« 12. nóvember |
■ 13. nóvember 2011 |
» 14. nóvember |
Mario Monti tekin til við stjórnarmyndun á Ítalíu
Mario Monti, sem á sínum tíma sat í framkvæmdastjórn ESB, hefur fengið umboð til að mynda nýja ríkisstjórn á Ítalíu eftir afsögn Silvios Berlusconi laugardaginn 12. nóvember. Giorgio Napolitano Ítalíuforseti fól Monti stjórnarmyndun sunnudaginn 13. nóvember. Hinn 68 ára gamli hagfræðiprófessor og f...
Merkel skerpir áhersluna á breytingar á Lissabonsáttmálanum - Romano Prodi nóg boðið
Þýska ríkisstjórnin vill hraða endurskoðun á stofnsáttmálunum ESB til að takast á við núverandi skuldavanda. Fréttastofur hafa eftir háttsettum þýskum embættismanni að Angela Merkel kanslari vilji að 27 aðildarríki ESB samþykki fyrir áramót að Lissabonsáttmálanum verði breytt. Í hann verði sett ákvæði sem heimili fasta skipan á sjóði sem nota megi til að takast á við fjármálakreppur.
Rússar og Bandaríkjamenn deila enn um eldflaugavarnir
Dmitri Medvedev Rússlandsforseti segir að enn beri mikið á milli Rússa og Bandaríkjamanna um eldflaugavarnir í Evrópu.
Danmörk: Bláa blokkin með meirihluta á ný skv. Gallup
Ný skoðanakönnun Gallup í Danmörku sýnir mikla fylgisaukningu Venstre. Samkvæmt könnuninni mundi Venstre bæta við sig 8 þingsætum en Jafnaðarmenn missa fjögur þingsæti og bláa blokkin svonefnda fá skýran meirihluta á danska þinginu. Frá þessu segir Berlingske Tidende í morgun en birtir ekki aðrar niðurstöðutölur könnnunarinnar í frétt sinni.
EFSF varð að kaupa eigin bréf til að ná settu marki
Sunday Telegraph upplýsir í morgun, að EFSF, neyðarsjóður ESB hafi orðið að kaupa eigin skuldabréf í síðustu viku til þess að geta tilkynnt að sjóðurinn hafi náð því markmiði að selja 10 ára skuldabréf fyrir 3 milljarða evra, sem ganga til Írlands. Blaðið segir að söluaðilar í skuldabréfaútboði EFSF hafi ekki náð að selja nema 2,7 milljarða evra.
Englandsbanki: Minnkandi hagvöxtur í Bretlandi
Brezk stjórnvöld hafa þungar áhyggjur af efnahagsþróun í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að Englandsbanki muni í nýrri skýrslu endurskoða spár um hagvöxt.
Ítalía: Napolitano hefur viðræður í dag um myndun nýrrar ríkisstjórnar
Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu hefur viðræður í dag um myndun nýrrar ríkisstjórnar á Ítalíu í kjölfar afsagnar Berlusconi í gærkvöldi.
Hróp gerð að Berlusconi þegar hann sagði af sér
Silvio Berlusconi sagði af sér embætti forsætisráðherra Ítalíu um klukkan 21.00 að íslenskum tíma laugardaginn 12. nóvember. Hann hefur verið ráðandi afl í ítölskum stjórnmálum í 17 ár. Talið er líklegt að Giorgio Napolitano Ítalíuforseti tilnefni tæknikratann Mario Monti hagfræðing sem forsætisráðh...
Evrópudómstólinn og EFTA-dómstóllinn
Evrópudómstóllinn er að sjálfsögðu ein af meginstofnunum Evrópusambandsins.
Seðlabanki Evrópu er ekki og hefur ekki verið lánveitandi til þrautavara
Ein af þeim röksemdum, sem notaðar voru í hruninu haustið 2008 fyrir því, að Ísland ætti þegar í stað að taka upp evru var sú, að til hruns hefði ekki komið, ef við hefðum haft þann gjaldmiðil vegna þess, að þá hefðum við haft Seðlabanka Evrópu sem lánveitanda til þrautavara.