Föstudagurinn 22. janúar 2021

Laugardagurinn 12. nóvember 2011

«
11. nóvember

12. nóvember 2011
»
13. nóvember
Fréttir

Cameron beinir spjótum sínum að Merkel - býr sig undir Berlínarferð

David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands, ætlar að fljúga til Berlínar í næstu viku til að fylgja eftir vaxandi reiði berskra stjórnvalda yfir því að Angela Merkel Þýskalandskanslari geri ekki nóg til að binda enda á skuldakreppu evru-svæðisins.

Van Rompuy: Evran og ESB eru í tilvistarkreppu - sigrast verður á henni

Evru-svæðið stendur frammi fyrir „tilvistarkreppu“ og á henni verður að sigrast sagði Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, föstudaginn 11. nóvember í ræðu í Flórens. Hann sagðist ætla að gera allt sem í sínu valdi stæði til að viðhalda samheldni innan svæðisins. „Evran er liður í pólitískri ...

Norðurljósastríð hafið milli Norðmanna og Finna

Norðurljósastríð hefur brotist út milli Norðmanna og Finna. Ferðamálaráð Finnlands gerði tilraun til að eigna Finnum norðurljósin nýlega með því að setja á YouTube norðurljósamynd frá Lapplandi.

El Pais: Enginn hagvöxtur á Spáni

Enginn hagvöxtur var á Spáni á þriðja ársfjórðungi þessa árs að sögn spænska dagblaðsins El Pais og hugsanlegt að beinn samdráttur verði á fjórða ársfjórðungi. Þá er spáð 0,7% hagvexti á árinu 2012, sem er einungis þriðjungur þess, sem áður hafði verið talið. Þingkosningar eru á næsta leiti á Spáni og talið að aðal stjórnar­andstöðu­flokkurinn muni fara með sigur af hólmi.

Cameron: Umrótið á evru­svæðinu áfall fyrir Breta

Georg Osborne, fjármála­ráðherra Breta segir að efnahagsástandið á meginlandi Evrópu sé „hættulegt“ og David Cameron, forsætis­ráðherra, segir að það sé alveg ljóst að efnahagur Breta hafi orðið fyrir áfalli vegna umrótsins á evru­svæðinu, sem muni jafnframt hafa áhrif á fjölda starfa í Bretlandi. Gert er ráð fyrir neikvæðum tölum um atvinnuþróun í Bretlandi í næstu viku.

Veruleg hækkun á mörkuðum í gær

Veruleg hækkun varð á hluta­bréfamörkuðum í gær. London hækkaði um 1,85%, Frankfurt um 3,22% og París um 2,78%. Í Bandaríkjunum hækkaði Dow Jones um 2,19% og Nasdaq um 2,04%. Fréttastofum ber saman um að meginskýringin á hækkun markaða séu skýrari línur í grískum og ítölskum stjórnmálum.

Berlusconi segir hugsanlega af sér í kvöld

Neðri deild ítalska þingsins greiðir atkvæði í dag um aðhaldsaðgerðir næstu ára. Þegar þær hafa verið samþykktar er gert ráð fyrir að Berlusconi segi af sér sem forsætis­ráðherra. BBC telur að það geti jafnvel gerzt í kvöld, laugardagskvöld. Ljóst er að eftirmaður hans verður Mario Monti, sem sama fréttastofa segir, að fjármála­markaðir fagni.

Leiðarar

Samtök atvinnulífsins breytast í pappírstígrisdýr

Stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) tók 10. nóvember afstöðu til aðildarviðræðnanna við Evrópu­sambandið. Stjórnin er skipuð 21 manni. Af þeim leggjast 10 „gegn því að aðildarumsókn að Evrópu­sambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið“. Þeir telja í nafni SA „að leiða eigi viðræðurnar ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS