Föstudagurinn 15. janúar 2021

Mánudagurinn 14. nóvember 2011

«
13. nóvember

14. nóvember 2011
»
15. nóvember
Fréttir

Merkel hvetur flokksmenn sína til dáða í þágu Evrópu­sambandsins

Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði á þingi flokks síns, CDU, í Leipzig mánudaginn 14. nóvember að Evrópu­búar gengu líklega nú í gegnum versta skeið sögu sinnar frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Í krísunni fælust hins vegar tækifæri til að styrkja innviði ríkja­samstarfs í álfunni. Hún taldi ...

Belgía kann að verða næsta skotmark fjármála­markaða segir einn framkvæmda­stjóra ESB

Karel de Gucht, Belgi í framkvæmda­stjórn ESB, segir að það kunni að vera komið að landi sínu að tapa trausti fjármála­markaða á sama hátt og Grikkland og Ítalía verði ekki strax mynduð ný ríkis­stjórn í landinu. „Það hefur tekist að bjarga Ítalíu og Grikklandi í bili vegna þess að þar koma nýjar ríkis­stjórnir til sögunnar.

Portillo: Skotar fái sanngjarnan hlut í olíulindum

Michael Portillo, fyrrum ráðherra í ríkis­stjórnum Íhalds­flokksins í Bretlandi og áhrifamaður í þeim flokki hvetur til þess að Skotar fái í sinn hlut sanngjarna hlut­deild í oliulindum í Norðursjó til þess að varðveita sambandið á milli Englands og Skotlands. Hann segir að ríkis­stjórnin í London fljóti sofandi að feigðarósi í þessu máli. Portillo segir skv.

Markaðir hækka

Markaðir hafa hækkað við opnun í morgun í Evrópu og hækkuðu í Asíu í nótt sem bendir til að pólitíska framvindan í Grikklandi og Ítalíu um helgina hafi hlotið blessun þeirra.

Osborne: Frakkar verða að taka erfiðar ákvarðanir-Þjóðverjar verða að leggja fram meira fé

Georg Osborne, fjármála­ráðherra Breta, talaði í samtali við BBC í gær um Frakkland í sömu andrá og um Grikkland, Ítalíu og Portúgal og segir að Frakkar verði að taka erfiðar ákvarðanir. Hann segir að starfsbræður sínir á meginlandi Evrópu séu skelfingu lostnir yfir því að þeir geti ekki selt skulda­bréf á mörkuðum. Ávöxtunarkrafan á frönsk skulda­bréf hækkaði verulega í síðustu viku.

Obama við Kínverja: Farið að leik­reglum-Kínverjar: tókum ekki þátt í að semja þær

Obama Bandaríkja­forseti krefst þess skv. fréttum Reuters að Kínverjar hagi sér eins og fullorðið fólk á heimsmörkuðum og fari að leik­reglum. Kínverjar svara á móti, að þeir hafi engan þátt tekið í að semja þær leik­reglur og þess vegna séu þeir ekki skuldbundnir til þess að fara að þeim.

Leiðarar

Evruríkin vilja njóta kostanna - en ekki fást við gallana

Georg Osborne, fjármála­ráðherra Breta vék að einu lykilatriði varðandi evrukreppuna, sem tröllríður nú meginlandi Evrópu í viðtali við BBC í gær. Hann sagði sem svo: Bretland (Hið sameinaða konungsdæmi, Englands, Skotlands, Wales og Norður-Írlands) og Bandaríkin eru hvort um sig sérstök gjaldmiðils­svæði.

Pistlar

Á bak við stofnun Seðlabanka Evrópu og upptöku evru er evrópsk stórpólitík

Seðlabanki Evrópu er tvímælalaust ein mikilvægasta stofnun Evrópu­sambandsríkjanna og evruríkjanna sérstaklega. Frá því að fjármálakreppan skall á árið 2008 má segja að Seðlabanki Evrópu hafi verið í eldlínunni umfram aðra seðlabanka enda talinn einn af áhrifamestu seðlabönkum heims og kannski jafnhliða Seðlabanka Bandaríkjanna og að sjálfsögðu kínverska seðlabankanum.

Í pottinum

Rannsóknarblaðamennska á RÚV vegna samþykktar í stjórn Samtaka atvinnulífsins

RÚV reynir að halda lífi í fréttum um að 10 af 21 stjórnar­manni Samtaka atvinnulífisins (SA) samþykktu fimmtudaginn 10. nóvember án rökstuðnings að haldið skuli áfram aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópu­sambandið. Til marks um þetta var frétt í 08.00 fréttum RÚV mánudaginn 14. nóvember þar sem sag...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS