jones um 2,19% og Nasdaq um 2,04%. Fréttastofum ber saman um að meginskýringin á hækkun markaða séu skýrari línur í grískum og ítölskum stjórnmálum.
Berlusconi segir hugsanlega af sér í kvöld
Neðri deild ítalska þingsins greiðir atkvæði í dag um aðhaldsaðgerðir næstu ára. Þegar þær hafa verið samþykktar er gert ráð fyrir að Berlusconi segi af sér sem forsætisráðherra. BBC telur að það geti jafnvel gerzt í kvöld, laugardagskvöld. Ljóst er að eftirmaður hans verður Mario Monti, sem sama fréttastofa segir, að fjármálamarkaðir fagni.
Samtök atvinnulífsins breytast í pappírstígrisdýr
Stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) tók 10. nóvember afstöðu til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Stjórnin er skipuð 21 manni. Af þeim leggjast 10 „gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið“. Þeir telja í nafni SA „að leiða eigi viðræðurnar ...